18.12.2012 | 19:09
Ljótt að tefja fyrir vegtyllum?
Af hverju ætti sjálfstæð og fullvalda þjóð að ræða tilhögun sinna innanlands landbúnaðarmála við einhverja þjóðasamsteypu á borð við ESB. Eða yfirhöfuð einhverra annarra sinna veigamestu þjóðarhagsmuna, svo sem fiskveiðilögsöguna.
Það er ekkert að því að gera viðskiptasamninga og annað gagnkvæmt samkomulag við aðrar þjóðir, eins og íslendingar hafa gert frá 1944 þegar utanríkismálin voru endanlega flutt heim eftir tæplega 700 ára erlend yfirráð.
En ESB aðild snýst ekki um gagnkvæma eða hagkvæma samninga.
Árni Páll segir Jón Bjarnason tefja fyrir. Tefja fyrir hverju? Ekki tefur Jón Bjarnason fyrir mér eða neinum sem ég þekki.
Sennilega tefur Jón Bjarnason aðeins fyrir vegtyllum og skattlausu ríkidæmi útvaldra í dýrðinni hjá ESB/Brussel veldinu.
Megi hann tefja þá sem lengst!
Tafarleikir Jóns tefja fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2012 kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin treysti ekki "þjóðinni" til að kjósa um hvort hún vildi hrinda þessu ferli af stað. Var umrædd þjóð þó að leita allra ráða til að bjarga sér og óttinn um afkomu sína eftir Hrunið alls ráðandi. Nu a að beita þjoðarviljanum til að fleyta þessum sjalfumglöðu letihaugum inn i eilífa vellystingu.
Látum þá bara bíða svolítið lengur.
Ragnhildur Kolka, 18.12.2012 kl. 19:52
"ESB aðild snýst ekki um gagnkvæma eða hagkvæma samninga" segir bloggari svo réttilega. ESB aðild snýst um fullkomin og algjör yfirráð Þýskalands í Evrópu og er birtingarmynd Þriðja ríkis Adolfs Hitlers, tilkomið án hefðbundins stríðsvopnaskaks en þó með peninga að vopni. Og raunveruleg merking ESB er Heil Merkel!
corvus corax, 19.12.2012 kl. 08:53
Tek undir hvert orð hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 16:55
Þakka ykkur öllum fyrir góðar undirtektir.
Þetta blogg var skrifað í gær - í dag skrifa menn um hallelúja samkomur ESB hér á landi með vitnaleiðslum manna sem þykjast góðir að hafa sloppið úr klóm Sovíet. Beint í alltumlykjandi faðmlag ESB, auðvitað.
Vonandi hafa vottarnir ekki farið úr öskunni í eldinn...
Kolbrún Hilmars, 19.12.2012 kl. 17:12
Áróðurinn hefur svo sannarlega þyngst og nú er öllu tjaldað til. Nú á að veiða landsbyggðina inn með loforðum um dreyfbýlisstyrki. Væri nú ekki nær að leyfa okkur að byggja upp landið á því sem við gerðum hér áður, með því sem náttúran færir okkur til dæmis að við megum veiða fiskinn í sjónum og nýta hann þar sem hann veiðist?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:27
Ásthildur, eða bara einfaldlega að halda okkar striki með lýðveldið og sníða okkur stakk eftir vexti.
Líklega er Ísland eitt af fáum löndum heimsins sem er framtíðarland. Fólksfjölgun er ekki mikil en landgæðin gætu framfleytt margföldum núverandi mannfjölda.
Einfaldast er að orða það þannig; Ísland er framtíðarland fyrir afkomendur okkar um langa tíð - ef landsölumönnum tekst ekki að klúðra því fyrir okkur öllum.
Kolbrún Hilmars, 19.12.2012 kl. 20:10
Takk fyrir þennan pistil Kolbrún, ég er þér hjartanlega sammála - við verðum að berjast fyrir framtíðarlandinu okkar.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 22:24
Tek undir það með þér Kolbrún mín, Ísland er framtíðarland ... með fólk við stjórnina sem veldur vinnunni við það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 23:18
Sigrún og Ásthildur, takk aftur. Framtíðarlandið er mikilvægara en svo að það megi selja - aftur - fyrir skammtímahagsmuni tækifærissinna.
Árið 1262 eignuðust íslendingar Jarl á Íslandi, sem var bæði fyrsti og síðasti íslendingurinn til þess að öðlast tignartitil - sem var að vísu einnota og einungis veittur af Noregskonungi fyrir dygga aðstoð. Hvar er þessi jarl í dag?
Hvar verða vegtyllumenn nútímans eftir 50 ár? Því er reyndar auðsvarað; ýmist í kirkjugarðinum eða á Grundinni.
Kolbrún Hilmars, 20.12.2012 kl. 13:59
Jamm og gera þar með ekkert af sér meir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 15:45
Kolbrún þú ert engri lík,væri ég þess umkomin rétt eins og Noregskonungur forðum að veita þér tign sem hæsta ber,mundi enginn tefja fyrir því. Hér og út um allar jarðir hugsar fólk um framtíð Íslands fyrst og síðast. Ég veit,!! Ekki að ræða það.
Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2012 kl. 04:51
Helga, þetta var fallega sagt. En á mínum aldri hef ég ekkert með neina tign að gera - góð heilsa er mikilvægari, svona á síðasta ævisprettinum :)
Kolbrún Hilmars, 21.12.2012 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.