Útsalan á Grikklandi að hefjast

Stefna ESB og AGS hefur verið að heimta einkavæðingu ríkiseigna Grikklands.   Sú einkavæðing þýðir auðvitað að ríkiseignir landsins verði seldar hæstbjóðanda og að andvirðið verði greitt innheimtumönnum ESB og AGS.

Er það virkilega vilji ESB að Kínverjar eignist Grikkland?  Eða hvaða aðra ESB þjóð sem er, eins og líkur benda til að gæti orðið þrautalending annarra jaðarríkja í vanda.

Hvað hefur þá orðið um skjólið innan ESB sem ESB sinnar mæra sem mest? 


mbl.is Kínverjar vilja kaupa gríska flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hlýtur að enda með byltingu í Grikklandi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 18:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Grikkir eru vísir til þess - enda vanir menn í þeim efnum. 

Alvarlegt þó að ESB standi á sama þótt aðildarþjóðirnar séu seldar "út-úr-sambandinu".  Bendir til samþjöppunar alþjóðlega fjármálavaldsins frekar en þjóðanna innan ESB.

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 14:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hlýtur að vera peningaskjól!

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2013 kl. 03:03

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Reynsla Grikkja af sölu hafnarinnar í Píreus til Kínverja er ekki beinlínis góð. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 22.4.2013 kl. 06:25

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ágúst, ég sá einmitt myndbandið með viðtali við kínverska framkvæmdastjórann og hafnarverkamennina í Pireus.  Grikkirnir virtust ekki par hrifnir.  Lofar ekki góðu hvað varðar flugvellina.

Helga, þetta snýst allt um peninga - ekki bræðralag.

Kolbrún Hilmars, 22.4.2013 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband