31.7.2013 | 18:36
Af hverju Snowdenar þrífast!
Einmitt núna vantar mig einn slíkan.
Eins og þeir vita sem hafa lesið bloggið mitt var bíllinn minn, ásamt bíl nágranna míns, klessukeyrður hér á bílastæðum við heimili okkar. Þetta gerðist fyrir 11 dögum. Lögreglan var kölluð til af sjónarvottum. Elskulegt fólk þar á ferð sem að auki biðu á vettvangi og fóru ekki fyrr en eftir að hafa gefið skýrslu. Þeim verður ekki nógsamlega þakkað.
Í gær fékk ég staðfestingu á því að lögregluskýrslan hefði loksins borist viðkomandi tryggingafélögum. En þegar ég bað um að fá að sjá skýrsluna, var því hafnað "vegna viðkvæmra persónuupplýsinga sem þar koma fram".
Ég meina; þarf einföld tjónaskýrsla lögreglunnar; þ.e. hver keyrði á hvern og hver er ábyrgur, að innihalda "viðkvæmar persónuupplýsingar"? Af hverju þurfa tryggingafélögin síðan að fá þær upplýsingar - en ekki tjónþolar?
Er hér um að ræða huglægar ástæður í þágu tjónvalds sem eru andstæðar hagsmunum tjónaþola?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Athugasemdir
Ætli tjónvaldurinn hafi verið opinber starfsmaður eða jafnvel (gasp) lögga?
Austmann,félagasamtök, 31.7.2013 kl. 20:24
En Kolbrún. Nú skrifar þú "Snowdena" í fyrirsögninni. Þegar njósnaforritið frá Homeland Security/CIA skannar Moggabloggið, heldurðu þá að það geri greinarmun á "Snowden" og "Snowdena"?
Ef ekki, þá ertu löngu komin á svartan lista vestanhafs. :)
En það er rétt hjá þér það væri þörf á einhverjum íslenzkum S**wd*n til að afhjúpa misferli og spillingu í íslenzkri stjórnsýslu.
Austmann,félagasamtök, 31.7.2013 kl. 20:31
Austmann, mér er alveg sama hvort tjónvaldurinn er lögga, forseti Alþingis eða Karl bretaprins. Það getur komið fyrir hvern sem er að lenda í svona óhappi. Eða næstum því.
Mér finnst bara að "viðkvæmar persónuupplýsingar" eigi ekki neitt erindi í einfaldar tjónaskýrslur af þessu tagi og furða mig á því af hverju þær eru settar þar.
Svo er líklega vissara að kalla náungann snjómanninn til þess að lenda ekki á svarta listanum vestra...
Kolbrún Hilmars, 31.7.2013 kl. 22:18
"Austmann, mér er alveg sama hvort tjónvaldurinn er lögga, forseti Alþingis eða Karl bretaprins."
Já, en það er ekki alveg sama fyrir stjórnvöld sem geta fyrirskipað persónuvernd að hafna umsóknum um innsýn.
Snjómaðurinn, já. Það er fínt. En hvað eigum við þá að kalla M*nning og Ass*nge?
Austmann,félagasamtök, 31.7.2013 kl. 22:48
Ja, nú veit ég ekki hvort svona skýrslugerð er uppálögð af stjórnvöldum til þess að geta skákað í skjóli persónuverndar? En gott væri núna að hafa snjómann til þess að grafa upp "opinberu" staðreyndirnar - mér er sama um hinar...
Kolbrún Hilmars, 1.8.2013 kl. 12:36
Annars í sambandi við að þú fáir ekki að vita neitt í sambandi við tjónamálið, þá rakst ég á grein á neytendasíðu í Ekstra Bladet, spurt og svarað. Þar stóð undir fyrirsögninni "Kørt ned af spritbilist, men må ikke få aktindsigt i sagen" þessi spurning:
"For mindre end et år siden kom min brors yngste barn voldsomt til skade i et trafikuheld. To andre kom også til skade ved sammenstødet med en person, som viste sig at være lettere spirituspåvirket. I måneder har min bror forsøgt at få adgang til sagsmappen hos politiet, men han bliver – om end venligt – afvist. Kan det virkelig passe, at man som forældre til et trafikoffer ikke har ret til aktindsigt i den sag politiet fører? Er der noget, vi kan gøre?"
Og svarið frá Forbrugerbrevkassens Ekspertpanel var: "Desværre ikke. Det er helt op til politiet at vurdere, om din bror skal tildeles aktindsigt i den aktuelle sag. Det forholder sig således, at straffesager (som dette nødvendigvis må være, når der er tale om spirituskørsel) er undtaget aktindsigt."
Það er að segja að ef ökumaður sem veldur slysi eða árekstri er undir áhrifum, þá er það sakamál, og þá fá aðilar málsins ekki að vita neitt, löggan getur neitað vegna svona undanþágu frá upplýsingaskyldu. Í þínu máli gæti þetta verið tilfellið, en það er augljóst, að bæði löggan og tryggingafélögin eru að draga lappirnar.
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 17:50
Austmann. Eftir að löggan skilaði loksins skýrslu sinni dregur enginn lappirnar lengur (nema þá mitt eigið tryggingafélag, sem veit greinilega ekki hvaða ráðgjöf það á að veita mér - enda ekki beinn aðili að málinu)
Ég hafði samband við tryggingafélag tjónvalds í gærmorgun (strax og ég fékk að vita að lögregluskýrslan hefði skilað sér). Strax um miðjan dag í gær var Krókur búinn að fjarlægja flakið til tjónaskoðunar, og um hádegisbil í dag, fékk ég tilboð um staðgreiðslu, toppverð, fyrir bílflakið, sem ég mat sem sanngjarnt miðað við aðstæður.
En örugglega er þetta rétt hjá þér, að málið endi sem sakamál. Það staðfestir sú hraðaafgreiðsla sem ég fæ núna. Eftir tæpar 2 vikur í limbó...
Kolbrún Hilmars, 1.8.2013 kl. 18:39
Til hamingju með það. Allt er gott sem endar vel, eins og Glasgow-búinn sagði, sem slapp lifandi frá Titanic.
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 20:07
Innilegar þakkir fyrir að þrauka þetta með mér, Austmann og gefa mér kost á því að "blása" í leiðinda stöðu.
Til þess að fyrirbyggja misskilning lesenda minna hér á blogginu; kossinn er ætlaður konunni þinni fyrir skynsamlegt val á lífsförunaut
Kolbrún Hilmars, 1.8.2013 kl. 20:26
Þakka þér fyrir, þetta er það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig síðan við skildum.
En ég skal vissulega skila kossinum til hennar, þótt ég verði að gera það fyrir framan núverandi eiginmann hennar. :)
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 20:44
Þú verður að afsaka að ég get ekki sett inn broskalla. Ég hef verið að nota Google Chrome síðan tölvan mín og Firefox urðu óvinir. En Moggabloggið og Google Chrome virðast ekki vera samræmanleg. Ef þú veizt hvernig á að stilla það m.t.t. broskalla og formatteringu, máttu alveg segja mér það. (K)
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 20:47
Úps! Sleppum bara einkamálunum...
Moggabloggið og Firefox smellpassa saman. Ég get hvorki notað IntExp né G.Chrome hér. Hef þó alla þrjá valkostina.
Því miður veit ég mest lítið um Internetið og vafrana þar.
Kolbrún Hilmars, 1.8.2013 kl. 21:42
Ég verð sennilega að spyrja ritstjórnina að þessu.
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 22:29
Annars var ég að grínast með eiginmanninn. Mín fyrrverandi hefur ekki gift sig aftur, þótt hún sé umsetin. Hún kann að meta frelsið, en ég hjálpa henni með ýmislegt þegar hún leyfir mér það.
Austmann,félagasamtök, 2.8.2013 kl. 00:25
Ég las einhvern tíma þá alþýðuskýringu að konur sem hefðu verið vel giftar, giftu sig ekki aftur - en karlar sem hefðu verið vel giftir, giftu sig hins vegar fljótt aftur. Sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti...
Kolbrún Hilmars, 2.8.2013 kl. 14:36
Mín fyrrverandi og ég eigum sem sagt að pipra það sem eftir er. Þá segi ég bara upp áskriftinni að stefnumótasíðunni strax.
Annars getum við prófað þessa kenningu. Bjóddu mér í kaffi og sjáum hvað gerist. En bíddu samt þangað til eiginmaður þinn er farinn úr bænum.
Austmann,félagasamtök, 2.8.2013 kl. 15:51
- lofa að bjóða þér í kaffi ef hann hreyfir sig...
Kolbrún Hilmars, 2.8.2013 kl. 17:31
Skemmtilegasta sem ég hef lesið lengi,nema óhappið vegna ákeyrlsunnar. En gott að þetta endar vel,ég hef lent í nokkrum,en á keyrslu. Þar sem ég er komin í heimsókn,verð ég að segja frá seinusta ákeyrslu atviki. Ég hef líklega ekki fylgst nægilega vel með hringtorgs akstri. Þar gildir að þú velur ytri akrein ef þú ætlar strax að beygja til hægri. Ég lenti í árekstri en þar kom þetta álitamál upp sem endaði með að ég greiddi ,,vá,, minnir 2/3 hinn aðilinn þá 1/3. En það skemmtilegasta var úr því enginn meiddist,að ungur dóttursonur minn varð hálf smeykur yfir að löggan myndi koma,ég hafði ekki ráðrúm til að segja honum að þannig gengi það fyrir sig,varð sjálf smá utanveltu með þennan dreng fatlaðan með mér. Hann sagði amma ég vil ekki fara í fangelsi:Nei,nei,það verður alls ekki vinur. Nei sagði hann svo einlægur ,,ég stal engu....
Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2013 kl. 03:41
Sæl, Helga.
Gott að þú minntist á hringtorg, því að ég hef lengi haft horn í síðu á þessum heimskulegu og stórhættulegu íslenzku hringtorga-akstursreglum sem eru algjörlega á skjön við alþjóðlegar reglur. Ég mun bráðlega skrifa færslu um þetta og sýna fram á hvað árekstrarhættan er mikil.
Austmann,félagasamtök, 3.8.2013 kl. 10:55
Eru frönsku hringtorgin eitthvað skárri?
Í París t.d. getur maður dúllað sér í innsta hring - hring eftir hring, daglangt, gefi maður ekki í botn eins og innfæddir og treðst inn í ytri raðirnar til þess að sleppa út.
Kolbrún Hilmars, 3.8.2013 kl. 13:52
Ef þú vilt sjá hvernig á að aka rétt (skv. alþjóðlegum reglum) í 2ja akreina hringtorgum, farðu þá til Bretlands eða Danmerkur.
Hins vegar þarf oft að hafa umferðarljós í 3ja akreina hringtorgum.
Já, ég veit hversu tillitslausir franskir bílstjórar eru, ekki sízt þegar maður fer inn á hraðbraut og þarf að skipta um akrein. Manni er aldrei hleypt inn, sama hvað maður hefur stefnuljós lengi.
Gott ráð: Ef þú lendir í vandræðum í Frakklandi, ALDREI biðja franska manneskju um aðstoð, það gæti kostað þig bæði aleiguna, fríið og lífið. Leitaðu að Hollendingi, þeir eru hjálpasamasta þjóð í allri Evrópu.
Austmann,félagasamtök, 3.8.2013 kl. 14:33
Stefnuljós í Frakklandi þýða "nú ætla ég" en ekki "viltu hliðra til". Það lærist fljótt þar um slóðir.
Bretarnir eru fínir; þeir setja bara upp skilti; "MERGE" og allir "merge" :)
Annars eru frakkarnir liprir ef maður reynir að babla á frönsku - nema í París, auðvitað.
Kolbrún Hilmars, 3.8.2013 kl. 14:50
Við fórum einu sinni til Frakklands 1979, akandi. Það gekk ekki vel, minnstu ekki á það ógrátandi. Franski hrokinn var ólýsanlegur, líka gagnvart þáverandi konu minni, sem þó talaði reiprennandi frönsku.
Á tíunda áratugnum byrjaði ég að ferðast aftur suður á bóginn og þá gekk það aðeins betur, þeir voru aðeins byrjaðir að læra nokkur orð á ensku. Orðið "please" og frasinn "can I be of assistance?" var samt ekki þess.
Það er rétt að þeir tala helzt ekki við fólk nema það tali fullkomna frönsku. En ég get því miður ekki getað lært frönsku, vandamálið er að ég heyri ekki muninn á þessum nefhljóðum.
Meinið er að það er sama um hvaða tungumál er að ræða, það lærist ekki almennilega nema maður búi nokkur ár í landi þar sem það er talað eða þekki einhvern innfæddan sem maður getur talað við á hverjum degi. Ég lærði rússneska stafrófið sem unglingur (og fullt af öðrum stafrófum) en það hefur ekkert þýtt fyrir mig að kaupa sjálfsnámsbækur því að ég þekki enga Rússa.
Og talandi um Rússland, þá erum við víst komin í hring á þessum Sn**den-þræði. :) Það er gott að hann fékk hæli þar, ef aðeins til að sjá viðbrögð Bandaríkjamanna, sem eru raunverulegu glæpamennirnir í þessu máli.
Austmann,félagasamtök, 3.8.2013 kl. 17:24
Já, það er við hæfi að loka hringnum í Rússlandi.
En snjómaðurinn mun ekki eiga sjö dagana sæla þar. Það verður vandlega passað uppá að hann komist ekki í tæri við rússneskar tölvur...
Líklega kenna babúskunar honum bara að prjóna?
Kolbrún Hilmars, 4.8.2013 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.