Stormur í vatnsglasi?

Mikið fjaðrafok hefur verið gert vegna meintra "skattsvika" forseta Íslands.

Veit fólk ekki að forsetinn er undanþeginn greiðslu allra beinna sem óbeinna skatta, tolla og virðisaukaskatts.  ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er víst nýbúið að afnema skattfríðinndi forseta. En heimilisfesta maka hefur hingað til verið einkamál stjórnmálamanna, jafnvel þó þeir fái verulegar launahækkanir fyrir að flytja lögheimili sitt.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2013 kl. 16:17

2 identicon

Stormur í kampavínsglasi!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 17:27

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, ég hef verið að fletta upp í lögum um skattfríðindin og finn ekkert nema tilvísanir um breytingar á gömlu lögunum (2.gr.2.mgr. fellur brott, 1.töluliður 4.gr. fellur brott, 1.töluliður 1.mgr.3.gr.fellur brott - osfrv, osfrv.)  Ekkert nýtt þar, þetta virðist vera viðtekin venja við lagabreytingar.

Á meðan ekki er hægt að gefa út ný heildstæð skiljanleg lög um málefnið, er ekki hægt að ætlast til þess að við skiljum hvaða lög eru í rauninni í gildi, eða getum fylgt þeim.  Má þó vera að það sé markmiðið í sjálfu sér.

Kolbrún Hilmars, 16.6.2013 kl. 18:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Annars skiptir það í rauninni ekki máli hvernig skattfríðindum forsetans er háttað; það er alveg öruggt að hann greiðir allt það sem honum er ætlað.

Kolbrún Hilmars, 16.6.2013 kl. 20:43

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim sést ekki fyrir í ákafanum að leggja stein í götu andstæðinga ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2013 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband