Misskildi fjármálaráðherrann þetta með kolefnisgjaldið?

Hélt hann ef til vill að þessi ETS skattur væri ætlaður þjóðríkjum Evrópu sem stjórntæki heima fyrir?

En þar sem ráðherrann hefur nú tilkynnt að hann leggi tvísköttunaráformin til hliðar, þá er greinilegt að einhver hefur sagt honum að kolefnisgjaldið er tekjulind ESB apparatsins en ekki íslenska ríkisins.

Umhverfisráðherrann hefur ef til vill misskilið þetta eitthvað líka þegar hann afsalaði sér - fyrir hönd Íslands, réttmætum hluta "kolefniskvóta" landsins í Kaupmannahöfn hér um árið?


mbl.is Hætt við hækkun kolefnisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kolbrún þetta fólk er svo miklir aular að það hálfa væri nóg.  Segir manni bara að ómenntað eða lítið menntað fólk á ekki erindi í ráðherrastóla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, viðkomandi ráðherrar eru nógu mikið menntaðir til þess að orðatiltækið "menntun er ekki allt" var engin tilviljun.

Kolbrún Hilmars, 28.11.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að tala um jarðfræðinginn sem varð fjármálaráðherra? eða flugfreyjuna sem varð forsætisráðherra, nú eða laxafræðiginn sem varð utanríkisráðherra?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 20:15

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég held að þetta sé einmitt tilfellið, Kolbrún. Þetta fólk skilur ekki textann sem það er að fást við og talar því út og suður. Að vera mellufær á enska tungu dugir ekki í ráðuneytum ríkisins.

Ragnhildur Kolka, 28.11.2011 kl. 20:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, það er nú málið. Ekki laust við að manni læðist sá grunur að þjónkun og undanlátssemi íslenskra ráðamanna gagnvart erlendum hagsmunum stafi einmitt af þessu. Að okkar menn skilji bara ekki um hvað málin snúast og segi JÁ við öllu einungis til þess að upp um það komist ekki.

Kolbrún Hilmars, 29.11.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband