Kjördagur og kjörstaður

Eins og venjulega mætti ég á kjörstað í morgun á ellefta tímanum.  Mér sýndist kjörsókn, miðað við umferð kjósenda, ósköp svipuð og við kosningar á síðustu árum.   Sem voru reyndar fleiri en við eigum að venjast; auk kosninga til þings og sveitastjórna bæði þjóðaratkvæðagreiðslur og forsetakosningar.

Í þetta sinn sást ekki til sólar og rigndi svolítið, en það var ekkert slagviðri sem fólk virtist setja fyrir sig.  Eitt eða tvö kvikmyndagengi voru á göngunum, en líklega voru öll bitastæð mynd- og viðtalsefni komin og farin, svo við hin sluppum án áreitis.

Þeim til huggunar, sem eiga eftir að kjósa, þá er kjörseðillinn afskaplega einfaldur og vel hannaður miðað við umfang framboða.  Ekkert í líkingu við ósköpin í stjórnlagaþingskosningunum forðum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband