Hin hliðin á Evrunni - sem enginn ræðir

Nú er ég nýkomin frá Þýskalandi og keypti þar hlut sem kostaði mig 179.95 þýskar evrur. 
En á merkimiðanum eru 4 aðrar verðupphæðir - allt eftir því hvaðan evran kemur.

189 austurrískar og hollenskar evrur hefði hluturinn kostað,
203 belgískar og luxembourgiskar evrur
211 spánskar og portugalskar evrur
225 grískar evrur

Hvernig yrði gengið á íslenskri evru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er afar athyglisvert Kolbrún. Ég er nýkomin frá Frakklandi þar sem mér virtist allir verðmiðar handskrifaðir. Fór reyndar ekki mikið í búðir og ekkert í stærri verslanir. En þetta sem þú ert að segja er á sinn hátt staðfesting þess sem kom fram í evru-umræðunni hér um árið að sumar evrur eru æskilegri en aðrar. Raðnúmerin segja til um það.

Ragnhildur Kolka, 22.10.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þetta eru afar merkilegar upplýsingar !

Snorri Hansson, 22.10.2014 kl. 17:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, mér fannst þetta afar fróðlegt.   Verðmiði á þýskri söluvöru er mislangur listi (aldrei aðeins 1 upphæð)  eða í réttu hlutaflli við verðmætið.   En mér sýnist að franska evran og finnska evran séu á pari við austurrískar/hollenskar - þá sjaldan  sem þeirra er getið á verðmiðanum.
Alltaf eru bestu kaupin þó með þýsku evrunni!  Dæmigert að engum evrusinna hafi fundist taka því að nefna þetta "smámál".

Kolbrún Hilmars, 22.10.2014 kl. 18:45

4 Smámynd: Aztec

Ég er ekki alveg að skilja þetta. Allir evruseðlar eru eins í útliti, er það ekki? Eru það ekki bara myntirnar sem eru mismunandi á annari hliðinni? Explica, por favor.

Aztec, 22.10.2014 kl. 20:40

5 identicon

Þú hefur verið að versla í verslun sem einnig starfar í hinum löndunum. Varan er verðmerkt fyrir hin mismunandi svæði vegna mismunar á skattlagningu. Vaskurinn er ekki sá sami allstaðar þó evran hafi sama verðgildi hvort sem hún er merkt þýskalandi eða spáni. --á merkimiðanum eru 4 aðrar verðupphæðir - allt eftir því hvert varan fer í sölu.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 21:25

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég þekki ekki muninn á evruseðlunum - en yfirleitt notaði ég seðlana sem ég keypti hér heima en ekki kort.  Alltaf voru seðlarnir grannskoðaðir af sölufólkinu, hvort það var að tékka á fölsun eða útgáfulandi veit ég heldur ekki. 

Í ofangreinda tilvikinu greiddi ég þó með korti.   Hvort verslunin er með útibú í fleiri löndum veit ég ekki enda skiptir það ekki máli; ég hefði samt þurft mismargar evrur til kaupanna eftir því hvert dvalarlandið hefði verið og hérlendis er bara skráð eitt gengi á evru. 

VSKurinn er 19% í Þýskalandi þannig að grunnverð hlutarins er 151.20 evra og ef VSKurinn er orsökin á verðmuninum þá er VSKurinn t.d. tæp 49% í Grikklandi!  Ekki þykir  mér ÞAÐ sennilegt.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2014 kl. 10:34

7 identicon

Þjóðverjar, eins og við, eru með fleiri en eitt vsk stig. Þú gætir til dæmis hafa keypt matvöru í þýskalandi með 7% vsk en sömu vöru með 23% vsk á grikklandi. Einnig getur verið munur á flutningsgjöldum. Þó evran sé sú sama þá er ekki sama verðlag á öllum stöðum.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 11:24

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt, matvara er með 7% VSK ef hún er keypt í matvörubúð í Þýskalandi.  En allur matur er seldur þar með 19% VSK á veitingahúsum.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2014 kl. 12:13

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Til viðbótar síðasta innleggi:  Allar drykkjarvörur; vatn, gosdrykkir, bjór og að meira að segja grænmetisdjús, bera 19% VSK í matvörubúðum.  Aðeins matur "í föstu formi" er með 7% VSK.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2014 kl. 12:31

10 identicon

Og svo er hvert land með sína sér skatta á áfengi, tóbak og e.t.v fleiri vörur og einhverjir með engan vsk á barnaföt. Það verður ekki eitt Ragnars Reykás ríkisverð á hverri vöru þó evra sé notuð.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 13:40

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Barnaföt bera 19% VSK í Þýskalandi - það veit ég því ég keypti smáræði fyrir langömmubörnin.  Áfengi og tóbak ekki, nema hvítvín; einn líter af Franken eðalvíni á 8.50 evrur (íkr. ca 1335), einnig með 19% VSK.

Hvaða lönd hafa annars engan VSK á barnafötum?  Þú mátt alveg telja þau upp mér til fróðleiks  :)

Kolbrún Hilmars, 23.10.2014 kl. 14:23

12 identicon

Ufsi (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 16:17

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

OK, aðeins tvö lönd?

Ætli það sé til mótvægis á eftirfarandi (því það er ekki einungis misjafnt vöruverð innan evrunnar heldur gagnvart öðrum gjaldmiðlum líka) og nú er ég að vitna í verðmiða sem ég hef hér tiltæka og umreikna í ÍKR á miðgengi SÍ ds. 17/10:

D.EUR: 90  = IKR:13.799.   ~  GBP: 95 =  IKR:18.304.

D.EUR: 36 = IKR: 5.520.  ~ GBP: 39  = IKR: 7.514.
                                        ~ I.EUR: 46  = IKR: 7.053. (írskar evrur)                                         ~ DKK: 349 = IKR: 7.186.

Læt þetta duga - í bili...   :)

Kolbrún Hilmars, 23.10.2014 kl. 16:56

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það vantar inn í þessa umræðu að Seðlabanki Evrópu gefur ekki út evrur heldur er útgáfa á hendi Seðlabanka hvers lands fyrir sig. Raðnúmerin á seðlunum byrja öll á bókstaf (stundum tveimur) þeir segja til um upprunaland evrunnar. Þegar Grikkland logaði vildu bankar í Evrópu ekki sitja uppi með grískar evrur því líkur voru á gjaldþroti landsins og þá hefði enginn Seðlabanki verið til staðar til að greiða út.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2014 kl. 18:37

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eru engar þýskar evrur til. Bakhliðin er merkt Þýskalandi en þú getur notað evruna frá Þýskalandi í 18 ríkjum Evrópusambandsins og verðgildið er alltaf hið sama.

Vaskur er mismaundi milli ríkjanna, og einnig aðrir skattar. Verðgildi á evru sem væri með íslenska bakhlið væri það sama og á evru í Þýskalandi, Spáni, Fakklandi og hinum 19 ríkjum Evrusvæðiðsins (frá 1. Janúar-2015).

Jón Frímann Jónsson, 23.10.2014 kl. 22:40

16 identicon

Já hlutir kosta ekki það sama í ólíkum löndum endar er Evrusvæðið býsna víðfemt og ýmsar aðstæður ólíkar með skattlagningu, flutningskostnað, kaupmátt o.s.frv. Verðlag er ekki það sama allstaðar í Bandaríkjunum heldur en dollari er samt bara dollari.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 13:58

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir fyrir fróðleg innlegg.  Niðurstaðan sýnist mér vera sú, að evran passi engum nema þjóðverjum.  Sama hvaða afsakanir við notum. 

Ein evra - sama verð = goðsögn.

Kolbrún Hilmars, 25.10.2014 kl. 13:36

18 Smámynd: Aztec

Já, það er líka goðsögn (les: lygar) að með upptöku evru lækki matarverð, það gerir það ekki, frekast þvert á móti eins og gerðist í Austurríki.

Uppáhaldslygar í áróðri sambandssinna eru einmitt verð á matvælum. Í því sambandi var logið að Dönum (og Bretum) áður en þeir kusu að ganga í EBE. Það var logið að Svíum áður en þeir kusu að ganga í ESB. Og það var logið að Austurríkismönnum áður en þeir gengu í ESB og tóku upp evruna.

Evran í sjálfri sér lækkar ekki verðlag og er í raun handónýtur gjaldmiðill sem nýtist eingöngu Þjóðverjum eins og aðrir hafa einnig bent á. Það sem hefði átt að gera var að athuga hvort hægt væri að hafa eina sameiginlega hagstjórn (í raun afnema ríkisstjórnir og hagkerfi einstakra aðildarríkja (sem aldrei hefði tekizt) og síðan að innleiða sameiginlegan gjaldmiðil. En eins og alltaf áður, þá er allt vanhugsað sem ESB gerir og allt sem ESB kemur nærri verður að skít.

Aztec, 25.10.2014 kl. 13:53

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er einmitt málið, Aztec, evran lækkar ekki verðlag.  Þú þarft bara fleiri evrur þar en hér.  Á meðan þú átt bara X margar evrur.

Enginn heilvita þjóðverji verslar annars staðar en heima fyrir þar sem meira fæst fyrir evruna.  Sem segir okkur eitthvað um meintan viðskiptahalla innan ESB.

Vegna fjarlægðar og ferðakostnaðar myndi okkar hagur greinilega ekki batna með því að taka upp evru.  Hvað sem hver segir!

Kolbrún Hilmars, 25.10.2014 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband