Sigur Fjórflokksins

Nýlegar samþykktir landsfunda afleggjara hans, X-S, X-VG og nú X-D, staðfesta að engir þeirra hafa áhuga á því að breyta eða bæta eitt né neitt. Tilgangslaust hjal í formi yfirlýsinga má telja víst að verði gleymt, eða hreinlega svikið, þegar kemur að ísköldu hagsmunamati afleggjaranna. Formannskjör stærsta stjórnarandstöðuflokksins virkar svo eins og upphrópunarmerki í þessu samhengi.

Það er kominn tími á að hrinda þessari samofnu hagsmunaklíku.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hefði sigur Hönnu breytt einhverju varðandi 4 flokkakerfið ?

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 16:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Áreiðanlega, Hilmar. Ekki kannski strax í dag eða á morgun, en örugglega í náinni framtíð. Ef við þurfum á annað borð að búa við einokun fjórflokksins til framtíðar, þá er bæði honum og okkur hollt að splitta honum upp í frumeindir aftur.

Kolbrún Hilmars, 20.11.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

FLokkurinn er náttúrulega vonlaus með viðskiptasóða eins Bjarna við stjórnvölinn. Hvað er hann aftur með mörg gjaldþrot á bakinu sem stjórnarformaður? BNT, N1, Vafningur.

LOL, FLokkurinn er að grafa sína eigin gröf og er það kannski val. Ekki mun ég gráta hann.

Guðmundur Pétursson, 20.11.2011 kl. 22:06

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, þrír af fjórum afleggjurum hafa svikið - ef ekki samþykktir eigin flokks, þá  jafnvel kosningaloforð sín.  Í því felst grafargröfturinn.

XS sveik skjaldborgarloforðið, XVG sveik ESB loforðið,  flestir þingmenn XD, með formanninn í broddi fylkingar, sviku í Icesave málinu.  Sá eini sem ekki hefur enn svikið neitt er XB.  

E.t.v. hefur Framsókn þar með slitið sig frá fjórflokknum og réttast væri því að tala um þríflokk héðan í frá?

Kolbrún Hilmars, 21.11.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband