Samstarfsmenn í Noregi

Hvað á frú Damanaki við með því að ESB eigi samstarfsmenn í Noregi?   Þjóð sem er ekki aðildarþjóð ESB frekar en þær tvær þjóðir sem ESB apparatið vill  beita viðskiptaþvingunum í því skyni að meina þeim að nýta sína eigin lögformlegu landhelgi.

Það væri fróðlegt að fá það upp á borðið hverjir þessir norsku samstarfsmenn ESB eru.

 


mbl.is Viðskiptaþvinganir enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hmmm Kolbrún, hún þarna Damanaki er ósköp lítið inni pólitíkinni og ekkert inni í "fiskeripolitiken" í Noregi. Konu greijið er bara handbendi og þetta vita flestir og er það illa þar sem þetta stóra mál þarf á skörpu fólki að halda. Getur þú ekki potað henni út í sjó?

Eyjólfur Jónsson, 18.4.2013 kl. 19:50

2 Smámynd: Birnuson

Röng þýðing. Maria hefur vafalítið notað orðið „colleagues“ og þýðingin hefði átt að vera „ásamt starfssystkinum okkar í Noregi“.

Birnuson, 18.4.2013 kl. 23:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Birnuson, mér finnst nú sama merkingin í "starfssystkinum" og "samstarfsmönnum" og hvoru tveggja jafngild þýðing á "colleagues".

Hafi Damanaki notað orðið "colleagues" ætli hún eigi þá ekki við þá sem stýra sjávarútvegi í Noregi?   En Noregur er óneitanlega helsti samkeppnisaðili Íslands á fiskmarkaði í Evrópu og viðskiptaþvinganir norskum eflaust hagkvæmari en jafnvel sjálfu ESB.

Eyjólfur, er frúin ekki bara dæmigerður ESB embættismaður?

Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 11:38

4 Smámynd: Birnuson

Orðin „starfssystkin“ og „samstarfsmaður“ eru vissulega jafngildar þýðingar á colleague. Það er einmitt það sem ég átti við. Þau eru hins vegar ekki sömu merkingar.

Starfssystkin merkir öll þau sem tilheyra sömu starfsgrein, jafnvel þó að þau hafi aldrei hitzt og viti ekki hvert af öðru (orðabókarmerking á ensku „a fellow member of a profession“).

Samstarfsmenn merkir fólk sem vinnur saman (orðabókarmerking á ensku „a fellow worker“).

Mér finnst líklegra að Maria hafi átt við hið fyrrnefnda, þ.e.—eins og þú segir—þá sem stýra sjávarútvegi í Noregi.

Með kveðju,  /B

Birnuson, 19.4.2013 kl. 13:12

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér datt fyrst í hug að Damanaki hefði notað orðið "collaborator" - en í því felst mun neikvæðari merking um samstarfsmenn, svo ég vildi nú ekki ganga út frá því.

Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 13:41

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af því ég er hér,geri ég mig heimakomna og ,,sponnera,, nafn ESB.-frúarinnar,,, Danamaki. Við byrjuðum á þessu á leið til Hafnar í Hornafirði,með rútu fulla af ókyrrum fótboltastrákum frá 10-12 ára. Víxluðum stöfum í samnöfnum,t.d. keyrðum framhjá ,,stór klettur,sem varð kór slettur,entist í ca klt.,.þá var tekið til við að tuskast á ný.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2013 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband