Hvað með krúttlegu ESB paradísirnar?

Ekki eru þær á lista Sarkozy. Komið hefur fram í fréttum að Luxembourg og Kýpur viðhafi svipaða bankaleynd og Sviss og Lichtenstein.

Síðarnefndu löndin tvö eru á lista Sarkozy og eru ekki aðildarríki ESB. Hin tvö fyrrnefndu eru hins vegar ekki á listanum, en tilheyra ESB. Skyldu þau vera aðgengilegri, hvað varðar upplýsingagjöf, fyrir innvígða í ESB en aðra?

Hvað sem því líður; íslenskum rannsóknaraðilum hefur reynst erfitt að klifra yfir bankaleyndargirðinguna í Luxembourg.


mbl.is Sniðganga skattaparadísir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að hann nefni eki Tortólu, Isle of Man og Gurnsey. Hann ætlar líklega bara að hafa færri og stærri paradísir.

Það eru allavega 24 skattaparadisir hér í heimi. Hollendingar og Bretar eiga 7. Það er því ekki líklegt að Sarkosi sé mikil alvara, né eigi nokkurn sénsá að hafa ahrif á þetta. Þetta er því ekkert annað en meðvituð hræsni og populismi. Kannski vill hann bara fá samþykki fyrir því að Frakkar fái líka að hafa þær. Það finnst mér líklegra.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Jón Steinar fyrir að minna á aflandseyjar ESB ríkjanna.  Þær eru auðvitað ekki heldur á lista Sarkozys. 

Já, gaman væri að vita hvað vakir fyrir karlinum.  

Kolbrún Hilmars, 5.11.2011 kl. 12:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar ábendingar hjá ykkur tveimur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 13:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Ásthildur.  Ég geymdi nefnilega besta bitann þangað til síðast, eða það sem kemur fram í fréttinni um að G-20 ríkin hyggist birta uppfærðan lista yfir ósamsstarfsfúsar þjóðir.

Af G-20 ríkjunum eru aðeins 4 ESB þjóðir; Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Bretland. Svo eitthvað fyrirbæri sem heitir EU!?  Hin ríkin eru öll utan Evrópu nema Rússland.

Sennilegast er að Sarkozy sé að reyna að koma í veg fyrir að ESB lönd og það sem þeim tengist lendi ekki á þessum alþjóðalista - þótt verðskuldað sé.

Kolbrún Hilmars, 5.11.2011 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband