Hver er ábyrgur?

Það kom fram í einni þeirra frétta um þessa manngerðu jarðskjálfta að starfsleyfi OR við Hellisheiðarvirkjun hefði verið skilyrt um að affallsvatninu yrði dælt niður í borholur á staðnum.

Svo virðist sem OR sé aðeins að fara eftir skilmálunum. Sem valda ekki aðeins taugatitringi heldur verulegum óþægindum fyrir fólk í næsta nágrenni.

HVER setti þessi skilyrði?


mbl.is Enn skjálftar á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var líka að velta þessu fyrir mér, skrýtið???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 14:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Eyða Hveragerði.....

Vilhjálmur Stefánsson, 16.10.2011 kl. 15:26

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, þetta er að verða svolítið þreytandi.  Nú er jafnvel þriðji aðili; jarðeðlisfræðingar hjá Veðurstofunni kallaðir til útskýringa og afsakana. 

OR reynir líka að gera sitt; hefur boðað til íbúafundar í Hveragerði á morgun - gaman að vita hvort eitthvað vitrænt verður þar á boðstólum?

Sú stofnun, sem líklegust er til þess að eiga sökina, þegir enn þunnu hljóði.  

Kolbrún Hilmars, 16.10.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hver er ábyrgur ?, - svolítið kúnstug spurning, - finnst mér. Spyrjið almættið, ???. TH.

Tryggvi Helgason, 16.10.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það ekki?  allir eiga að vita að enginn ber neina ábyrgð á einu né neinu á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 21:27

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hversvegna setja "Græningjarnir" og umhverfispostularnir ekki "tappa" í eldfjöllin ?

Hver ber ábyrgð á gosinu í Eyjafjallajökli, - ? Eða ef Katla byrjar næst, - hver ber þá ábyrgðina ?

Tryggvi Helgason, 16.10.2011 kl. 21:49

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum að tala um MANNGERÐA jarðskjálfta Tryggvi, koma til vegna þess að verið er að dæla vatni niður í iður jarðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 22:21

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gústaf, þegar fávís spyr er það vegna þess að hann sættir sig ekki við fávísina. 

Ekki leist mér samt á blikuna, þegar eldfjallafræðingurinn sjálfur spurði sömu spurningar á bloggi sínu.  Ég efast um að einhver bendi honum á almættið...

Kolbrún Hilmars, 17.10.2011 kl. 10:08

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tryggvi - átti þetta að vera.  Vonandi afsakar þú nafnavilluna

Kolbrún Hilmars, 17.10.2011 kl. 10:12

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrir nokkrum dögum var Katrín Júlíusdóttir að verja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Í því viðtali sagði hún Hellisheiðavirkjun vera eitt af afrekum stjórnarinnar. Segir það sig ekki sjálft að ríkisstjórnin taki þá ekki á sig ábyrgðina fyrir jarðskjálftunum

Ragnhildur Kolka, 18.10.2011 kl. 15:21

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, því miður virðist ríkisstjórnin vera stikkfrí - ég sneiddi einmitt að hennar hugsanlegu ábyrgð í þessu bloggi.

Niðurstaða Hveragerðisfundarins í gær var að ENGINN bæri ábyrgð. En fólk má hafa samband við tryggingafélag OR ef það heldur að það hafi orðið fyrir tjóni...

Kolbrún Hilmars, 18.10.2011 kl. 16:12

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En sú vitleysa og stjórnleysi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 16:48

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vel orðað,  Ásthildur.  Vitleysa og stjórnleysi!

Frá eigin sjónarhóli t.d. þá er rúmið mitt venjulegt amerískt gormarúm með ótöldum innbyggðum þægindum (skv. pistli sölumanns)  en þegar það er farið að haga sér eins og vatnsrúm, þá er eitthvað að.  Verst að skollans rúmið er komið úr ábyrgð...

Kolbrún Hilmars, 18.10.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband