Á alþjóða sjávarútvegssamfélagið lögheimili hjá ESB?

Ef svo er, af hverju þarf ESB þá að fá heimildir til þess að beita ríki utan ESB refsiaðgerðum fyrir ósjálfbærar fiskveiðar?

Eru talsmenn ESB að missa sig í umræðunni eða er rangt eftir þeim haft?


mbl.is Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru að missa sig úr frekju og því að taka til sín þau yfirráð sem þeir komast yfir.  Eins gott að stinga niður fótum fyrir þessum talsmönnum ESB:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 19:14

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir þarna hjá ESB missa sig nú úr meiru en frekjunni ef þeir kíkja á hnattkortið og uppgötva að uþb 90% af yfirborði jarðar er sjór. 

En líklega verður það hlutverk okkar hér í norðurhöfum að stinga niður fótum áður en apparatið fer að abbast upp á Vanuatua og Kerguélen eyjar...

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 19:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Kolbrún er það ekki málið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 20:42

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

„Koma verður skikki á bæði löndin fyrir ósjálfbærar veiðar þeirra og þeim gert að skilja að slík framganga verði ekki liðin af alþjóða sjávarútvegssamfélaginu“ ... út frá þessum orðum Bertie Armstrongs má maður draga þá álykt að íslendingar stundi sjálfbærar veiðar á öllum fisk nema þegar kemur að makríl. Eiginleg astórkrimmar. Er ekki þarna komin rök fyrir því að þessi umræða er á villugötum? Nema ég sé að misskilja stöðuna svona mikið og Hafró, fiskistofa og allar hinar stofnanir séu að gefa manni ranga mynd á stöðu fiskaflans.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.4.2012 kl. 21:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Daníel þetta er það sama og um hvalveiðarnar, hrefnan er ekki í útrýmingarhættu, samt er alþjóðahvalveiðiráðið að fara eftir því sem tilfinningar grænfriðungar segja þvert á vísindalegar niðurstöður.  Og þegar tekið er tillit til þess hverslags ránfiskur makríllinn er, þá má segja að hann er ekkert betri en minkur í hænsnabúi sem allir eru sammála um að sé ekki líðandi.  Á hvaða vegferð er þessi friðunarstefna eiginlega?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 21:26

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, Daníel, þarna veltir þú upp hinni hliðinni á peningnum.  En þetta ESB apparat hefur í rauninni aðeins áhuga á makrílnum sínum en ekki neinum sjálfbærum og/eða ósjálfbærum veiðum utan-ESB- þjóða.  Þótt apparatsmenn slái um sig með stóryrðum á borð við "alþjóða sjávarútvegssamfélagið" - hvaða fyrirbæri sem það svosem er.

Einfaldast væri auðvitað að ESB hefði stjórn á húsdýrum sínum og héldi þeim á beit í eigin lögsögu.   Þá væri málið dautt! 

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 21:32

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt, Ásthildur.  ESB má líka hirða hvalina.  Apparatið getur svo haldið hvölunum og makrílnum á beit í sömu girðingu... 

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 21:37

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Já það væri eflaust best. Ef makríllinn er í lögsögu Íslands verða allar refisaðgerðir hálf marklausar nema íslensku sjávarútvegsfyrirtækin séu að veiða utan okkar lögsögu. Ekki svo að íslensku skipin stóðu fyrir sammsæri um að lokka makrílinn yfir í lögsöguna okkar :)

En þetta ESB er að mínu mati dauðadæmt. Meira segja einn harðasti ESB sinninn sem ég veit um segir að ESB sé að hruni komið ... þá ætti þetta kannski geta orðið eins og lagt var af stað með, samvinna og tollabandalag en ekki eins og eitt rísastór suðupottur.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.4.2012 kl. 21:40

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þú hafir rétt fyrir þér með þetta Daníel.

Kolbrún hehehe já það væri alveg ágætt að hvalirnir myndu sjá um að éta upp makrílinn, þar kæmi vel á vondann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 23:58

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stöllur í stuði, (-: dæmigerð íslensk fyndni,ha,ha.((((-:

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2012 kl. 15:52

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, það er bara ekki hægt annað en að grínast með þetta makrílfár ESB... 

Kolbrún Hilmars, 27.4.2012 kl. 16:23

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að öllu gríni slepptu; ef rétt er að makríllinn sé farinn að hrygna í lögsögu Íslands, þá fer nú málið að vandast.   

Ef ég misskil ekki skilgreiningu á flökkustofnum þá er það einmitt hinn fjarlægi hrygningarstaður sem hefur verið notaður til  aðgreiningar frá  staðbundnum stofnum.

Sé það fyrir að hagsmunaaðilar þurfi að setjast niður ásamt "fræðingum"  og ræða þessi makrílmál æsingalaust.

Kolbrún Hilmars, 27.4.2012 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband