5.5.2012 | 12:19
Mætti Núbo skjóta refi?
Rétt hjá Ögmundi - það er afar óviðeigandi að auðmaður kínverja hælist yfir því í sínum heimafjölmiðlum að hafa snúið á íslensk stjórnvöld. Lítillæti og kurteisi gagnvart íslenskum "gestgjöfum" þarf greinilega ekki að viðhafa.
En segjum sem svo að allt gangi Nubo að óskum og fyrirtæki hans fái 99 ára ódýra húsaleigu að Grímsstöðum á Fjöllum:
Hvort munu þá kínversk lög gilda á leigulandinu eða lagatilskipanir ESB?
Huang fagni ekki of snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögði íslensk... ef við erum utan ESB
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2012 kl. 12:23
Gunnar reyndu að segja kínverjum það að íslensk lög gildi. Það verður engin samningur gerður því það verður banabiti ríkistjórnarinnar.
Sólbjörg, 5.5.2012 kl. 12:43
Rétt skoðað hjá þér Kolbrún, afar óviðeigandi, og í stíl þeirra sem nota stór og niðrandi orð og segja þau ætluð til heimabrúks.
Það væri vænt að þú hefðir rétt fyrir þér Sólbjörg, en hvort gerist það fyrir eða eftir samning?
En nái þessi flokksholli, hlýðni, Kínverski, brosmildi, miljarðamæringur og ríkisborgari í Alþíðulýðveldinu Kína, að eignast eina stærstu jörð á Íslandi, til handa Alþíðulíðveldinnu, þá hefur hann öðlast rétt refa á íslandi.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2012 kl. 14:19
Hann er ekki að eignast neitt... leigja
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2012 kl. 14:29
Við skulum vona að Íslendingar búsettir í Kína, og sem hafa nákvæmlega eins réttindi, leigujarðir undir verksmiðjur sýnar og þess háttar, verði ekki órólegir þó sauðheimskir og illa gefnir Íslendingar sé með dónaskap eins og þessi ráðherra.
Ögmundur er orðin of gamall í svona og þetta vekur athygli að það þarf að setja ströng skylirði fyrir hámarksaldur ráðamanna.
Íslendingum finnst allt í lagi að misnota fátæka kínverja til vinnu í verkefnum á íslandi og senda þá svo þeim á eftir, enn kemur Kínverji sem á peninga, þá kemur "lopahúfueðlið" og heimskan upp í Íslendingum sem þeir eru að sjálfsögðu of illa gefnir til að sjá sjálfir né skilja.
Óskar Arnórsson, 5.5.2012 kl. 14:34
Mér finnst eins og þessi umræða um eiga/leigja sé eins og endursýning á einhverju öðru máli - Magma kannski?
Fyrir margt löngu las ég sögu, sem höfð er eftir Herodotusi, gríska sagnfræðingnum sem kallaður hefur verið faðir sagnfræðinnar. Sagan er þannig:
Dauðadæmdur þjófur samdi við kónginn í landinu um að fresta dauðadómnum í eitt ár. Á þeim tíma ætlaði þjófurinn að kenna uppáhaldshesti kóngsins að syngja sálma.
Meðfangar þjófsins gerðu grín að honum og sögðu að þetta myndi honum aldrei heppnast. Þessu svaraði þjófurinn sem svo:
"Ég hef eitt ár og hver veit hvað gerist á þeim tíma. Kóngurinn gæti dáið. Hesturinn gæti dáið. Ég gæti dáið. Og ef til vill lærir hesturinn að syngja!"
Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 14:42
Góð dæmisaga Kolbrún og lýsandi fyrir hugsun þessa manns sem hugsar ekki í sjálfum sér heldur ríkisínu.
Þetta er málið, og hvað er maðurinn gamall, til hvers eru handa hans óskum 90 ár. Lengsta mögulega leiga á Íslandi og ekki er ég vissum að þeir fari eins og Bretarnir gerðu þegar samningstíma lauk.
Eftir 90 ár og miljarða af dreka klóm þá verður fátt eftir af sérvitrum Íslendingum. Mér ætti kanski að vera sama en svo er ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2012 kl. 15:10
Óskar, þetta er ekki rétt hjá þér. Kínverskir verkamenn koma hingað eingöngu á vegum erlendra aðila/verktaka - og fara svo aftur. Verkalýðshreyfingin hefur reyndar reynt að hafa afskipti af réttindum þeirra - en einhver mér fróðari má tiltaka hver árangurinn hafi verið.
Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 15:12
Hrólfur, ég hef alltaf litið svo á að saga Heródótusar sé lýsing á hinum dæmigerða tækifærissinna, tíunduð þannig af sögumanninum.
Verst hvað vestrænir stjórnmálamenn eru illa lesnir í grískri og kínverskri heimspeki.
Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 15:50
Kolbrún. Sú "tækni" sem er stunduð við að misnota kínverska verkamenn um öll Norðurlönd gef ég ekkert fyrir. Það er bara lögleg glæpamennska. Íslendingar nota sömu aðferðir og mér finnst hreint ljótt af þér að reyna að fegra það með tilvitnun í "sýstemið" sem er notað við þrælahald verkamanna frá þessum löndum.
Aðferðir við að misnota Asíufólk í öðrum Norðurlöndum er nákvæmlega sú sama og á Íslandi. Fólk vill ekki vita af þessum málum. Illgirni sú sem ágerist hjá fólki sem hugsar um allt lífið sem hlaup á eftir meiri peningum, er orðin eins og hugarfarslegt eiturfaraldur á Íslandi.
Miðað við þekkingu Kínverja á auðmýkt og kurteisi, þá kann venjulegur íslendingur ekki að stafa hugtökinn miðað við Kínverja, hvað þá að skilja innihald Þeirra.
Afskipti og lagaleg völd verkalýðsfélaga eru tekin úr sambandi með þessari lúmsku aðferð Íslenska Ríkissins sem leyfa svona mannsal og þrælahald. Og þeir verja sig að önnur Norðurlönd gera það sama, sem er rétt.
Mannsal í formi ódýrra verkamanna er stundað um allan heim. Íslendingar eru bara aðeins verri enn margar aðrar þjóðir og afneita því með að vitna í sín eigin lög....
Óskar Arnórsson, 5.5.2012 kl. 22:40
Hér þarf að stíga varlega til jarðar, versta er að Samfylkingin er skríðandi ormur frammi fyrir öllum af erlendu bergi brotnir. Allir slíkir eru miklu merkilegri en íslendingar í þeirra augum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 11:03
Óskar, mér er ekki kunnugt um að neina kínverska verkamenn sé að finna á landinu.
Við byggingu Kárahnjúkavirkjunar kom ítalski verktakinn með sína eigin kínverja - það var einmitt þar sem verkalýðshreyfingin hafði afskipti af kjaramálunum.
Einnig við glerhjúpsbyggingu Hörpunnar, sá verktaki var kínverskur og kom með eigin vinnuhóp.
Reyndar er algjör undantekning að verkafólk utan EES landa fái atvinnuleyfi hér, eða atvinnuleitarleyfi. Jafnvel"kínverskum" veitingahúsum reynist erfitt að fá atvinnuleyfi fyrir kínverska meistarakokka.
Hvernig þessum málum er háttað á hinum norðurlöndunum þekki ég ekki.
Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 11:14
Ásthildur, mér sýnist margir hafa áhuga á því að fræðast um áform Nubos og vilji hafa varann á.
Sögur berast af viðskilnaði kínverskra í Kalmar, Svíþjóð og eitthvað er líka hvískrað um framkvæmdir þeirra á Írlandi, svo og jarðakaup á Nýja Sjálandi í óþökk heimamanna.
Afríkuumsvifin hafa verið umdeild í mörg ár, en þau hafa ekki verið mjög áberandi í íslenskum fjölmiðlum.
Einhverjir, t.d. Óskar hér að ofan, flokka þessa umræðu sem "kínverjahatur", sem er auðvitað ekki rétt. Fólk amast við framferði alþjóðlegra auðmanna og/eða yfirgangi stórvelda, sem er áþekkt hvaðan sem þeir koma.
Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 11:32
Þetta er nýja uppfinning ríkisstjórnarinnar, allir varnaglar sem fólk vill setja, þýðir hatur á viðkomandi, öll andstaða stjórnarandstöðunnar er málþóf og rifrildi. Aldrei litið í eigin barm og skoðað hvort andstaðan sé ekki einhversstaðar þeirra sök og stjórnarháttanna sem þau hafa innleitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 11:35
Já, Ásthildur, það er eiginlega merkilegt hversu margir óbreyttir íslendingar geta komið sér saman miðað við framkomu núverandi stjórnvalda þar sem kappsmálið virðist vera að ala á hatri og sundrungu.
Ógleymanlegur verður alltaf forsætisráðherrann sjálfur í ræðustóli með steyttan hnefann og tóntegund að hætti stríðsleiðtoga WW2.
Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 14:54
Ég missti þvi miður af því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 15:45
Misstir ekki af miklu, gömlu stríðsæsingaræðurnar höfum við eflaust öll heyrt í afspilun. Ræðutaktík breska sjentilmannsins frá þeim tíma hefði nú samt verið betri fyrirmynd.
Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 17:20
Ég veit bara um Kárahnjúka líka á íslandi Og það er alveg nóg fyrir litla Ísland. Og "Ítalir komu með sína men" sem voru Kínverjar og það er einmitt það sem ég er að tala um. Vandamálið er það sama í Svíþjóð þar sem ég þekki best til. Sænsk fyrirtæki sem passa sig að hafa fyrirtæki sín skráð utan við landsteinanna flytja inn Kínverja og aðrir Asíubúa, tímabundið að sjálfsögðu, og eru þannig stikkfrí frá verkalýðsfélugum. Berjatínslumenn, uppvöskunarfólk, byggingarvinna og allt mögulegt er þeim boðið upp á. Vinnan sjálf er alls ekki slæm. Málið er að sama fólk borgar oft fyrir að fá að fara sem verkamenn til norðurlanda og svo eru þeir oftar enn ekki sviknir á launum sínum. '
Kínverjar í Kalmar þekki ég bara úr blöðum og allt sem fólk veit er úr dagblöðum. Aftur á móti þekki ég persónulega til Dragon Gate i Svíþjóð og framkoma Svía var næstum þannig að þeir slógu Íslendingum við í aumingjahætti gagnvart fólki sem á peninga. Málið er að Svíar eins og íslendingar taka fátækum með oppnum örmum því þá stjórna þeir ferðinni og öllu lífi þeirra.
Þegar útlendingur kemur öðruvísi enn túristi til sömu landa, er hann á röndinni að vera glæpamaður sem er bara til að svíkja og pretta. Því miður Kolbrún þá finnst mér umræðan vera "Gróa á Leyti" umræða um þennan Kínverja og sú undarlega hneigð Íslendinga er alveg upp í topp á þjóðfélaginu.
Kínverji sem á peninga er ekki stórveldi frekar enn ég sem keypti land í Asíu er ekki blandaður inn í lopahúfukúltúr íslenska Ríkissins þá ég sé Íslendingur. Ég veit að fólk er gott á Íslandi enn hryllileg vankunnátta þeirra er hjartaskerandi þar sem engar upplýsingar er að fá nema í gegnum ritstýrða fjömiðla.
Svona í lokin þá eru alla vega góðar fréttir með Kínverska Dragon Gate í Svíþjóð. Leyfið er fengið til að byrja á hótelrekstri á þessu ári. Skaðinn sem Svíar hafa valdið þessu fólki eru tugmilljónir á síðustu árum, enn í blöðum voru stríðsfyrirsagnir um bílastæðisgjald sem þeir gleymdu að borga og leigu i Kalmar sem var hvorgi fugl né fiskur.
Þegar fólk talar um "yfirgang stórvelda" er það eins og að tala um "einangrunnar vandamál smáþjóða" sem leggst á sál þeirra. Eyjabúar verða nefnilega fyrir allskonar áhrifum sem þeir sjálfir gera sér enga grein fyrir. Allir eru svona og þá verður allt normalt...
Óskar Arnórsson, 6.5.2012 kl. 18:33
Óskar, þakka þér fyrir þennan pistil. Þú hefur eflaust rétt fyrir þér hvað varðar svíana. Því hefur löngum verið haldið fram að þeir séu tvöfaldir í roðinu.
En mér þykir algjör óþarfi að setja samasem merki milli svía og íslendinga. Vel má vera að gróðafíknir svíar komist upp með mismunun heima hjá sér en íslenska launþegahreyfingin reynir þó að hafa íslensku vinnuréttarlöggjöfina í heiðri.
Að lopapeysum nefndum; þá er ég ekki viss um þér og Nubo henti sama stærðin.
Nema þú sért auðjöfur á heimsmælikvarða með a.m.k. tvö eigin stórfyrirtæki í rassvasanum og eitt öflugasta heimsveldið í brjóstvasanum.
Kolbrún Hilmars, 7.5.2012 kl. 17:13
Svíar eru tvöfaldir eins og aðrar þjóðir og ekki minnst íslendingar. Sá samanburður er ansi lýðræðislegur meðal norðulandaþjóða finnst mér alla vega.
Ég set ekki beint samasemmerki milli íslendinga og Svía, enda ekki hægt. Enda allt öðruvísi mórall og siðir. Hverjir eru betri eða verri þá alla vega vel ég Svíþjóð framyfir Íslandi eins og málin standa.
Ég hef aldrei verið auðugur né sértstaklega ríkur Kolbrún og ég hef í einlægni ekki minnsta áhuga á því. Vita menn ekki hvað þeir ætla að nota stóra peninga til, þá er mín reynsla af mjög ríku fólki að þeir breytast í hálfgerða kjána og sumir fara mjög illa. Stundum ver enn fólk sem á ekkert, er húsnæðislaust og atvinnulaust.
Mér finnst eins og athyglin sé tekin frá ESB glæpnum á Íslandi og settur yfir á einn mann. Kínverja að þessu sinni. Er nokkur betri aðferð til, til að plata einfaldar sálir... ;)
Ég á fyrirtæki, mjög lítið og það er búið að vera á hausnum síðan ég stofanaði það fyrir mörgum árum...ef ég ætlaði að selja það þyrfti ég sjálfsagt að borga með því..
Óskar Arnórsson, 7.5.2012 kl. 18:12
Núpó létti skýtur okkur örugglega ref fyrir rass.... eða þannig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2012 kl. 18:22
Ásthildur, Nubo er búinn að skjóta okkur ref fyrir rass, þó ekki hjálparlaust. Eins og Óskar segir réttilega hefur athyglin vegna ESB glæpsins verið yfirfærð á Nubo. Sami aðili ber ábyrgð á báðum glæpum.
Verst að ég verð löglega afsökuð eftir 40 ár og hef ekki tækifæri til þess að segja á hinu ylhýra alþjóðlega: "Told you so"! :)
Kolbrún Hilmars, 7.5.2012 kl. 18:51
Já og þvísíður ég, en ef ég sendi skeyti núna og bið um að það verði sent eftir 40 ár.... þá ef til vill....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2012 kl. 20:06
Það kemur enginn að tómum kofanum hjá þér Kolbrún. Og umræðan batnar fyrir vikið.
Ragnhildur Kolka, 8.5.2012 kl. 21:46
Það má ekki láta elstu pólitísku trix í bókinni villa okkur sýn. ESB er rætt af stuðningsmönnum þess eins og það sé þegar ákveðið að Ísland verði með. Reglur ESB skulu verða sjálfsagðar og svo er almenningur þreyttur á ESB ruglinu eins og lax á öngli.
Til þess að réttlætiskennd fólks sé fullnægt er t.d. skrílnum sigað á einn einasta mann frá Kína. Eins og sem t.d. ein bloggvinkona okkar, stórfalleg baráttukona, var að spyrða saman Kínverjan við Bundy fjöldamorðingja til að gera hasar. Það var að vísu stórskemmtilegt blogg, enn á röndinni að vera ósmekklegt, alla vega á að halda því "innahúss" eins og mörgum séríslenskum fyrirbærum.
Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þó allt sem fólk skrifar á íslensku, sé eingöngu ætlað íslendingum þá getur einhverjum dottið í hug að þýða vitleysuna og margt hljómar alve út í hött þegar það fer út fyrir landamæri landsins.
Málin á Íslandi snúsast síður enn svo um hvort Kínverji leigi stórt land á Íslandi sem aldrei hefur gefið af sér neina peninga, vindrass upp í sveit sem mér sjálfum finnst fáránlegt dæmi sem fjárfesting yfirleitt.
Er einhver íslendingur til í að leigja land í Kína og setja upp verksmiðju þar?
Íslenskum fjárfestum yrðu tekið oppnum örmum um næstum alla Kína ef þeir vilja setja peninga sína í hvað sem er, bara ef það skapar atvinnu á staðnum. Þeim yrði mætt vinalega, leið þerra yrðu greidd af yfirvöldum og líklegast myndu þeir fá betri þjónustu enn innfæddir.
Þeir myndu loka inni svona fábjána eins og Ögmund ef hann hagaði sér svona í Kína. Hvað þeir myndu gera meira vil ég ekki einu sinni hugsa til enda.
Á Íslandi breytist allt í pólitík ef peningar eru með í spilinu. Allt er miðað við einhvern dularfullan íslenska móral og "réttlætiskennd" sem er bara í höfðinu á fólki. Núbó er ekkert stór í sniðum á Kínverskan mælikvarða.
Enn á Íslenskri grund virkar hann eins og risi. Einmitt vegna smæðar Íslands og íslensks hugarfars.
Ég hef sjálfur lítil samskipti við Kína nema að konan mín er þaðan og hún er aðalástæðan fyrir því að ég get ekki búið á Íslandi lengur. Hún vill ekki sjá að búa þar, hún afþakkaði íslenskt ríkisfang vegna dónaskapar og framkomu íslenskra embættismanna við hana. Ég er henni innilega sammála og hef lært heilmikið af þessu öllusaman.
Hún sagði að börn fengju oft leikföng eða nammi þegar eitthvað óþægilegt væri í gangi til að dreifa huganum. Þetta barnatrix væri líka notað í pólitískum tilgangi og kanski er Nobo einmitt leikfangið sem börnunum er rétt svo þau séu ekki að ónáða "stóru strákanna" meðan þeir hnúta réttu hnútanna svo landið endi sem eign ESB.
Eftir það skiptir eitt Kínverskt hótell hvorgi til eða frá. íslendingar tapa sjálfstæði sínu og eftir það þá gera þeir bara eins og Brussel segir.
Er það virkilega það sem fólk vill?
Sænska ESB sagan í mjög stuttu máli:
Svíar voru allt í einu í krísu. Talað var í stríðsfyrirsögnum um hvað útlandsskuldir voru miklar. Göran Person og Carl Bild voru fremstir í flokki. Fyrirtæki fóru á hausinn. Bankar hrundu og var bjargað af ríkinu. Nákvæmlega eins og á Íslandi 2008. Almenningur varð órólegur. Allt var í klessu og bara aðild að ESB gat bjargað málunum.
Og þá varð til umræða um snusið og smávegis um bankanna sem voru á hausnum. Peningar eru heilagir í Svíþjóð eins og fólk kanski veit.
Allir fóru að tala um að snus væri bannað í ESB. Allt varð vitlaust. Svíar hótuðu að kjósa EKKI aðild að ESB ef þeir fengju ekki að halda snusinu sínu. Snusumræðan varð svo heiftarleg að allt annað gleymdist. Svo kom loforðið um undanþágu að Svíar fengju með undanþágu frá ESB að halda snusinu. Það er hvergi leyft nema í Svíþjóð.
Almennigur kaus yfir sig ESB, atvinnuleysi hefur 10 árum seinna aldrei verið meira, og núna á að banna snus hvort eð er. Núna skilur skríllinn í Svíþjóð að hann var plataður. Enn það er of seint...
Íslenska "snusið" heitir Nubo og er Kínverskt. Kanski sprettur upp einhver íslensk hetja og segir að eina leiðin fyrir íslendinga er að gerast aðili að ESB svo að þeir verði ekki étnir upp af Kínverskum auðkýfingum...
"ConGame" íslenskra pólitíkusa er nákvæmlega sama refskák og allsstaðar annarstaðar. Munurinn er samt sá að íslendingar kunna að lesa og skrifa, sæmilega menntaðir, enn ekkert framyfir það. Þó þeir haldi eitthvað annað. Sumir eru mjög meðvitaðir og margir hverjir ekki neitt, enn endilega eiga þeir að nota höfuðið og hugsa aðeins um framtíð bran sinna.
Aðild að ESB fyrir Íslendinga eru endalok íslenska lýðræðisríkissins. Núbó er bara maður sem á að mæta af kurteisi, segja honum hvaða reglur gilda, hjálpa honum og leiðbeina.
Ef mér dytti í hug að setja upp pulsuvagn í Kína vona ég bara að mér verði ekki blandað við af innfæddum Kínverjum við Steingrím, Jóhönnu og Ögmund, af ergilegum og paranojuðum kínverjum...
Óskar Arnórsson, 8.5.2012 kl. 22:49
Ragnhildur, þakka þér fyrir vinsamleg orð
Óskar, ég sé að við erum sammála um ESB aðild landsins. Ekki þó Núbo, en mér sýnist á öllu að hann sé allt önnur manntegund en konan þín.
Þetta með pylsuvagninn í Kína; fengir þú leyfi til þess að selja SS pylsur þar?
Kolbrún Hilmars, 9.5.2012 kl. 15:21
Ég get alveg fengið leyfi til að selja SS pylsur í Kína. "Peking Bestu" með lóð til 99 ára... enn allar pylsur myndu bara seljast upp á einni viku hversu duglegir íslendingar myndu verða í framleiðslunni ;) .... reyndar gæti ég það í alvöru og ég er viss um að það væri auðfengið. Að uppfylltum reglum landsins að sjálfsögðu.
Íslendingar sem eru orðnir frægir fyrir að selja norðurljósin eina ferðina enn, með nýrri tækni, nota hiklaust "conspirationstheory" gagnvart einum manni sem vill leigja land til að gleyma sjálfum sér.
Konan mín er illa við Kínastjórn og myndi aldrei vinna hjá henni. Enn það hefur Nobo gert í meira en 10 ár. Að hann hafi verið Ríkisstarfsmaður í Kína gerir hann ekki óheiðarlegan samt. það er meiri möguleika að verða óheiðarlegur og gjörspillur af að koma nálægt pólitík á Íslandi enn í mörgum öðrum löndum.
Alla vega kennir þessi maður okkur hvernig lög okkar í svona málum þurfa að vera. Annaðhvort er þetta hægt og þá á að gefa honum svör. Ekki plata hann hingað aftur og aftur með ekta íslenskum loðnum svörum, hálfhveðnum vísum og gátum sem íslendingar eru svo frægir fyrir að tala í. Og eru til og með stoltir yfir.
Ef einhver spyr mig hvernig reglurnar eru á Íslandi þá verður bara að svara eins og er. "Engin veit það og er það með rtáðum gert" enn endilega sóttu um eitthvað á íslandi því það er svo leiðinlegt þarna að eyjamenn gleypa málið bara til að geta talað um eitthvað"....
Óskar Arnórsson, 9.5.2012 kl. 19:12
Óskar, mér sýnist að það sé miklu einfaldara mál að fá leyfi til þess að reka pylsuvagn í Kína en að hefja kræklingarækt á Íslandi.
Sjáðu til, tuðið í okkur er af gefnu tilefni - ekki bara dægrastytting
Kolbrún Hilmars, 9.5.2012 kl. 19:25
Sammála þér .ar að auðvitað er þetta tuð af gefnu tilefni. Kræklingamálið er eins og teiknigrínmyndinn með Asterix.
Ég hef fylgst með kræklingamálinu sem lítur frekar út sem efni í áramótaskaup enn að svona eigi sér stað í þjóðfélagi sem kallar sig "siðað".
Ég get lofað hverjum sem er að Íslendingar eru að slá enn eitt nýtt heimsmet. Fiskibændum er drekkt af meðvitundalausum býrókrötum þjóðfélagsins og þá eru pólitíkusar sem koma beint úr skóla með enga reynslu af atvinnulífi, þjófélagslega hættulegir.
Þetta er að verða eins og að koma á bíl að vegamótum þar sem bannað er að keyra beint áfram, og í báðar áttir....?? Svo er fólki refsað fyrir að brjóta "umferðarreglurnar"....
Óskar Arnórsson, 10.5.2012 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.