Rétt mat hjá fréttamanni

Breiðfylkingin er óskrifað blað og miklu máli skiptir hvernig hún verður skipuð hvað varðar stuðning. Þess vegna eru enn 47% kjósenda (sbr.síðustu skoðanakönnun) óákveðnir.

Ef Hreyfingin verður með er Breiðfylkingin andvana fædd. Að margra mati eiga þingmenn hennar lögheimili hjá núverandi stjórnarflokkum.

Ekki hvarflaði a.m.k. að Lilju-flokknum að bjóða þeim far.


mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lilja Mósesdóttir er búin að bjóða öllum far.

Það er öllum frjálst að koma með lýðræðislega og réttláta sýn inn í þetta afl.

Hver og einn verður að þora, einn og óstuddur af gömlu flokka-klíkunni, að styðja ótroðna vegferð réttlátara og betri tíma.

Vegurinn að réttlæti verður til á meðan við göngum ótroðnar slóðir.

Hvað hefði Nelson Mandela sagt um réttlætis-mannréttindis-sinnað og fátækt framboð?

Nelson Mandela sigraði, einmitt vegna réttlætiskenndar og fátæktar!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna, þú ert einn sá bjartsýnasti penni sem ég sé á blogginu.

Það er rétt að Lilja býður alla velkomna, en þá meinar hún stuðningsmenn, ekki karaktera sem hún vill stilla upp efst á framboðslistum.

Svo sting ég uppá því, Anna, að þú setjir inn mynd af þér og opnir bloggið þitt aftur. :)

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 16:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit auðvitað ekki hvað verður úr framboðinu hjá Breiðfylkingunni, en ég veit að þau hafa verið að tala saman frá því í haust, þegar þau voru að hittast á mótmælafundum og tunnudögum.  Þau deila grasrótarmiðstöðinni ásamt öðrum grasrótarsamtökum.  Ég held að úr þessu samstarfi hafi ekki orðið ef þau hefðu ekki komið sér saman um grunnlínurnar.  Ég þekki mitt heimafólk og veit að þau hafa ákveðnar skoðanir og svo er líka um flesta í hinum samtökunum.  Ætli Hreyfingin hafi ekki bara komist inn á þá línu sem verið er að ræða.  Mér skilst að gott samkomulag hafi náðst um helstu mál, eins og Heimilin, verðtrygginguna, sjávarútvegsmálin og Stjórnarskrána.  Einhver fámennur hópur innan þessarar Breiðfylkingar er á því að skoða ESB málið.  En þar er stór minnihluti og ég vona að þau kjosi það út af borðinu með alla slíka drauma.   Ég hef allavega tekið það sterklega fram að ég geti ekki stutt neitt framboð sem hefur opna ESB aðlögun í sinni stefnu.  Þess vegna ætla ég að bíða og sjá hvað verður.  En eins og er lýst mér afar vel á þessa fylkingu satt að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 17:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, ég hef aðeins fylgst með þessu starfi álengdar, líkt og þú.  En ég hef ekki enn heyrt hvað Samtök Fullveldissinna og Lýðræðishreyfingin setja fyrir sig varðandi samstarfið. 

Þó þykir mér fáránlegt að Borgarahreyfingin samþykki aðkomu Hreyfingarinnar.   Að öðru leyti líst mér vel á viðræðurnar.  

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 18:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hlakka til að sjá útkomuna eftir fundinn þann 12.  er það ekki annars á morgun.  Ég samdi í gamni ljóð svona til áréttingar.

 

ÁFRAM  NÝTT ÍSLAND.  

Áfram – Nýtt Ísland, við ýtum úr vör,

á úfinn og kólgandi marinn.

Með hugsjónir góðar, er hafin sú för

og heilagur rétturinn varinn.

 

Þegnarnir uppskera eins og þeir sá.

„Þetta“ er alla að kyrkja.

  þurfum við atkvæð´ og þau ekki fá

því  við viljum mannauðin virkja.

 

Því réttum við fram okkar hjálpandi hönd,

 heitstrengjum -  ykkar er valið.

Og biðjum að fljótlega bresti þau bönd

Sem brýnt hafa okkur og kvalið.

 

Áfram – Nýtt Ísland, við siglum þann sjó

Sem samhugur einn getur bundið.

Og finnum þá gleði í hjarta-  og fró,

Sem friðþæging ein getur fundið.

 Þetta kom bara svona einn morguninn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 18:33

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er vel ort hjá þér Ásthildur.  Eiginlega hikstaði ég aðeins á þessu með "friðþæginguna" - en flokka það bara undir skáldaleyfi. 

Já, það er rétt,  Breiðfylkingarfundurinn er á morgun.  Kannski kemst ég - eru annars ekki allir velkomnir? 

Hver sem árangurinn verður, þá vonandi rætist ekki gamla máltækið:  "Það sem varast vildi hann, varð þó að koma yfir hann."

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 19:38

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún, það eru allir að sjálfsögðu velkomnir, og meira að segja hvattir til að mæta. Það eru einmitt þeir sem mæta (eða meirihluti þeirra) sem munu ráða því hvað kemur út úr þessu. Það er það skemmtilega við breiðfylkinguna, þar er ekkert fyrirfram grafið í stein af fáum aðilum í lokuðu rými, heldur markaðar breiðar línur og fjölbreyttir valmöguleikar sem áhugasamir þáttakendur ákveða svo hvernig muni líta út í endanlegri mynd. Á nokkuð að gera þetta einhvernveginn öðruvísi?

Kolbrún, þú inntir eftir því hvað standi upp á Samtök Fullveldissinna í þessu sambandi. Það er í raun ekkert annað en nákvæmlega það sem ætti að vera augljóst ef stefnuskrá samtakanna er lesin, eða bara heiti þeirra.

Þess vegna er mikilvægt að þeir sem hafa áhuga á að koma góðri stefnu á framfæri mæti á morgun og leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Í Grasrótarmiðstöðina Brautarholti 4, klukkan 12:00 sunnudaginn 12.2.2012.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2012 kl. 21:34

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, eftir að samtökin eru búin að sverja af sér þátttöku; hver er þá tilgangurinn með því að mæta?

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 22:00

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er ekkert að því að mæta Kolbrún ef þú hefur áhuga á því.  Þótt Samtök fullveldissinna sem samtök taki ekki þátt í stofnun Breiðfylkingarinnar þá hefur ekki verið lokað fyrir það að samtökin taki þátt seinna meir, en það er eitthvað sem þyrfti að taka ákvörðun um á félagsfundi.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.2.2012 kl. 22:43

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, er þá ekki kominn tími á félagsfund?

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 22:52

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jú.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.2.2012 kl. 22:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún mættu fyrir mig líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 22:57

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er rétt að engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu af hálfu Samtaka Fullveldissinna um formlega þáttöku í neinu. Um þetta gildir að við getum ekki tekið ákvörðun um þáttöku í einhverju sem er ekki vitað hvað er. Það kemur nefninlega í ljós á morgun hvað það verður.

Aðeins félagsfundur samtakanna getur tekið ákvörðun um framtíð þeirra. Stjórnin færi ekki að taka neinar dramatískar stefnubreytandi ákvarðanir nema í samráði við félagsmenn. Sem einstaklingar höfum við einfaldlega eyrun og augun opin og gerum svo upp hug okkar þegar við höfum allar forsendur til þess að gera það.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2012 kl. 23:16

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur,  mér er vel kunnugt um að stjórn samtakanna er vel skipuð af hæfum einstaklingum sem sýna enga ráðríkistakta. 

Og ég er fyrir mitt leyti samþykk því að taka ekki þátt í Breiðfylkingunni að svo stöddu.  En ef ég ákveð að mæta á fundinum á morgun má ég þá búast við að hitta einhvern samflokksfélaga?

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband