Utanríkisráðherra góður!

Á sama tíma og slegið er upp í heimsfréttunum að ESB hafi sest að samningaborði með USA fyrir tvíhliða samningagerð segir ráðherrann að ESB sé orðið hundleitt á EES og tvíhliða samningi við Sviss.

Auðvitað er ESB apparatinu önugt að eiga yfirhöfuð einhverja viðskiptasamninga við smáríki sem engu máli skipta það og eru sítuðandi í þokkabót!

Er ráðherrann með þessum orðum að boða aflagningu EES samningsins?


mbl.is „ESB hundleitt á EES-samningnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það veit enginn hvað þessi maður er að pæla, ef til heldur hann að ef smjaður dugi ekki þá virki hótanir betur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 16:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í mínum eyrum hljómar þetta eins og loforð - ekki hótun   

EFTA ríkin ættu bara að bíða róleg eftir tvíhliða ESB/USA samningi og krefjast síðan sömu viðskiptakjara.

Kolbrún Hilmars, 14.2.2013 kl. 16:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að hann sé að hóta okkur ESBandstæðingsösnunum að ef við göngum ekki inn þá... sko......

Tek annars undir með þér, það er besta ráðið að bíða bara róleg og sjá til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 16:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Össur er meinlaus - aðeins sendisveinn.  Hann ræður engu í ESB og næstum því engu hérlendis, lengur.

En það má hann eiga að ekki skortir hann dugnaðinn til þess að flytja boðin á milli.  Verst að hvorugur málsaðilinn getur treyst því að rétt sé með þau farið.

Kolbrún Hilmars, 14.2.2013 kl. 18:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband