Þegar einar dyr lokast - opnast oft aðrar

Af hverju að flytja hvalkjötið til Japan þar sem það er - að sögn - unnið í gæludýrafóður, ef hægt er að framleiða úr því gæludýrafóður hérlendis?  

Síðan má flytja það út í neytendapakkningum fyrir gæludýrin.    Varla amast grænfriðungar við því að gæludýr heimsins fái eðalfæðu í dallinn sinn?


mbl.is „Sýnist að þessu sé sjálfhætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við getum nýtt betur annað sem til fellur en hvalaafurðir. Af hverju er verið að farga ýmsu sem fellur til í sláturtíðinni á haustin?

Svo er fiskmetið en kettir eru arfavitlausir í það og margt fellur til.

Er ekki heimska að leggja út í vitaóþarfa kostnað?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2013 kl. 23:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Guðjón, við eigum að nýta allt sem til fellur. 

En þessi gæludýramarkaður er stórlega vanræktur.  Það sést vel ef að er gáð í stórmörkuðunum.  Heilu hillurekkarnir þar af rándýru innfluttu gæludýrafóðri. 

Innlend framleiðsla myndi ekki aðeins skapa vinnu og nýta hráefnið heldur líka spara gjaldeyri.  Svo er alltaf möguleiki á því að skapa gjaldeyri - með útflutningi.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2013 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband