Tengist fréttinni aðeins óbeint

en hvernig er fyrirkomulagið  með Framkvæmdasjóð aldraðra?

Skattyfirvöld innheimta nefskatt undir því nafni, upphæðin í ár pr. einstakling er kr. 9.182.  Miðað við aðeins greiðendur á vinnumarkaði, eða ca 170.000, er upphæðin u.þ.b. einn og hálfur milljarður króna.  Líklega þurfa þó mun fleiri að greiða þennan nefskatt, svo sem námsmenn, fatlaðir og öryrkjar.

Er til Framkvæmdasjóður aldraðra, sem  innheimtumaður ríkissjóðs gerir skil á þessum nefskatti?

Ef svo er, hvaða reglur gilda um birtingu ársreikninga sjóðsins?  Séu ársreikningar aðgengilegir, má þá lesa úr þeim hvernig nefskattinum er ráðstafað?

Það er ekki verra að hafa það á hreinu hvernig skattarnir okkar nýtast - og hvar.

 


mbl.is Segir sig úr stjórn FEB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf jafn skynsöm Kolbrún mín, og spyrð réttu spurninganna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Ásthildur mín.  Það er rétt;  ég er alltaf að spyrja um eitthvað - forvitnin fer líklega með mig á endanum 

Kolbrún Hilmars, 21.11.2012 kl. 17:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Forvitnin er nefnilega best til að halda áfram og vita hluti.  Nema með ketti sko, courisity killed the cat... eða þannig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 18:15

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér var kennt það snemma á ævinni að betra væri að sýnast fáfróður augnablik en að vera það til frambúðar. 

Þegar forvitnin drepur köttinn þá er það vegna þess að hann getur ekki spurt heldur þarf að prófa sjálfur 

Kolbrún Hilmars, 21.11.2012 kl. 18:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband