Aldrei aftur smjörlaus jól í Noregi?

Ekki aðeins norskir, heldur ungverskir líka, eru farnir að huga að sjálfbærni með landbúnaðarvörur.

Hvað gagnast enda heilu tonnin af innfluttum ostum ef íbúarnir fá hvergi smjör?  Þá er nú betra að geta framleiðslustýrt heima fyrir - eftir þörfum.

 


mbl.is Ætla að hækka innflutningstolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Kolbrún og aldrei smjörlaust á Íslandi!!

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 17:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir það, Helga 

Kolbrún Hilmars, 15.10.2012 kl. 15:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Norsarar fara bara yfir á border og kaupa ostana þar ásamt bjórnum og léttvíninu. Það eru hvort sem er farnar reglulega ferðir yfir til að kaupa ýmsar vörur sem eru snöggt um ódýrari í Svíþjóð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 17:01

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli það sé ástæðan fyrir því að nú á að mata grunnskólabörnin í Stokkhólmi á verksmiðjusmjöri; að eiga tiltækt nægt ekta smjör fyrir norska á jólum? *) 

Það er hagkvæmt að geta skroppið yfir næstu landamæri og keypt ódýrari varning en fæst heima - verst hvað við erum illa sett með þetta  :) 

*) Sbr. frétt mbl.is í dag, og misjöfn viðbrögð foreldra. 

Kolbrún Hilmars, 15.10.2012 kl. 17:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, í Danmörku fara menn yfir landamærin til Þýskalands, í Noregi fara menn til Svíþjóðar og í Svíþjóð skreppa menn yfir til Danmerkur.  Þetta er pínufyndið en svona er þetta bara.  'Eg þekki vel til, því ég hef átt ættingja í Danmörku á sínum tíma, og svo núna í Noregi, á landamærum þessara landa eru rosamoll sem þjónusta þau lönd sem koma til að versla ódýrara en í heimalandinu.  Þess vegna væri flott til dæmis ef Vestfirðir slitu sig lausa úr sambandsríkinu Íslandi og stofnuðu fríverslunarland, þar sem fólk gæti komið hvaðannæva af Íslandi til að versla ódýrt. Bendi á að á Helguland einni af Frísnesku eyjunum var fríverslun, þar sem aðrir komu til að versla ódýrt.  Veit ekki hvernig þetta er í dag, en það var svona þegar ég var á Amrum sem er ein af þessum eyjaklasa úti fyrir Þýskalandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 20:24

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, þú ert kunnug í Noregi.  Veistu hvernig norskum gekk að næla sér í smjör yfir landamærin í smjörskortinum um síðustu jól?

Ég man bara eftir því að þeir reyndu að flytja inn "löglegt" smjör,  m.a.  frá dönum - en engir virtust aflögufærir.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 13:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég hef ekki heyrt um það eða er búin að gleyma því.  En ég veit að fólk sem var að koma að heiman var beðið um að taka með sér smjör.  Það er vont að vera smjörlaus um jólin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 14:07

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afsakið fáfræðina en er nokkur marktæk kúamjólkurframleiðsla í Noregi? Ég meina meira en svona rétt til að dekka nýmjólkurþörf.

Ragnhildur Kolka, 17.10.2012 kl. 12:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sonur minn vinnur við að sjá um kúabú og geitabú þegar bændur fara í frí.  Veit ekki hversu mikil kúamjólkurframleiðsla er, en allavega sýnist mér að það sé hægt að fá allskonar bæði mjólk og mjólkurvörur, og einnig geitaafurðir.  Þeir eru til dæmis með mysingin eins og við. 

 Ein hugmynd, ætli íslensku húsmæðurnar hafi ekki bara keypt upp allt smjörið fyrir síðust jól, þeim hefur jú fjölgað all mikið þarna úti, og auðvitað nota þær smjör í jólabaksturinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 12:44

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli það sé ekki málið, Ragnhildur, svona sett í samhengi við öll þessi ostatonn sem norskir þurfa að kaupa af svíum.  Eflaust eitthvað álíka frá dönum.  Líklega er  það hvatinn að þessu framleiðsluframtaki í Noregi.

Ja hérna, Ásthildur, við eigum nú nóg með makríldeiluna þótt ekki bætist við að landinn skaffi smjörmeðlag með "vinnufólkinu" okkar í Noregi.  Vissara að gefa þeim engar hugmyndir...

Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 15:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt smjörmeðlagið góða, gott orð yfir þá styrki.  Norðmenn ættu að taka tilliti til þessa einmitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband