9.3.2013 | 20:32
Óskiljanleg tvöfeldni
Sami hópur er spurður tveggja efnislega skyldra spurninga og svörin eru misvísandi.
70% segjast á móti ESB aðild, 30% meðmæltir.
Afgerandi afstaða.
44,5% vilja draga viðræður til baka, 43,5% ekki.
Ekki marktækur munur.
Hvað er eiginlega í gangi?
Meirihluti áfram andsnúinn aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það ekki einfaldlega vegna þess að fólki hefur verið talin trú um að það sé eitthvað samningaferli í gangi? Væri ekki hissa ef svo væri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2013 kl. 22:20
Það sem er í gangi er að einhver hluti þjóðarinnar útilokar ekki að skipta um skoðun þegar þeir hafa heyrt hvað stendur til boða og hvaða áhrif já/nei kemur til með að hafa á framtíð lands og þjóðar. Meðfædd einangrunargen Íslendinga ná ekki alveg að kæfa heilbrigða skinsemi hjá öllum. Sumir eru ennþá að leita eftir bættum hag og bjartari framtíð.
Ufsi (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 04:09
".....meðfædd einangrunargen....!" Var spurt um hvort við ættum að einangrast? Kannski væri nú ráð að kanna hvaða áhrif blekkingaáróður landsölusinna er búinn að hafa á þjóðina og spyrja:--Viltu að Ísland verði áfram einangrað úti í Atlantshafi án samskipta og viðskiptasamninga við umheiminn?
Telur þú að við ættum að temja okkur lifnaðarhætti Evrópubúa, fá okkur síma, gefa út blöð, taka í notkun vatnssalerni og jafnvel að sjóða fiskinn áður en við borðum hann?
Svo væri kannski ráð að kenna ungmennum að skammast sín og minnka með því hættuna á glórulausu bulli.
Svo er fólki sem vill "bættan hag og bjartari framtíð" opin leið til Grikklands, Ítalíu, Portúgal eða bara hvert sem er innan sæluríkja ESB.
Árni Gunnarsson, 10.3.2013 kl. 09:19
Þetta hjal um einangrunarsinna og einangrunargen íslendinga er orðið ansi lúin lumma. Það á ekkert skylt við einangrunarmennsku að vilja halda óskertu fullveldi landsins. Sem náðist svo sannarlega ekki baráttulaust.
Líklega er engin þjóð jafnmikið á faraldsfæti um heiminn og einmitt íslendingar. Og það væri allt of langt mál að telja hér upp allar þær stofnanir, félög og ráð heimsins sem Ísland er virkur þátttakandi í. (Fróðleiksfúsir geta heimsótt vefsíðu utanríkisráðuneytisins og orðið nokkurs vísari.)
Alþingi væri nær að stöðva aðildarviðræðurnar nú þegar, enda er enginn sómi að því fyrir þjóðina að draga viðræðurnar á langinn til þess eins að kría út svokallaða "aðlögunarstyrki".
Kolbrún Hilmars, 10.3.2013 kl. 13:31
Það er einnig orðin ansi lúin lumma að vera sífellt að rugla saman fullveldi landsins og samvinnu við önnur ríki og stofnanir. Og það væri allt of langt mál að telja hér upp allar þær stofnanir, félög og ráð heimsins sem Ísland er virkur þátttakandi í þrátt fyrir mikla andstöu við þátttökuna í upphafi og hræðslu við fullveldismissi. Samningar sem náðust svo sannarlega ekki allir baráttulaust. Eðli Íslendinga hefur verið ljóst frá því fjölmennt var til Reykjavíkur til að mótmæla símatengingu við útlönd 1906.
Árni, við tömdum okkur lifnaðarhætti Evrópubúa, fengum okkur síma, gefum út blöð, tókum í notkun vatnssalerni og tileinkuðum okkur steikingu, grillun og kökubakstur. Þrátt fyrir mótlæti og úrtölur þeirra sem vildu halda í gamla siði og venjur.
Svo væri kannski ráð að kenna elliærum gamalmennum að skammast sín og minnka með því hættuna á glórulausu bulli.
Svo er fólki sem vill halda í það sem þeir kalla fullveldi og getur ekki séð sig sem hluta af stærri heild opin leið til draumaríkisins Norður Kóreu.
Ufsi (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 14:21
Ufsi minn, þú hrærir öllu saman, fullveldi og samvinnu við aðrar þjóðir og klykkir svo út með að nefna símamálið góða - sem er reyndar gott dæmi um þann hrærigraut.
Mótmælin vegna ritsímans stöfuðu ekki af "einangrunarhyggju" heldur ágreiningi um aðferðir. Þeir sem mótmæltu ritsímanum vildu loftskeytasamband vegna þess að þeir töldu það mun ódýrari kost en hinn.
Kolbrún Hilmars, 10.3.2013 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.