19.2.2013 | 15:01
Má ekki bjóða fátækum hvalkjöt?
Fátækir eiga betra skilið en afgangana sem hinum "ríku" er ekki bjóðandi.
Auðvitað er ljótt að henda mat, en mér þætti betra að fátækum yrði boðið ódýrt hvalkjöt, ferskt og heilnæmt sjávarmeti, en ódýrt hrossakjöt af vafasömum uppruna.
Fátækir fái hrossakjötsréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert að hrossakjöti.
Ég get sagt að ég sé alinn upp á hrossakjöti. Mínir foreldrar keyptu hest á haustinn og það var saltað og restinn fór í frost. Þetta var borðað yfir veturinn tvisvar þrisvar í viku og var búið að vori.
Ég hef verið heilsuhraustur í þessi 62 ár sem ég hef verið á lífi, þannig að ekki hefur hrossakjötsátið haft slæm áhrif á mig.
Hit er svo annað mál að selja hrossakjöt sem nautakjöt er þjófnaður.
Ég sá í Móatúni núna í haust að kílóið af hrossakjöti var rétt yfir 300 krónur, en kílóið af nautakjöti var yfir 3000 krónur.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 19.2.2013 kl. 15:40
Jóhann, þú veist hvaðan þitt hrossakjöt kom og þeir í Nóatúni vita áreiðanlega líka hvað þeir eru að selja.
En þetta meginlandsdæmi virðist ekki aðeins snúast um að selja hrossakjöt sem nautakjöt. Meira að segja Svíarnir eru farnir að leita að hestunum sínum...
Kolbrún Hilmars, 19.2.2013 kl. 16:01
.. ekkert að því að borða hrossakjöt .. kanski verra þegar því er smyglað í "kjötborðið" fullt af "fúkkalyfjum" og öðru svipuðu
Jón Snæbjörnsson, 19.2.2013 kl. 16:56
Jón,
Það getur ekki verið að kjötið sé fullt af fúkkalyfjum og öðru svipuðu, þetta er einhver misskilningur hjá þér.
ESB var búið að skoða þetta allt saman og við vitum öll hvað ESB er flott og gott.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.2.2013 kl. 17:30
Kolbrún,
Treitir þú ekki kjötskoðunum ESB?
Ég hélt að allt væri svo gott og flott hjá þeim þarna í Brussel og ESB léti ekki ónýtt kjöt fara framhjá sér.
Ha hvað meinar þú? Ertu að halda því fram að ESB þekki ekki muninn á hrossakjöti og nautakjöti? Hvernig dettur þér þetta í hug? ;>)
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 19.2.2013 kl. 17:35
Sæll Jóhann. Þetta er ekki endilega spurning hvort hrossakjöt sé vont eða gott kjöt... Sú besta steik sem ég hef fengið var folaldafillet medium rare... en hins vegar er málið það að það er ekki sjens að þetta kjöt sem verið er að nota sé vottað. Ekki það, hrossakjöt er ekki mjög líklegt að mér skilst til þess að sýkja manninn af einhverjum viðbjóði.
En eins og Jón bendir á, þá vitum við ekkert hvaða lyf hrossin hafa fengið, eða hvort eitthvað hafi hrjáð þau. Séu þetta til að mynda glæpasamtök sem standa á bak við þetta, þá er líklegt að þeim sé andskotans sama hvort það sé eitthvað að hrossunum, þeir vilja bara aurinn. Ef þetta væri t.d. svínakjöt, þá væri þetta nú töluvert verra.
En ef þetta er í lagi, þá finnst mér alveg rétt að bjóða þeim sem vilja þetta kjöt (reynist það vera í góðu lagi) frítt, þar sem þessu á að farga hvort eða er. Förgun á mat er fáranlega mikil, sem er auðvitað lítið annað en algjört rugl, miðað við ástand í sumum löndum.
ViceRoy, 19.2.2013 kl. 19:51
Jóhann, ég er svo sannfærð um allt-um-lykjandi visku ESB að ég kaupi ekki einu sinni agúrkur nema þær séu þráðbeinar og banana vil ég ekki sjá nema þeir séu sæmilega stórvaxnir og örugglega ekki ræktaðir á Madeira.
Trúlega þekkja bírókratarnir samt ekki muninn á hrossi og nauti í kjötborðinu - en hvalinn ætti nú jafnvel þeir heimskustu þeirra að þekkja á lyktinni. Líklega er það ástæðan fyrir því að þeir vilja banna hvalveiðar; ekki hægt að svindla neitt með hvalkjötið.
Kolbrún Hilmars, 19.2.2013 kl. 20:38
Sennilega Kolbrún mín sennilega.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 20.2.2013 kl. 00:07
Missti ég af einhverju..??? Hvað er að Madeira..???
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 00:59
Og hvernig með alla hormonana í nautakjötinu?
Ég er ekki frá því að hormónanautakjöt braðist betur og ég ét alveg óhemju af þessu.
ViceRoy, farðu aldrei í kjötvinslu fyirtæki til að sjá hvernig pulsur eru búnar til, þú mundir aldrei borða pulsur eftir það.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 20.2.2013 kl. 02:54
Sigurður, á Madeira er ræktuð smærri bananategund en reglugerð ESB fyrirskipar.
Kolbrún Hilmars, 20.2.2013 kl. 09:46
Jóhann, var nú alls ekki að reyna að skjóta þig í kaf eða neitt þv´í líkt :) var bara að benda þér á það sem ég sá út úr þessu.
:) finnst nú pylsur ekki það góðar að ég éti þær oft... en ég missi heldur ekki matalyst svo auðveldlega að ég efast um að ég myndi láta framleiðsluferli fara í taugarnar á mér, en ég læt þig vita :D hehe
ViceRoy, 24.2.2013 kl. 11:38
Ok ViceRoy, sumir geta étið súrsaða hrútspunga en það get ég ekki, aðrir geta ekki étið snáka en það get ég.
Þetta er nú svo persónulegt hvað fólk getur étið, þannig að ég kippi mér nú ekki upp við smá ákúrur, enda ef fólk er með þunt skinn so to speak þá á það ekki að vera skrifa pistla og/eða athugasemdir á blogginu, því þau eru svo mörg internettröllin.
Þannig að þér er óhætt að skjóta á mig og ef það er ekki málefnalegt, þá læt ég það eins og vind um eyru þjóta. En ég hef bara gaman að því að eins og ég kalla það prumpa á blogginu.
Kveðja frá London Gatwick
Jóhann Kristinsson, 24.2.2013 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.