Fáum við þá gömlu góðu glóperurnar aftur?

Þær eru skaðlausar og innihalda ekki kvikasilfur. 

Það gera hins vegar þessar lögboðnu sparperur ESB.

 

 

 


mbl.is Dregið úr losun kvikasilfurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski verður þetta til þess að sparperurnar verði bannaðar.

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2013 kl. 17:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og hvað gerum við þá, Ágúst, glóperurnar eru enn bannaðar?

Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 17:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef menn vilja vera samkvæmir sjálfum sér, hljóta þeir að banna sparperurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 18:29

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég keypti dýra LED peru fyrir nokkru. Langaði að prófa þessa tækni. Því miður flöktir ljósið svo mikið að peran er nú notuð sem loftljós í bílskúrnum. Tæknin lofar samt góðu.

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2013 kl. 20:03

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ágúst, eru þessar LED perur ekki framleiddar í USA? 

LED perurnar eru ekki með kvikasilfri og meinlausar, en rándýrar eins og þú segir.   Verra ef þær verða svo gagnslitlar með eilífu flökti.  Það skemmir bara sjónina í fólki.

Ég sé fyrir mér að perumálin verði ESB erfið á næstunni.

Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 20:25

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Frábært, ... grútarlampana og hákarlalýsið aftur !

Græningjarnir og náttúrufólkið hlýtur að dansa af gleði, ... ó, - dásamlegt, allt svo vistvænt og gott, engin mengun, ekkert kvikasilfur, engar banvænar gróðurhúsa lofttegundir, engin hnattræn hlýnun, engar perur, ekkert rafmagn !

Mikið er þetta yndislegt, ... Mjallhvít og dvergarnir eru á leiðinni til þess að heimsækja umhverfisverndarfólkið, ... ó, hve þetta er allt yndislegt og dásamlegt. !!! ???

Tryggvi Helgason, 20.1.2013 kl. 00:59

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Kolbrún. Þessi flöktandi LED pera sem ég keypti var frá stóru alþjóðlegu fyrirtæki, en "made in China".  Sjálfsagt hefur þetta verið gallað eintak sem ég fékk. Fyrir utan flöktið þá var birtan frá perunni góð.

Bæði í LED-perum og smáflúrperum er (hvort tveggja eru "sparperur") er flókin rafeindarás sem lækkar spennuna frá 230V niður í lágspennu. Þetta er líklega sá hluti sem heldur verðinu uppi. Einn hvimleiður ókostur við svona perur er hve mikið þær trufla útvarpstæki á stuttbylgju og jafnvel sjónvarpstæki, en því á þessi rafeindabúnaður  í sparperunum sök.  Þetta er líka mengun.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2013 kl. 09:09

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það er ekki öfundsvert að vera heittrúaður "grænn" og vilja jafnframt nútímagæði.

Einhverja orku þarf líkast til að framleiða þennan rafeindabúnað og málminn og plastið sem í hann er notaður.   Líka þarf orku til þess að vinna kvikasilfrið í sparperurnar.  Að öllum líkindum sjaldnast "vistvæna" orku.

Held að Edison verði varla skákað í bráð.

Kolbrún Hilmars, 21.1.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband