Röng fyrirspurn leiðir af sér rangt svar

Miðað við "Ísland í dag" myndi landið áreiðanlega verða nettógreiðandi til ESB.

En hvað verður EFTIR inngöngu, þegar aðalatvinnuvegurinn verður kominn í hendur ESB? Fullyrt hefur verið að 30% tekjur sjávarútvegsins, sem byggist á flökkustofnum, verði strax úr sögunni. Hvað verður svo um hin 70% þegar við höfum misst yfirráðin?

Nær hefði verið að spyrja hver staðan yrði EFTIR aðild og aðlögun.


mbl.is Ísland verði nettógreiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hlutfallslegur stöðugleiki tryggir okkur óbreyttan veiðirétt

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2011 kl. 22:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvieyki, það ekkert tryggt þegar ESB er annars vegar.

Kolbrún Hilmars, 24.11.2011 kl. 10:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ef við fáum þessa reglu tryggt í samninginn okkar þá er meiri líkur að íslendingar samþykkja samninginn.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt hjá ykkur, meiri líkur á samþykki. Það er þó ekki áhyggjuefnið, heldur hvernig ESB myndi geta staðið við sinn hlut.

Bretar kvarta t.d. yfir því að spænskir og portúgalskir hafi farið bakdyramegin inn í þeirra umsamda "stöðugleika" og hirt stóran hlut hans.

Kolbrún Hilmars, 24.11.2011 kl. 11:11

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það verður ekki gerð breyting á Rómarsáttmálanum í þágu okkar íslendinga. Við fáum  "stjórnarskrá" ESB ef við samþykkjum að ganga inn í sambandið.

Í þeirri stjórnarskrá eru réttindi allra ríkja skrifuð. Ekki láta ykkur dreyma um að við fáum breytingu eða endanþágu frá stjórnarskrá þeirra í ESB.

Eggert Guðmundsson, 24.11.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

við breytum ekki rómarsáttmálinum... enda er enginn að tala um það. heldur einungis að tryggja þessa reglu inn í samninginn okkar.

þegar það er gert þá verður þetta 100% öruggt fyrir okkur íslendinga því samningur hvers ríki við ESB er jafn óhaggalegur og stofnsáttmálinn

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 11:48

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er eins og ég sagði, þá eru ESB sinnar í draumaheimi.

Varanleg undanþága, 100% öruggt, óhagganlegt.

Reynið að vakna til raunveruleikans.

Eggert Guðmundsson, 24.11.2011 kl. 12:16

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég get sagt það sama um þig eggert. þú kemur ekki með neinar heimildir sem hrekja minar staðreyndir.

við skulum bara vera sammála um það að fá að sjá samninginn og þar verður þetta sýnilegt svart á hvítu.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 13:46

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, verður blekið á samningnum þornað áður en forsendurnar breytast?

Það er ýmislegt í gangi hjá ESB þessa dagana sem boðar eitthvað allt annað en óbreytt ástand eða stöðugleika.

Kolbrún Hilmars, 24.11.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband