Bílflautur í gúrkutíð

Eins og fleiri bíð ég spennt eftir nýrri stjórnarmyndun.  En þar sem ekkert er að frétta úr þeirri átt ennþá, má stytta sér stundir við að skrifa "reynslusögur úr daglega lífinu" - eins og það er kallað.

Fór með bílinn minn í skoðun um daginn.   Það er tiltölulega einfalt; svipað og að fara til læknis, og láta sérfræðinginn um ástandsmatið.  Sem er eins gott því ég hef ennþá minna vit á bílum núna en hér áður fyrr  eftir alla þessa tölvuvæðingu.

Var hamingjusöm með að fá fulla skoðun - en það fór ein athugasemd á hinn langa skoðunartékklista:  "Flautan er biluð".

Nú er bíllinn minn kominn á sjötta aldursár.  Fínn sjálfskiptur smábíll sem aldrei hefur bilað.   Með naumindum gat  ég stillt mig um að spyrja skoðunarmanninn HVAR flautan væri...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skemmtileg saga.Það er nú með þessa nýlegri bíla með vélar sem er ein allsherjar tölva og venjuleg verkstæði hafa ekki kóðann sem þarf til að lesa hvað er að drallinu,sé það í vélinni. Þar sem maður kaupir ekki bíl nema á margra ára fresti,uppgötvar maður nýungarnar seint og illa. Það er ekki mikið um bifvélavirkja með skrúflykla og járn,eins og fyrr. Það hafa ekki verið margir fyrir þér á keyrslu,ekki svo hættulega að þú þyrftir að beita flautunni. Sem betur fer er sá ósiður að flauta af minnsta tilefni nær hætt. En gæti það verið öryggið sem vantar,? Mb.KV.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2013 kl. 00:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Helga mín.  Ég var nú eiginlega að velta fyrir mér hvort blessuð flautan hefði verið biluð frá upphafi því ég fann hana aldrei!  Og væri bara tilviljun að tékkað var á henni núna.

Annars veit maður aldrei með þessa frönsku bíla.  Leiðbeiningarbæklingurinn sem fylgdi "nýja" bílnum á sínum tíma tilheyrði t.d. allt öðru módeli (af sömu tegund).  Það er því ýmislegt fleira sniðugt sem ég hef aldrei fundið í bílnum 

Kolbrún Hilmars, 14.5.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband