Ertu að moka?

Sv: Réttir úr bakinu, með braki, og lítur á spyrjandann.  Sem er lítill stubbur, á að giska 5 ára.

Sv: Já, ég er að moka.

Sp: Af hverju ertu að moka?

Sv: Yfir kartöflurnar sem ég er að setja niður.

Sp: Þögn.

SV: Hvar áttu heima?

Sp:  Þarna (bending).

Samtali lauk þarna með flótta spyrjanda.

Segið þið svo að það sé ekki gaman að setja niður kartöflur...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eða vera spyrill sem kann ekki að spinna spurningar við bráðgreindarlegum svörum sem hann fær.

Svona lagað eða, 

SP. svo þú ert fæddur td. á Stokkseyri?

SV. já .

Og foreldrar þínir eru td. Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir?

SV. Já.

Síðan er haldið áfram á þennan hátt þar til sá eða sú aðspurðu missa jafnvel þolinmæðina, ef þau sitja ekki bara grútspæld af því þau fá ekkert að leggja til málanna.

Ég man glögglega eftir svona viðtali við Karl O. Runólfsson tónskáld, sem tekið var upp í árdaga sjónvarpsins. Karl var orðinn svo leiður á þessu að hann spurði bara hreint út, ertu að taka við mig viðtal eða segja mér æviágrip mín. Við þetta fékk spyrillinn hálfgert sjokk, steinhætti, að láta svona og úr þessu varð stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal. Skal tekið fram, áð á þessum tíma var ekkert efni klippt, bara allt látið gossa sem tekið var upp.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.5.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  já, ég kannast við svona viðtöl eins og þú nefnir, Bergljót.

Við stubbur kunnum þetta, það er töluvert magn af upplýsingum í þessu stutta samtali okkar.  Verst að hann var hlaupinn áður en ég komst að því hvað hann heitir...

Kolbrún Hilmars, 22.5.2012 kl. 09:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en spyrlar sem svara spurningum viðmælandans áður en hann færi tækifæri til að svara sjálfur.  Stend mig stundum að því að segja Hal** Kj****, þetta hendir Egil Helgason oft og mörgum sinnum.  Og það eru ansi margir spyrlar í fjölmiðlum sem láta ljósið sitt skína á þennan hátt og það er BARA hvimleitt.  Annars líkar mér vel við þetta ákveðna samtal Gott hjá þér að vera búin að setja niður kartöflur.  ÉG er búin að setja nokkrar í potta, bláar og rauðar sem ég ætla að fjölga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 16:53

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekki skrýtið að blessuð nágrannabörnin verði forvitin þegar þau sjá "virðulegar" ömmur úti að moka - eru eflaust ekki vön slíkri sjón  

En Ásthildur, þú ert nú sérfræðingurinn ef ég má leita ráða; er búin að koma upp á pottastigið nokkrum tómataplöntum.  Hvort ætti ég að planta þeim í garðinum eða breyta stofuglugganum í gróðurhús?

Kolbrún Hilmars, 22.5.2012 kl. 17:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég myndi breyta stofuglugganum tímabundið í gróðurhús.  Tómatplöntur eru viðkvæmar fyrir kulda, eftir að sumarið er endanlega komið um miðjan júní, geturðu svo sett þær út á svalir eða á skjólsælan stað í garðinum.  Mundu bara að tómatplöntur þurfa að vökvast neðanfrá, þær þurfa líka upphengjur, þ.e. þær þurfa að fá stuðning frá einhverju neti eða priki til að vaxa.  Þær fæla líka frá flugur og annað slíkt.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 23:30

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir, Ásthildur. Það er alveg nýtt ævintýri fyrir mig að eiga við tómataplöntur. :)

Kolbrún Hilmars, 23.5.2012 kl. 18:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kolbrún mín heimaræktaðir tómatar bragðast miklu betur en keyptir, og svo halda þeir flugunum frá út af lyktinni sem af þeim er.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 18:51

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég tek ofan minn andlega hatt fyrir konum sem eru búnar að setja niður kartöflur um miðjan mai svo maður minnist ekki á tómatplöntur. Ég ersvo hræðileg í plöntu og trjárækt að það liggur við að ég skammist mín.

Reyndi þó að bæta úr, hlóð mér útigrill og skreytti vegginn á bak við það með kaktusum úr ýmsu tilfallandi efni, þetta verður sjáanlegt á síðunni minni fljótlega.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.5.2012 kl. 23:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kallast líka dugnaður Bergljót mín, örugglega afar flott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2012 kl. 08:56

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sp. til Bergljótar og Kolbrúnar: Var það nokkuð Gísli Kristjánsson sem tók viðtalið við Karl O? Hljómar eins og það gæti verið.

Sv:

Ragnhildur Kolka, 25.5.2012 kl. 15:30

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, því miður man ég það ekki :(

Hitt man ég að svona viðtöl voru algeng hér áður, sérstaklega þegar eldra fólk átti í hlut.

Kolbrún Hilmars, 25.5.2012 kl. 15:38

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er svo langt síðan Ragnhildur, líklega ´72 eða ´3, en það var Pétur Pétursson þulur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.5.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband