Þótt fyrr hefði verið!

Forseti ASÍ hefði átt að gera sér grein fyrir því frá upphafi að þeir 100 þúsund launþegar, sem samtök hans eiga að gæta hagsmuna fyrir, spanna allt pólitíska litrófið.

Þannig er það ekki við hæfi að forsetinn sé á nokkrum tíma flokksbundinn einum stjórnmálaflokki frekar en öðrum. 

Launþegar eru ekki að hugsa um flokkspólitík þegar kjarabarátta þeirra er annars vegar.  Að sama skapi á forystumaður þeirra ekki að vera háður flokkspólitík. 

Þ.e.a.s. vilji hann vera hafinn yfir ásakanir um hlutdrægni og að fórna hagsmunum umbjóðenda sinna í þágu stjórnmálaflokksins síns.

Batnandi manni er besta að lifa - Gylfi fær prik frá mér í dag!

 


mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tak undir þetta með þér, það hefur oft komið fram núna lengi að hann sé hallur undir Samfylkinguna.  Það hafa þá ekki verið orðum auknar fréttir.  En eins og þú segir batnandi mönnum er best að lifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 20:47

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek heilshugar undir þennan pistil. Þá eru a.m.k. komin þrjú prik!

Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2012 kl. 22:35

3 identicon

Gott að heyra að hann hafi sagt sig úr Samfylkingunni, en ég set algjört spurningarmerki um hvert hann sé að færa sig !!!

Lotta (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 22:38

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gylfi fær ekki stór prik hjá mér, enda meðhlaupari Jóhönnu og gúmmý karl.  Það vitlausasta sem hægt er að láta sér detta í hug nú um mundir eru verkföll og það var ekki góð hugmynd hjá Gylfa, jafnvel þó að hann sé að reyna að verja þann eina heiður sem hann finnur.   

Það er nefnilega klárt að hann ver hvorki sinn eigin heiður né umbjóðenda sinna nema honum takist að hrekja öskurapann ljúgfróða af hólnum nú fljótlega.  En þá verður Jóhanna frænka ekki kát, frekar en öðlingurinn Mugabe þá þegnarnir hlíða ekki.

 

  

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2012 kl. 23:00

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála það er smá glæta í þessum manni en ekki nema smá!

Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 09:35

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin.  Ég gat teygt prikin upp í þrjú og hálft - plús tvö lítil.

Af sex mögulegum má Gylfi vel við una :)

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband