Hefur samt greinilega hugleitt það...

Eru þetta réttu viðbrögðin þegar eigin kjörinn fulltrúi, nú eða stjórnmálaflokkur, "tapar" í lýðræðislegum meirihlutakosningum? 
Vandamálið með lýðræðið er einmitt þetta; það byggir á meirihlutakjöri, hversu naumur sem hann er, og kjósendur þurfa að sætta sig við það, kyngja frekjunni og gera bara betur næst.
Hverjum dettur til dæmis í hug að sprengja Bessastaði - jafnvel þótt hans eigin uppáhalds forsetaframbjóðandi hafi ALDREI náð þangað inn?


mbl.is Vill ekki sprengja Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Að hóta forseta USA lífláti er talinn glæpur hér í USA og hefningin er fangelsis vist, hvort sem að manneskjan sem er með hótunina meinar það eða ekki af því að það er mjög erfit að vita hvað fólk hugsar og ákveður að framkvæma.

Ég heimta að Maddona fái 10 ár í svartholinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2017 kl. 05:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhann, frúin mætti amk fá áminningu.  Idol verða að gæta orða sinna, ekki síður en aðrir málsmetandi, því þeir eru margir fábjánarnir sem taka þau alvarlega og finna svo hjá sér köllun til þess að framfylgja "málstaðnum".
Dæmi þess eru mýmörg.

Kolbrún Hilmars, 24.1.2017 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband