8.2.2013 | 15:49
ESB þegnar hælisleitendur?
29 Króatar hafa leitað hælis á Íslandi á síðustu tveim mánuðum. Króatar, sem tilheyra nýjustu ESB þjóðinni.
Af hverju kemur fólkið ekki hingað til lands í atvinnuleit samkvæmt EES samningnum eins og aðrir ESB/EES þegnar ef atvinnuleysi er málið?
Hvaða harðræði er fólkið að flýja? Síðast en ekki síst - eru Króatarnir fullgildir "hælisleitendur".
Viðurkenni að ég er svolítið hissa á þessum fréttum.
Margir Króatar vilja hæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta segir sína sögu. En þar fyrir utan eru króatar og serbar gott og harðduglegt fólk sem myndu verða hér fyrirmyndarborgarar. M'er er málið skyld því tengdadóttir mín er króati og serbi getin í blönduðu hjónabandi.
Ef til vill er ekki eins mikil dýrð í ESB og okkar einfeldningar vilja vera láta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 16:23
Accession of Croatia to the European Union - Wikipedia, the free ...
Sæmundur G. Halldórsson , 8.2.2013 kl. 16:54
Samy, þú svarar ekki meginspurningunni; eru Króatar réttmætir hælisleitendur?
Að öðru leyti sýnist mér að blessað fólkið vilji ekki bíða fram í júlí til þess að kynnast dýrðinni sem kemur frá Brussel.
Ásthildur, efast ekki um að hér á í hlut hið ágætasta fólk - en af hverju heldur það að hér geti það leitað hælis? Frá hverju svosem - frá ESB sjálfu er ekki afsökun, sjálfu friðarbandalaginu.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2013 kl. 17:36
Ég veit um móður tengdadóttur minna sem gjarnan vill flytja hingað til að vera nálægt fjölskyldunni, lífið þarna er erfitt og baráttan hörð, engir peningar milli handa nema rétt til að skrimta. Held að málið sé að við erum álitin góður kostur til búsetu, þvert á endalausar yfirlýsingar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Þetta fólk sér örugglega eitthvað annað en svartnætti hjá þessari litlu þjóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 17:58
Þetta eru zígaunar og það á að útvísa þeim nú þegar.
Venjulegt fólk kemur hingað í atvinnuleit, en ekki sem hælisleitendur.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 18:24
Efnahagsflóttamenn eru ekki hælisleitendur í skilningi SÞ. Tengdamömmur fá áreiðanlega landvistarleyfi á mannúðarforsendum, en þá er það ekki íslenskra skattgreiðenda að standa undir framfærslunni, heldur fjölskyldunnar.
Einhvers staðar verður að draga mörkin, ekki síst þegar okkar eigið gamla fólk er orðið hornrekur líkt og forðum þegar engin var samtryggingin.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2013 kl. 18:28
Það hefur ekki komið til tals að íslenska ríkið beri neina byrgðar af þessari ágætu konu. Eina sem hún og fjölskyldan vill er að hún fái að dvelja hjá börnum og barnabörnum, en það er víst einhver vanhöld á því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 18:33
Ásthildur, eitthvað stemmir samt ekki varðandi þetta tengdamömmumál. Gæti það hafa strandað á tryggingamálum? Íslenskar mömmur hafa sína hentisemi varðandi dvöl hjá börnum erlendis á meðan þær geta veifað íslensku tryggingavottorði.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2013 kl. 18:50
Hún má dvelja hér í 3 mánuði, en ekki lengur. Það var sárt að horfa upp á þegar hún fór núna í haust heim aftur með tárin í augunum að þurfa að sjá af barnabörnunum, þangað til næst, og hún hefur ekki mikil efni á að koma fyrst um sinn aftur. Þannig eru íslensk lög bara gagnvart svona málum. Þar er ekki mikil sanngirni eða skilningur á fjölskylduböndum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 20:08
Kolbrún. Þegar ég las þessa frétt þá hrökk ég dálítið við af sömu ástæðum og þú. Mér kom þetta mjög spánskt fyrir sjónir.
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2013 kl. 17:30
Ég hafði líka í bakþankanum hvort þetta hefði verið ástæðan þegar forstöðumaður Útlendingaeftirlitsins tjáði sig um vaxandi fjölda "efnahagsflóttamanna" hér um daginn og var í kjölfarið tekin á teppið hjá innanríkisráðherranum.
Kolbrún Hilmars, 9.2.2013 kl. 18:02
Það er meira en líklegt...
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2013 kl. 18:50
Óneitanlega hef ég nokkrar áhyggjur af þróun þessara mála. Rúmlega einn útlendingur hefur sótt um hæli á dag það sem af er árinu. Hver margir skyldu hafa óskað eftir hæli í árslok? Munum við ráða við það? Hugsanlega er ástæðan fyrir þeirri fjölgun flóttamanna sem banka upp á hjá okkur sú að Ísland hefur undanfarið verið meira í sviðsljósinu en áður, þegar kuldalegt nafnið á landinu veitti okkur ákveðna vernd.
Vissulega býr fólk við mjög bág kjör víða, miklu verri en flestir Íslendinga. Því kynntist ég þegar ég starfaði í smá tíma fyrir hálfu öðru ári í Kenya, en þar er fátæktin mikil og sár. Það er því með hálfum hug sem ég skrifa þessar línur. En, við verðum að velta því fyrir okkur hve mörgum flóttamönnum við getum tekið sómasamlega á móti árlega, veitt þeim húsaskjól og atvinnu, og aðstoðað við að samlagast íslensku umhverfi, m.a. með því að kenna þeim tungumálið okkar. Að kenna þeim íslensku er mikilvægara en flest annað, því að öðrum kosti er nokkuð víst að þeir einangrist og lendi utangátta í þjóðfélaginu.
Við verðum að gæta okkar vel á því að lenda ekki í sömu vandræðum og t.d. frændur okkar í Skandinavíu.
Ég hef lengi haft þá skoðun að við eigum að taka upp virkt landamæraeftirlit, jafnvel þó það kosti okkur úrsögn úr Schengen. Hvorki Bretar né Írar taka þátt í Schengen samstarfinu, enda er land þeirra eyja, eins og Ísland.
Ég hef a.m.k tvisvar fjallað um veru okkar í Schengen, 2008 og 2009. Sjá hér og hér.
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2013 kl. 21:42
Er sammála þessu, Ágúst. Umsóknir hælisleitenda þarf að afgreiða fljótt og vel og láta raunverulega flóttamenn ganga fyrir efnahagsflóttamönnum.
Vandamál okkar er stærð þjóðarinnar. Okkur eru takmörk sett þar sem íslendingar á vinnumarkaði eru aðeins um 170 þúsund - að meðtöldu hlutavinnufólki. Þrátt fyrir það hefur þessum vinnandi höndum tekist að viðhalda þokkalegu samfélagi að vestrænu viðmiði.
Eflaust skiptir það sköpum að hérlendis hafa íbúarnir aldrei átt í sífelldum stríðsátökum, þar sem vopnakaup ganga fyrir matvælum og velferð íbúanna. Hér er ekki einu sinni heimavarnarlið, hvað þá her.
Við verðum að fara varlega ef við viljum halda samfélaginu þannig til framtíðar.
Kolbrún Hilmars, 10.2.2013 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.