Auðvitað eiga stjórnarflokkarnir samleið

... það eina sem vantar er að þeir sameinist.   Eins og reyndar forysta VG hefur ymprað á áður; að mynda kosningabandalag í næstu þingkosningum.  Heiðarlegast væri samt að ganga endanlega í eina flokkssæng.

Alvöru vinstri menn hafa nú boðað að nýtt vinstri framboð sé í undirbúningi; Alþýðufylkingin.   Þar með verður Vinstri grænum krötum ofaukið.

 


mbl.is Sýnir að flokkarnir eiga samleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér tókst ekki að setja inn beinan tengil á nýja flokkinn, svo ég bæti slóðinni við hér:

http://www.althydufylkingin.blogspot.com

Kolbrún Hilmars, 14.1.2013 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér þykir afar trúlegt að Jón Bjarnason fari í framboð fyrir þann flokk.  En þeirra samleið VG og Samfylking verður sennilega í stjórnarandstöðu.  Vona það alla vega.  Þetta er komið gott af undanbrögðum, falsi og fláræði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 17:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki veit ég hvað Jón Bjarnason gerir, en forystu VG hefur tekist vel til með að hrekja frá sér kosningafylgið og kjörna fulltrúa síðustu þingkosninga.

Er í rauninni miklu spenntari fyrir að sjá hvað Ögmundur gerir - hann er síðasta vígi flokkssamþykktanna - og agnúi á vegferð forystunnar.

Kolbrún Hilmars, 14.1.2013 kl. 19:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er farin að efast um það.  Ögmundur virðist bara vera kerfiskarl sem hugsar bara um að halda sér í stólnum.  Því miður, þá hallast ég að því eftir því sem hann framkvæmir meira.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 20:47

5 identicon

Þvílík ömurleg samkunda þetta alþingi.

Ég hélt að Össur væri verstur. Hann segir þó það sem hann meinar, og engar refjar.

Afhverju dettur mér alltaf í hug heykvísl og tvö horn þegar ég sé andlit á flokksformanni einum?

jóhanna (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 20:59

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það eina sem hann Steingrímur lætur ósagt núna er að hann er þegar í enda er komið ekki bundinn einu eða neinu öðru en eigin sannfæringu...

Sem segir okkur að þetta eru innantóm orð sem frá honum koma, og hafa ekkert annað gildi en að plata fólk til sín í von umatkvæði...

Það er vonandi að fólk láti ekki plata sig svona íllilega aftur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2013 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband