21.5.2012 | 18:40
Ertu að moka?
Sv: Réttir úr bakinu, með braki, og lítur á spyrjandann. Sem er lítill stubbur, á að giska 5 ára.
Sv: Já, ég er að moka.
Sp: Af hverju ertu að moka?
Sv: Yfir kartöflurnar sem ég er að setja niður.
Sp: Þögn.
SV: Hvar áttu heima?
Sp: Þarna (bending).
Samtali lauk þarna með flótta spyrjanda.
Segið þið svo að það sé ekki gaman að setja niður kartöflur...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða vera spyrill sem kann ekki að spinna spurningar við bráðgreindarlegum svörum sem hann fær.
Svona lagað eða,
SP. svo þú ert fæddur td. á Stokkseyri?
SV. já .
Og foreldrar þínir eru td. Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir?
SV. Já.
Síðan er haldið áfram á þennan hátt þar til sá eða sú aðspurðu missa jafnvel þolinmæðina, ef þau sitja ekki bara grútspæld af því þau fá ekkert að leggja til málanna.
Ég man glögglega eftir svona viðtali við Karl O. Runólfsson tónskáld, sem tekið var upp í árdaga sjónvarpsins. Karl var orðinn svo leiður á þessu að hann spurði bara hreint út, ertu að taka við mig viðtal eða segja mér æviágrip mín. Við þetta fékk spyrillinn hálfgert sjokk, steinhætti, að láta svona og úr þessu varð stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal. Skal tekið fram, áð á þessum tíma var ekkert efni klippt, bara allt látið gossa sem tekið var upp.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.5.2012 kl. 22:40
já, ég kannast við svona viðtöl eins og þú nefnir, Bergljót.
Við stubbur kunnum þetta, það er töluvert magn af upplýsingum í þessu stutta samtali okkar. Verst að hann var hlaupinn áður en ég komst að því hvað hann heitir...
Kolbrún Hilmars, 22.5.2012 kl. 09:55
Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en spyrlar sem svara spurningum viðmælandans áður en hann færi tækifæri til að svara sjálfur. Stend mig stundum að því að segja Hal** Kj****, þetta hendir Egil Helgason oft og mörgum sinnum. Og það eru ansi margir spyrlar í fjölmiðlum sem láta ljósið sitt skína á þennan hátt og það er BARA hvimleitt. Annars líkar mér vel við þetta ákveðna samtal Gott hjá þér að vera búin að setja niður kartöflur. ÉG er búin að setja nokkrar í potta, bláar og rauðar sem ég ætla að fjölga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 16:53
Það er ekki skrýtið að blessuð nágrannabörnin verði forvitin þegar þau sjá "virðulegar" ömmur úti að moka - eru eflaust ekki vön slíkri sjón
En Ásthildur, þú ert nú sérfræðingurinn ef ég má leita ráða; er búin að koma upp á pottastigið nokkrum tómataplöntum. Hvort ætti ég að planta þeim í garðinum eða breyta stofuglugganum í gróðurhús?
Kolbrún Hilmars, 22.5.2012 kl. 17:20
Ég myndi breyta stofuglugganum tímabundið í gróðurhús. Tómatplöntur eru viðkvæmar fyrir kulda, eftir að sumarið er endanlega komið um miðjan júní, geturðu svo sett þær út á svalir eða á skjólsælan stað í garðinum. Mundu bara að tómatplöntur þurfa að vökvast neðanfrá, þær þurfa líka upphengjur, þ.e. þær þurfa að fá stuðning frá einhverju neti eða priki til að vaxa. Þær fæla líka frá flugur og annað slíkt. Gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 23:30
Kærar þakkir, Ásthildur. Það er alveg nýtt ævintýri fyrir mig að eiga við tómataplöntur. :)
Kolbrún Hilmars, 23.5.2012 kl. 18:30
Já Kolbrún mín heimaræktaðir tómatar bragðast miklu betur en keyptir, og svo halda þeir flugunum frá út af lyktinni sem af þeim er. Gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 18:51
Ég tek ofan minn andlega hatt fyrir konum sem eru búnar að setja niður kartöflur um miðjan mai svo maður minnist ekki á tómatplöntur. Ég ersvo hræðileg í plöntu og trjárækt að það liggur við að ég skammist mín.
Reyndi þó að bæta úr, hlóð mér útigrill og skreytti vegginn á bak við það með kaktusum úr ýmsu tilfallandi efni, þetta verður sjáanlegt á síðunni minni fljótlega.
Bergljót Gunnarsdóttir, 23.5.2012 kl. 23:01
Það kallast líka dugnaður Bergljót mín, örugglega afar flott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2012 kl. 08:56
Sp. til Bergljótar og Kolbrúnar: Var það nokkuð Gísli Kristjánsson sem tók viðtalið við Karl O? Hljómar eins og það gæti verið.
Sv:
Ragnhildur Kolka, 25.5.2012 kl. 15:30
Ragnhildur, því miður man ég það ekki :(
Hitt man ég að svona viðtöl voru algeng hér áður, sérstaklega þegar eldra fólk átti í hlut.
Kolbrún Hilmars, 25.5.2012 kl. 15:38
Það er svo langt síðan Ragnhildur, líklega ´72 eða ´3, en það var Pétur Pétursson þulur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.5.2012 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.