Gleymdist eitthvað?

Fróðlegar myndir með þessari frétt.  Vel er hugsað fyrir umferð; gangstétt fyrir gangandi, hjólabraut fyrir hjólandi, akbraut fyrir akandi.

En hvað með alla þessa frábæru veitingastaði og verslanir?  Hvar er gert ráð fyrir þeirra aðdráttum?  Gangandi, hjólandi og akandi geta ekki gert kröfu til þess að þeirra aðdrættir fari fram á tímanum eftir kl. 7 á kvöldin og fyrir kl. 7 á morgnana á þeirri forsendu "á meðan allir vinna".  Hverjir nema vinnandi sjá um aðdrættina - og hverjir nema vinnandi taka á móti þeim?


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það vakti nefnilega athygli mína að meginhluti bifreiða á þessum myndum eru þjónustubílar að koma með vörur og þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að geta lagt nærri viðkomandi stað.  Á mögum myndanna er þar að auki meira en nóg pláss fyrir eitt reiðhjól inn á stígunum þó svo þjónustubíll sé þar inná að hluta til.  Það þarf ekki breidd fyrir 2-3 hjól að vera að þessum frekar lítið nýttu hjólreiðastígum.  Mér þykir líklegt að sá sem kvartar þarna í greininni sé á venjulegri gerð af reiðhjóli og í fæstum af þessum tilfellum er um að ræða annað en að leysa málið á einfaldan máta eða bara einfaldlega halda sínu striki á þeim hluta hjólreiðastígsins sem er greiðfær til afnota.  Í tilfelli leigubílsins þá hefði augnabliks tillitssemi hjólreiðamannsins dugað meðan töskurnar fóru inn í bílinn eða úr honum eftir því hvort fólki var að koma eða fara.

Jón Óskarsson, 22.11.2014 kl. 17:45

2 Smámynd: The Critic

Það veðrur að hafa það í huga að borgin er búinn að fjarlægja öll bílastæðin þannig að þjónustubílar geta hvergi stoppað.

The Critic, 22.11.2014 kl. 19:02

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Í hundrað ár hafa þjónustu bifreiðar geta lagt inn í port og einfaldlega úti á götu. Þær þurfa ekki að aka upp á upphitaðar gang og hjólabrautir sem eru ekki með nægilegar þukkar gangstéttahellur til að þola þær. Þar með eiðileggja þeir ekki bara hellulagninguna heldur líka hitaleiðslurnar undir. Við þurfum bara að beita þeim aðferðum sem eru notaðar erlendis eins og í Madrid. Lágir staurara og þú stoppar í tvær mínótur til að afferma og svo ferðu Tveir menn á bíl. fljót unnið mál. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.11.2014 kl. 19:32

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin. 

Jón, einmitt.  Þarna er vel séð fyrir umferðarflæði - en ekki íbúum eða starfsemi við götuna, eða eins og Critic bendir á, það vantar bílastæðin.  Nema á einni myndinni er vel merkt bílastæði fyrir fatlaða.  Sennilega þó ekki fyrir íbúa, heldur aðvífandi. 

Matthildur, alveg rétt; hér leggja þjónustubifreiðar úti á götu. Í þessum tilfellum á hjólagötunni.  Enda líklega fáfarnari en bílagatan.

Kolbrún Hilmars, 23.11.2014 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband