26.2.2012 | 18:04
Haltu mér - slepptu mér
Takist landbúnaðarráðherranum að pota þjóðinni í ESB þá þurfum við engan landbúnað, því þá fáum við allan ódýra matinn frá ESB. Eins og lofað er.
En svona til öryggis, ef landbúnaðarráðherrann fær ekki að ráða, þá þarf þjóðin að framleiða matinn sinn sjálf líkt og hún hefur gert frá landnámi. Vissara að gera ráð fyrir því.
Það hlýtur að þurfa sérstaka hæfileika að geta talað tungum tveim til lengri tíma.
Bjartsýnn á framtíð landbúnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Kolbrún gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Það gerir Steingrímur Jóhann Sigfússon svikalaust og kann ekki að skammast sín fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:46
Það er engin hætta á að landbúnaðurinn leggist af. Það verður einfaldlega greitt meira niður með stuðningi frá ESB, ergo, ódýr samkeppnisfær íslenskur matur í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 21:49
Endemis rugl er þetta í þér V. Jóhannsson. Þvílík firra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 23:17
Ásthildur - er það firra að Íslenskir bændur geti keppt við þá frá Evrópu ( með stuðningi)?
Jú, það er sennilega rétt hjá þér. Bændur í Evrópu eru margfallt þróaðri í allri matargerð heima við, enda verið gert í mannsaldra.
Gæsalifur og lundir, bjúgu og pilsur af öllum tegundum af grísum, nautum, ösnum, lömbum og geitum og svo strútarnir um alla Evrópu, ostar, algjörlega óteljandi tegundir og verðlagið er mjög viðunandi. Öll þessi vara hefur sér einkenni sinna héraða.
Síðan koma ávextir og ber ferskt og/eða sultað á súper verði.
kveðja.
Eigum við að ræða vínin. Nei, ég held ekki.
Þetta er allt miklu betri vara en sú Íslenska, því miður.
Það er rétt. Íslenskir bændur eiga ekki séns.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 23:54
Ég hef dvalið í nokkrum ESB löndum og ég verð að segja að alltaf er ég jafnánægð með að koma heim og fá okkar góða kjöt og fisk í kjötborðinu á Ísafirði. Það er nefnilega hægt að fá ódýran mat erlendis, en hann er og verður rosalega leiðigjarn til lengdar, svín, kjúklingur og naut yfirleitt allt úrbeinað og niðursneitt. Bragðlítið og já leiðigjarnt.
Ég hef þá trú að það sé hægt að lækka matarverð með því að fækka milliliðum hér á landi, bóndinn fær ekki sjálfur mikið fyrir afurðir sínar, það eru slátuarleyfishafar og kaupmennirnir sem græða á kjötinu. Og bændur fá ekki að taka meira til sín í vinnslu á kostnaðarverði nema 200 kíló á hausti. Síðan verða þeir að kaupa sínar eigin afurðir á fullu verði út úr sláturhúsinu ef þeir þurfa meira.
Þetta kerfi er rétt eins og hjá L.Í.Ú.
Það ætti að aðstoða bændur í að koma upp sláturhúsum að minnsta kosti í hverjum fjórðungi helst fleiri. Því það er líka dýranýð að aka með sláturdýr þvert um landið stundum með hrikalegum afleiðingum. Það er einfaldlega ekki boðlegt út frá dýraverndunarsjónarmiðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 11:46
V.Jóhannsson, geturðu nefnt mér dæmi um eitthvert ESB land þar sem landbúnaðurinn er ekki styrktur sérstaklega?
Auðvitað er víða í heiminum framleidd góð matvæli; skárra væri það nú! En oft er svolítið farið "að slá í" þau eftir flutningsvolkið til landsins.
Það eru tvær mikilvægar ástæður sem mæla með íslenskri matvælaframleiðslu:
- að spara allan þann gjaldeyri sem við getum með eigin framleiðslu innanlands
- að nýta landsbyggðina í því skyni og halda þar uppi atvinnustarfsemi
Við framleiðum nefnilega engin matvæli hér á höfuðborgarsvæðinu þótt einhver fullvinnslufyrirtæki starfi hér.
Kolbrún Hilmars, 27.2.2012 kl. 12:10
Landbúnaðurinn er styrktur í öllum ESB löndum og mest í Frakklandi. Frakkar hafa alltaf haft vinninginn í landbúnaðarstyrkjum, enda mikið landbúnaðarland og harður keppinautur.
Eins og ég sagði í upphafi, þá fá íslenskir bændur ESB styrki ( ekki allir )og verða samkeppnishæfir við aðra bændur innann ESB og það er engin firra, en þá verða þeir líka að sýna getuna að þeir séu styrksins verðir. Það er ekki nóg að gapa og heimta, það verður líka að framleiða góða vöru - og full vinna hana í landinu og svo er það að sjálfsögðu markaðssetningin og þar eru íslendingar ára, ára tugum á eftir öðrum þjóðum.
Ekki veit ég hvort Ásthildur hefur borðað spænskt lambakjöt, en það kemur næst því íslenska og síst verra, en t.d. er það sænska óætt.
Sænski kaslerinn ( reykt svínakjöt) er miklu betra en það íslenska. Og beikon er áfram beikon þegar búið er að steikja það. Alla kjúklinga í Evrópu tek ég fram yfir þann íslenska.
Jú, fiskurinn á Íslandi er frábær en allt of dýr, eins og reyndar allt sem þar er á boðstólnum í öllum myndum, því miður.
kv.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 21:25
FIskur er yfirleitt dýrari í Evrópu, þ.e. góður fiskur. Ef maður þá fær hann eldri en margra daga hálf rotnaðan.
Málið er að matur sem er nánast villibráð eins og lambakjötið okkar er ekki bara gott kjöt heldur líka hreint kjöt án allra lyfja, það á líka við að mestu leyti um svína og hænsnakjöt. Þess vegna er mikilvægt að flytja ekki inn hrátt kjöt, til að sleppa við smitsjúkdóma í kjöti, sem við erum laus við að langmestu leyti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.