Tíðarandinn breytist

Fyrir 10 þúsund árum hefðu nágrannar líklega ráðist inn í garð húsráðenda til þess að stela reykta kjötinu. 

Fyrir 1000 árum hefðu nágrannar reynt að semja við húsráðendur um vöruskipti til þess að njóta góðs af reykta kjötinu.

Í dag hringja nágrannar í slökkviliðið!  Þeir eru sennilega ekki nógu svangir...

 

 


mbl.is Reyndu að reykja kjöt í holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðalatriðið er samt - að það er ekkert hægt að reykja kjöt í holu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 18:35

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Víst er það hægt Ómar, þau virðist hafa verið á góðri leið með það áður en að slökkviliðið eyðilagði páskamatinn þeirra :)

Jóhannes H. Laxdal, 5.4.2012 kl. 19:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita hefur engum dottið í hug að reykja kjöt í holu, ekki einu sinni asna.

Og þó allt er til.  En að seyða kjöt í holu það er frábært og tekur fimm til sex klukkutíma.  

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2012 kl. 19:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, miðað við fréttina var löggunni að lokum blandað í málið.

Líklega sofa nágrannar vært í nótt nú þegar og/ef löggan hefur rannsakað og úrskurðað að nágrönnum stafi engin hætta af matseldinni.

En ég bíð spennt eftir framhaldsfrétt um mataruppskriftina.

Hver veit nema ég komi mínum eigin nágrönnum á óvart einhvern daginn. Pláss fyrir margar svona holur í mínum garði...

Kolbrún Hilmars, 5.4.2012 kl. 20:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Annars, (svona í fullri alvöru :) ) er Þorsteinn M. með prýðis gott innlegg við þessa sömu frétt. Sem er í reynd nokkurs konar kennslustund um hvernig gera eigi hlutina.

Man eftir því frá uppvaxtarárunum að ýmsir "sveitamenn" reyktu kjötið sitt einmitt eins og Þorsteinn lýsir.

Leitt ef þekkingin týnist. Aldrei að vita hvenær hennar verður þörf aftur...

Kolbrún Hilmars, 6.4.2012 kl. 14:50

6 identicon

Mamma ég hlakka til að koma í ,,reyktan mat ".

Árný Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 00:58

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Velkomin elskan, en er þér ekki sama þó þú fáir nýuppteknar kartöflur í staðinn?

Nú er einmitt verið að skipta um jarðveg í kartöflubeðinu - og ekkert slökkvilið mætt til þess að skipta sér af...   

Kolbrún Hilmars, 10.4.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband