14.7.2013 | 15:38
Tvíræð samhæfing
Hvernig gengur það upp að "allir landsmenn greiði sama iðgjald" ef iðgjaldið verður 15,5% af launum en ekki föst krónutala?
Og hvernig geta lífeyrisgreiðslur til launþega orðið "jafnar" þegar einn hefur greitt 15,5% af 200 þúsund króna launum en annar 15,5% af 700 þúsund króna launum?
Er þetta eitthvað Hróa-Hattar dæmi?
Við erum nálægt samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fólk hefur ekki hugmynd hvað það er að gera, eyða tíma sínum (og okkar) í gagnslausar viðræður. Nýtt lífeyriskerfi? Nei. Það er bara verið að framlengja lífdaga dauðvona kerfis.
Flowell (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 16:07
Ahhh, þetta er jafnaðarmannastefna og allir eiga að fá það sama í eftirlaun hvort sem þú ert verkakona eða læknir.
En hvernig stendur á því að þú kannt ekki að reikna jafnaðarmannareikning Kolbrún mín? Skrópaðir þú í jafnaðarmannareiknistímum þegar þú varzt í skóla?
Það er búist við því að fólk haldi að15.5% af 200 þúsund sé sama upphæð og af 700 þúsund, þess vegna eiga allir að fá það sama í eftirlaun.
Hrói Höttur stal frá ríkisbubbum og gaf fátækum, en íslenzku lífeyirsjóðirnir stela af þeim sem hafa mentað sig og hafa svolítið meira en verkamenn en eru ekki ríkisbubbar og gefa verkamönnum.
Svona er nú að búa í kommanistaríki Kolbrún mín.
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 14.7.2013 kl. 17:07
Flowell, það hvarflaði að mér við lestur þessarar fréttar að jöfnuðurinn ætti að felast í því að lífeyrissjóðirnir sjálfir ættu að njóta góðs af þessum jöfnunaraðgerðum til þess að rétta af fjárglæfrahallann. Ekki er eitt orð um að launþeginn njóti góðs af.
Ekki skil ég heldur neitt í SA að taka þátt í þessu; launakostnaður fyrirtækja hækkar um 3,5% og ofan á það leggst svo tryggingagjaldið, nú 7.69%.
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 17:09
Jóhann, mín jafnaðarstefna byggist á því að verkamaðurinn sé verður launa sinna.
Punktur!
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 17:14
Ohhh, en það er ekki jafnaðarkonu hugsunarháttur Kolbrún mín að vilja ekki gefa öðrum það sem þú átt til fólks sem þú berð engin kennsl á.
Þú verður að fara venjast því; það sem er þitt er mitt og það sem er mitt er þitt. Manstu Kalli Max predikaði þetta fyrir mörgum árum síðan, en það virkaði ekki í gamla Sovétinu, en íslendingar eru svo klárir að þeira ættla sína heiminum að þetta var allt rétt sem Kalli Max var að predika og að enginn verði jafnari en aðrir ;>)
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 14.7.2013 kl. 17:27
Jóhann, ég hef verið kölluð öfgahægri, öfgavinstri, framsóknarkommi, jafnvel anarkisti - en aldrei fyrr krati. Ef það var það sem þú meintir hér að ofan...
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 17:56
Einmitt Kolbrún þú verður að fara að hafa kratahugsunarhátt ef þú ættlar að búa áfram á Íslandi.
Af þeim skrifum sem ég hef lesið eftir þig þá kæmi ég aldrei til með að flokka þig sem öfgvavinstri, anarkista eða framsóknarkomma.
En ég gæti séð að íslenzkir kratar mundu flokka þig sem öfgvahægri af því að þú villt ekki fylgja mottóinu "þitt er mitt og mitt er þitt:"
Kveðja frá Dubai ;>)
Jóhann Kristinsson, 14.7.2013 kl. 18:06
Svona til þess að klára þessa egótísku umræðu um mínar pólitísku skoðanir, þá er ég ekki mjög höll undir "isma".
Góðar hugmyndir koma úr öllum áttum - hægri, vinstri og miðju og ég styð slíkar alveg óháð uppruna. Jafnvel kratískar myndi ég styðja ef þær hefðu ekki verið svona arfavitlausar síðustu árin.
En þetta lífeyrissjóðarugl er að æra óstöðugan. Hvað er þetta forstjóralið eiginlega að bralla og af hverju fá launþegar sjálfir ekki að leggja orð í belg?
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 19:43
Þetta er allt í master planinu að koma öllum lífeyrissjóðunum undir Ríkið svo þeir geti greitt skuldirnar og svo láta þeir launþega fá eitthvað lítilsháttar eða það sem þeim sýnist.
Launþegar fá ekkert um þetta að segja, og verða að taka því sem koma skal.
Við erum með svipað í BNA kallað Social Security en Ríkið er búið að eyða öllu sem í þessum sjóð var og ekkert eftir nema I owe you, enda fer þessi sjóður á hausinn eftir 15 ár.
Svona fara þessir spiltu ríkisbubbar með launþega í öllum löndun enda passa þeir að þeirra menn eru við völd í ráðhúsum og þingsölum.
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 14.7.2013 kl. 19:55
jöfnuðurinn felst í því, að allir íslenskir þegnar greiði sem samsvarar 6 klukkustunda vinnu á viku. En vandinn er bara sá að núverandi gjöld launamanna eru of há.
Kristbjörn Árnason, 14.7.2013 kl. 21:11
Merkilegt að enginn skuli hafa efnt til undirskriftalista í mótmælaskyni um lífeyrismálin. Það þótti ekki mikið mál varðandi auðlindagjaldið - en ekki heyrist múkk frá neinum núna, og er þetta þó mun persónulegra og meiri áhrifavaldur á líf einstaklingsins en nokkurn tíma einhver fiskveiðiskattur.
Ég skora á viðkomandi undirskriftafrumkvöðla að taka upp þennan þráð!
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 21:15
Kristbjörn, núverandi gjöld eru of há fyrir alla þá sem hafa svo lágar lífeyrisgreiðslur að þær þurrkist út við almannatryggingagreiðslur.
Það er ekki sanngjarnt að draga 12% af launum láglaunafólks heilu eða hálfu starfsævina ef allt er síðan hirt af þeim við lífeyristöku.
Kolbrún Hilmars, 14.7.2013 kl. 21:23
Kolbrún: Í fyrri pistli (frá 2009) varpa ég fram þeirri spurningum hvort lífeyrissjóðsiðgjöld launafólks séu skattlagning í reynd og færi rök fyrir því að svo sé, ekki síst þar sem launþegar hafa sjálfir afar lítið um það að segja hvernig fénu er varið og fá það ekki allt til baka aftur á ævi sinni.
Síðar bæti ég svo við athugasemdum um að lífeyrissjóðirnir séu í reynd nokkurs konar fjárfestingasjóður ríkis og atvinnulífs (http://krisjons.blog.is/blog/krisjons/entry/941003) (Þar er krækja í fyrri pistilinn).
Kristinn Snævar Jónsson, 15.7.2013 kl. 11:00
Sæll Kristinn þessu hef ég haldið fram síðan ég stóð í samningum fyrir hönd ASÍ við bjarga þessu gjaldþrota kerfi. Fyrst 1980 og síðar 1990 í þjóðarsáttarsamningunum.
Kristbjörn Árnason, 15.7.2013 kl. 15:56
Takk fyrir þennan tengil, Kristinn. Það sem þú skrifar þarna er nákvæmlega málið í hnotskurn. Verst er að launþeginn getur ekki einu sinni "strækað" ef honum ofbýður því þá er launagreiðandi hans gerður ábyrgur.
Þetta er óþolandi ástand og öll þessi lífeyrismál eiga að fara í endurskoðun - en alls ekki af því taginu sem virðist vera í gangi núna.
Kolbrún Hilmars, 15.7.2013 kl. 18:21
Gott og styrkjandi er að sjá undirtektir ykkar, Kristbjörn og Kolbrún.
Athyglisvert er að í kvöldfréttum Sjónvarps RÚV í dag tekur talsmaður og formaður Samtaka atvinnulífsins einmitt fram að hækkun mótframlags launagreiðenda muni til lífeyrissjóða slá á kröfur launþega um launahækkanir tilsvarandi. Honum virtist ekki hugnast neitt illa þessi umræða undanfarið um hækkun iðgjalda til lífeyrissjóða. Það er skiljanlegt í ljósi þess að hækkanir iðgjalda til lífeyrissjóða styrkja atvinnulífið. Mótframlega atvinnurekenda fer nokkuð beina leið til að efla fjárfestingar atvinnulífsins. Það er í sjálfu sér ekki alslæmt þar sem það eflir atvinnulífið að öðru jöfnu og ætti þar með að efla hag launþega tilsvarandi. Þða má hins vegar ekki fara í sams konar "matador"-leik og dæmi eru um að lífeyrissjóðir tóku þátt í fyrir bankahrunið 2008.
Kristinn Snævar Jónsson, 15.7.2013 kl. 23:14
Kristinn, lífeyrissjóðunum eru skorður settar með ávöxtun/fjárfestingu. Lengst af aðeins við skráð fyrirtæki á markaði (í Kauphöll) sem eru aðeins brotabrot af starfandi fyrirtækjum í landinu.
Meðalstór fyrirtæki og minni njóta einskis góðs af þeim stuðningi. Sem þýðir að öflugustu fyrirtækin - sem jafnvel eru í samkeppni við þau minni - fá enn stærra forskot.
Minnimáttar verða greinilega alltaf undir í þessu lífeyrissjóðadæmi; ekki aðeins launþeginn heldur líka fyrirtækið sem hann vinnur hjá.
Kolbrún Hilmars, 16.7.2013 kl. 15:48
Nú gerist það í fyrsta sinn í sögunni um lífeyrissjóðina, að samtök atvinnurekenda viðurkenna nú opinberlega í fyrsta sinn í 43 ár að greiðslurnar í lífeyrissjóðina eru umsamin laun launamanna.
En þannig er auðvitað fjallað um málið við samningaborðið, málið er bar, að þessi gjöld eru allt of há. Hver launamaður verður 42 daga að vinna fyrir lífeyrissjóðagjöldum + aðra skatta.
Kristbjörn Árnason, 16.7.2013 kl. 21:56
Er ekkert athugavert við það að atvinnurekendur eru að vasast með laun launþega eftir að launin eru greidd?
Af hverju er atvinnurekendum ekki meinað að hafa menn í stjórnum lífeyrissjóða?
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 17.7.2013 kl. 03:47
Góð spurning hjá þér Jóhannes. ASÍ logaði allt í illdeilum vegna þessa í 6 ár frá 1969 til 1975. Menn sögðu sem var að þetta væru umsamin laun launamanna og því ættu atvinnurekendur ekki að vera í stjórnum lífeyrissjóðanna.
Ekki nema að þeir væru sjóðfélagar og gætu þannig átt möguleika á veru í stjórn lífeyrissjóðanna.
Lífeyrissjóðirnir eru tilkomnir vegna tilskipunar frá þáverandi ríkisstjórn sem var undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Þetta fyrirkomulag varð einnig fyrir tilskipunar þessa ráðherra.
Þetta er helsta ástæðan fyrir því að samtök atvinnurekenda viðurkenndu aldrei opinberlega að allt iðgjaldið væri í raun launamanna enda um það samið og síðan stutt með lögum. Jafnframt að allir launamenn yrðu að vera í fyrirframákveðnum lífeyrissjóðum eftir atvinnugreinum og búsetu.
ASÍ var alla tíð klofið í þessu máli og það dúkkaði upp stuttu eftir að VR fékk aðgang að ASÍ 1958.
Menn vissu auðvitað, að þetta þýddi að samtök atvinnurekenda ásamt Sjálfstæðisflokknum myndu ná yfirráðum yfir lífeyrissjóðunum sem varð skömmu síðar. Samtök atvinnurekenda eru með lítinn hóp manna menntaða í viðskiptum og eða í lögfræði sem sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna.
Kristbjörn Árnason, 17.7.2013 kl. 10:35
Takk fyrir gagnlegar upplýsingar, Kristbjörn.
Ég hlustaði í gær á útvarpsviðtal við Vilhjálm Birgisson, verkalýðsforingja á Akranesi. Hann hvatti launafólk til þess að fylgjast vel með því hvað er að gerast varðandi lífeyrismálin. Vilhjálmur nefndi tvo möguleika um fyrirhugaða hækkun lífeyrisiðgjalda; annað hvort að 3.5% færu í séreignarlífeyrissjóð eða að launafólk fengi hreinlega þessa 3,5% hækkun á launin - burtséð frá því hvort um frekari launahækkanir yrði að ræða í næstu kjarasamningum.
En hann tvítók, bæði í upphafi og lok viðtals; launafólk fylgist vel með.
Kolbrún Hilmars, 17.7.2013 kl. 13:36
Ég tók eftir því í frétt dagsins, að Mogginn kýs að taka það fram að atvinnurekendur muni greiða þessa hækkun. En launamenn aðeins 4% af launum eins og áður.
Slík framsetning blaðsins í þessari frétt er auðvitað gamli áróðurinn. Það er auðvitað óskiljanlegt að fréttamiðill kýs að blanda sinni skoðun inn í málið.
En ástæðan fyrir þessari tilhögun á sínum tíma var m.a. vegna skattahagræðis fyrir launamenn sem þá greiddu skatta af sínum lífeyri þegar hann er tekinn á eftirlaunum en ekki fyrirfram eins og margir stjórnmálamenn hafa viljað gert yrði.
Nægir að nefna hugmyndir Lilja Mósesdóttur og Bjarna Benediktssonar í því sambandi sem þýddi verulega miklu hærri skattagreiðslur fyrir launamenn í heildina séð, því eftirlaun flestra eru það lág að þau lenda í lægsta skattaþrepi og eða eru innan skattfrelsismarka.
En það var rétt sem hrökk óvart út úr munni framkvæmdastjóra SA, að það eru launamenn sem greiða allar lífeyrisgreiðslurnar enda eru launaflokkar sem þeim nemur lægri.
En það eru allir með þetta á hreinu við samningaborðið og ætti ég að vita það sem ég í tvígang tekið þátt í samningum um lífeyrissjóðamál (1980 og 1990) þegar tekist var á um að bjarga þessu fyrirbæri.
Það er reyndar mín skoðun að þetta sjóðakerfi sé gegnið sér til húðar og einhverskonar gegnisstreymiskerfi væi launamönnum miklu ódýrari. Það munu fara 42 dagar í að greiða árlegt árgjald í þetta sjóðakerfi í framtíðinni. Það er miklu betra og kostaðarminna fyrir venjulega launamenn að greiðslur í einn lífeyrissjóð á vegum Tryggingastofnunar með hækkuðum tekjuskatti.
Kristbjörn Árnason, 17.7.2013 kl. 18:26
Kristbjörn, það er rétt að aðeins hálfur sannleikurinn er sagður. Atvinnurekendur munu vissulega greiða þessi umtöluðu 3.5% en bara á kostnað launþegans eins og vant er.
Ég hef nú að mestu leyti hugsað um þessi lífeyrismál út frá sjónarmiði launþegans, en það er etv tímabært að taka sjónarmið launagreiðandans til athugunar líka.
Hversu margir launagreiðendur eru félagar í SA? Hversu hátt hlutfall launagreiðenda í landinu hefur atkvæðarétt við þetta sjálfskipaða samningaborð SA og ASÍ?
Tek undir með þér að núverandi sjóðakerfi er úrelt. Því þarf að loka og stofna eitthvað nýtt kerfi fyrir framtíðina.
Kolbrún Hilmars, 17.7.2013 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.