Títuprjónareglugerð næst?

Gleymdist ESB að setja reglugerð um títuprjóna eða er hún í vinnslu? Eins og allir vita eru títuprjónar stórhættulegir í annan endann og full ástæða til þess að prenta viðvörun á títuprjónahausana. Að vísu er plássið ekki mikið en það mætti þó skylda framleiðandann til þess að skaffa stækkunargler með hverjum títuprjóni.

Sérstaklega skemmtilegt ef viðvörunina þarf að prenta á mörgum tungumálum...


mbl.is Blöðrubann sett á börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt bull ! Enn eitt bullið frá ESB.

Verður börnum ekki bráðum bannað að leika sér.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Umrenningur

Hún amma mín heitin viðhafði oft orðatiltækið " Á misjöfnu þrífast börnin best " ég held að það sé enn í fullu gildi, þrátt fyrir esb ruglið.

Umrenningur, 13.10.2011 kl. 18:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður punktur, það er ekki gott að stinga sig á títuprjónum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2011 kl. 18:51

4 Smámynd: Aztec

Framkvæmdarstjórnin ætti að muna eftir að senda út tilskipun um að á heimilum þar sem eru börn eigi að taka allar hurðir af hjörum, enda er auðvelt að klemma puttana. Einnig eiga dyrnar að baðherbergjum og eldhúsum að vera lokaðar, því að börnin gætu dottið ofan í baðkarið eða brennt sig á eldavélinni.

Aztec, 13.10.2011 kl. 19:04

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Reglugerðir og samræmd stöðlun er mjög skynsamleg.

Fyrir nokkru var eg á ferð um Skotland með meira en 70 löndum okkar. Við vorum á vegum Skógræktarfélags íslands, alveg frábær ferð.

Við vorum nokkur sem höfðum hlaðið rafhlöðurnar okkar fyrir myndavélarnar en urðum uppiskoppa með straum. Við vorum a.m.k. tveir landarnir sem urðum fyrir því óhappi að skilja hleðslutækin eftir heima. Þó við reyndum mikið þá voru engir með hleðslutæki sem rafhlöðurnar pössuðu! Er eg þó með eina algengustu myndavélina, af gerðinni Canon IXUS 8515. Enginn af þeim ca 30 sem buðu aðstoð höfðu hleðslutæki sem pössuðu!

Ef um væri að ræða staðlaða framleiðslu að ræða hefði þetta ekki verið neitt mál.

Margir agnúast út í EBE og sjá því allt til foráttu. En ekki er svo alt illt að ekki boði eitthvað gott. Innganga í EBE gæti ekki orðið verra en bankahrunið. Kannski okkur væri best búið undir verndarvæng yfirþjóðlegs apparats eins og EBE. Kannski við gætum verið laus við fjármálamafíurnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2011 kl. 21:40

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og gefur að skilja of ég hélt ég hefði útskýrt nægilega vel fyrir skömmu síðan á öðrum stað, þá eru þetta reglur um staðla, merkingar og markaðssetningu. Eins skiljanlegt og rökrétt og hugsast getur. þetta er í raun uppfærsla á eldri reglugerð og ég er ekkert viss um að svo mikla breitingar séu beinlínis. Skerpt á ýmsum atriðum.

That said, þá er þetta EEA relevant reglugerð. þ.e.a.s. hún gildir á öllu EES svæðinu. Ísland er að fara að setja lög til að implementera umrætt dírektíf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 22:11

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig datt mér það í hug að reglugerð yrði sett um viðvörun á títuprjóna? Auðvitað verða þeir bara bannaðir...

Kolbrún Hilmars, 13.10.2011 kl. 22:53

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ómar:

Hvernig væri að skrifa hugsanir sínar á almennilegri íslensku?

Hvað er relevant reglugerð?

og hvað áttu við með að implementera?

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2011 kl. 23:17

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EEA relevant = Tilheyrir/viðkomandi EES

Implement = Innleiða/hrinda í framkvæmd.

það er samt betra eiginlega að nota ensku orðin yfir þetta. þau ná merkingunni betur og þetta er bara framþróun íslenskunnar og styrkir hana að geta skotið inn erlendum orðum í hið ritaða mál endrum og eins.

Svo er nú það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 23:51

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er vonandi ekki tæplega 27000 orð í títuprjónareglugerðinni, eins og eru um andaregg.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2011 kl. 00:42

11 identicon

Ómar Bjarki 13.10 13/11

Hvaða ár var það sem þessi framþróun íslenskunnar gerðist Ég er nú komin á áttræðisaldur og hef nú fylgst með Landanum úr fjárlægð.

Ómar Bjarki, eiga þessar "enskuslettur" ekki fremur heima í einhverju öðru landi? Einhverju landi, sem þú ættir heldur að búa í.

Frá mínum bæjardyrum virkar þitt komment eins og komið sé frá einhverum "undanvilling". (ef þú þekkir það orð?)

no:2.

Hverjum átti merkingin að ná???? Svei Attan.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 08:51

12 identicon

"implementera umrætt dírektíf" = Innleiða umræddri reglugerð.

Gjörðu svo vel. Hér hafiði þýðingu sem nær merkingunni. Ekkert jafn ömurlegt og þegar einhver sem kann ekki einföld orð heldur að hann sé að "betrumbæta" málið í stað þess að drullast til að fletta upp orðabók. Það er ekki framþróun fyrir íslensku og hoppa bara yfir í eitthvað annað. Þessi orð voru þegar til í Íslenskunni þannig að vertu ekki með svona skítaafsakanir.

Einar (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 12:14

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómari til afsökunar, þá vill hann ekki nota íslensku orðin aðlögun, innlimun og innleiðing - því þau eru viðkvæm fyrir gallharða ESB sinna. Miklu betra að smíða nýyrði eins og að "implementera".

Alveg eins og maðurinn sem mætti nýgiftu brúðhjónunum á leið úr kirkjunni. Hann vildi óska þeim til hamingju og vera grand á því, en í stað þess að segja "ég gratúlera" sagð'ann: "ég spekúlera".

Kolbrún Hilmars, 14.10.2011 kl. 15:59

14 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Guðjón ertu virkilega að bera saman það að banna börnum að blása í partýlúðra og partýblöðrur saman við að samræma staðla yfir batterý/hleðslutæki.. er ekki alltílagi?

Jóhannes H. Laxdal, 14.10.2011 kl. 22:28

15 Smámynd: Aztec

Guðjón: EBE er liðið undir lok. ESB tók því miður við á síðari hluta níunda áratugarins. Það er aðildin að hinu drottnunarsjúka ESB sem við agnúmst út í.

ESB er alveg eins spillt og óskilvirkt og EBE var. En þó er mikill stigsmunur. Með ESB hvarf fullveldi aðildarríkjanna fyrir fullt og allt. 

Aztec, 15.10.2011 kl. 00:36

16 identicon

Rómarveldi til forna leið undir lok vegna reglugerðarfargans. Allir sem vilja sjá, sjá það að ESB er á leið í upplausn. Löndin eru of ólík innbyrðis frá efsta þrepi til þess neðsta í svo mörgum skilningi. ESB er sambærilegt við það ef nokkur af nýju fjölbýlishúsum þeirra efnameiri í Skuggahverfinu slæðu húsfélögum saman og tækju eins og 2-3 blokkir í Breiðholtinu með.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 13:49

17 identicon

Kolbrún, öll þessi orð þín eru ekki nýyrði. Þau eru slettur. Hvað varð um hugtakið "Ég er að pæla" eða "velta fyrir mér"? "Spekúlera" er ekki íslenskt orð. Einhver tók orðið "Speculate" og ákvað að setja kommu í það til að þykjast vera gáfaður.

Útrásavíkingar töluðu um að "implementera", "synergæsa" og "innóveita. Þetta voru allt saman hálfvitar sem tóku löng ensk orð og tróðu þau inní ræður sínar að því þeim fannst þau svo flott. Ef svona fólk hefði fengið að ráða, árum áður, værum við að nota kompjútora í stað tölva, takandi eleveitora milli hæða og keyrandi um á körum. Ég vil ekki sjá mína kynslóð eyðileggja Íslenskuna. Í guðs bænum veltið fyrir ykkur hvað þið eruð að gera við málið.

Einar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 15:02

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, sagan er sönn.

Þetta atvik átti sér stað í kaupstað fyrir norðan einhvern tíma um miðja síðustu öld. Þá þótti enn fínt að sletta dönsku - en það voru ekki allir sem höfðu sletturnar á hreinu :)

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 15:25

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viðauki:  Fyrir þá sem hafa áhuga á tungumálum, þá eru orðin "at gratulere" og "at spekulere" góð og gild dönsk orð.  Sambærileg orð í ensku eru til en þar sem bæði þessi  tungumál eru gegnsýrð af tökuorðum úr latínu (með millilendingu í frönsku) er alls ekki víst að þau eigi uppruna í  gamla sam-germanska orðabankanum.  En það þarf betri og fróðari samanburðarmálfræðinga en mig til þess að skera úr um það 

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 17:05

20 Smámynd: Aztec

Kolbrún, 70% af dönsku er þýzka. Þú getur tékkað þetta með því að bera saman þessi tvö tungumál.

Aztec, 15.10.2011 kl. 19:20

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þýska en líka sænska og franska, til dæmis orðið gluggi og mörg önnur orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 19:50

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

María, danskan auðvitað þýskuskotin líka, og þá á ég við seinni tíma tökuorð.  En 70% - nei.  Danskan er bara ennþá svona skyld þýskunni vegna nábýlisins.

Við megum ekki gleyma því að þar sem norður- og vestur germönsku málin eiga sama grunninn þá er óhjákvæmilegt að þau endurspegli hvort annað.  Ekki síst ef um nágrannalönd er að ræða.  

Oft fussar fólk og sveiar yfir íslenskum orðum sem viðkomandi heldur að séu tökuorð úr ensku, sem eru í rauninni sameiginleg ævagömul.  Old Norse kalla enskir málið, sem við íslendingar tölum enn tiltölulega óbjagað.

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 19:58

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, gluggi er skemmtilegt dæmi. 

Enskir eiga "window",  danskir "vindue", íslenskir "vindauga" - en þýskir "fenster" og franskir "fenetre".  Fyrrnefndu þrjú eru norður germönsk en hin tvö síðarnefndu úr latínu; "fenestra". 

Samt eru öll þessi orð komin af  sama grunni, upprunalega germanska málinu, en ef þið skoðið þetta nánar er skyldleikinn augljós:   F = v, i = e, d = t,  osfrv.

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 20:16

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í sænsku heitir það Fönster.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 20:48

25 Smámynd: Aztec

Þessar upplýsingar um 70% hef ég eftir dönsku-/þýzkukennaranum mínum úr menntaskóla. 

Allavega er 70% af dönskum orðaforða sameiginlegur með þýzku, t.d. flest orðin í dönsku sem byrja á "for-" sem er breytiforskeyti (modifier) í dönsku en ekki í íslenzku. Sbr. þessa klausu frá umræðusíðu um þróun forndönsku/austnorrænu:

"Højtysk har ver- og vor- med ret forskellig betydning; ver- kan være
nærmest negerende (verlernen: glemme). De kan svare til (blive til?) dansk
hhv. for- og for(e)-. Det bliver mere indviklet af at dansk tit har lånt
fra nedertysk."

Hins vegar segja sumir, að hægt sé að líta á dönsku (ásamt frísnesku og hollenzku/flæmsku) sem lágþýzku (plattdeutsch) og sem slíkt er afbrigði af þýzku. Hins vegar er danska upphaflega austur-norræna ásamt sænsku meðan fornnorska, færeyska og íslenzka eru vest-norræn mál. Þess vegna er rétt að staðhæfa, að gífurlega mikið af dönsku (og sænsku líka) séu tökuorð úr þýzku sem hafa komið í stað upphaflega orðanna, þar eð á miðöldum þótti fínt að tala þýzku og þannig mengaðist danskan af þýzkum orðum, og einnig af frönskum/latneskum orðum, enda var ennþá fínna að tala frönsku.

Til að rannska hversu mikið af dönsku eru tökuorð úr þýzku, þarf að athuga danska tungu frá víkingaöld (olddansk) og til miðalda (gammeldansk) og alveg fram til 18. öld. Ég hef eki tíma til þess í augnablikinu, en einhver annar sem hefur áhuga?

Annars er hér smá yfirlit um hvaða mál voru töluð á hvaða tímabili á Norðurlöndum (að frátöldu Finnlandi), svo við séum á sömu síðu:

Urnordisk (200-800).
Olddansk/runedansk (800-1100), gammeldansk (1100-1500).
Runesvensk (800-1225), fornsvensk (1225-1526).
Runenorsk (800-1050), gammelnorsk (1050-1350), mellemnorsk
(1350-1525).
Oldnordisk/oldislandsk (1170-1550).
Færøsk (1000-).

Aztec, 15.10.2011 kl. 20:50

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

María fyrst þú minnist á frísnesku, þá er það merkilegt að margar eyjar sem voru einangraðar lengi hafa varðveitt mikið af gamla málinu.  Til dæmis tala frísar um Barn í þeirri merkingu barn.  Á eyjum við Svíþjóð eins og Gotlandi geymdust mörg orð frá gamla málinu rétt eins og í Guðbrandsdal.  Og þar átu menn slátur og svið.  Í hollandi heitir blómkál, blómkál.  Það er virkilega gaman að ræða þessi mál og hvernig fámenn og einangruð svæði héldu sinni málvenju lengi frameftir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 20:59

27 Smámynd: Aztec

Ég myndi vilja kunna hollenzku, þar eð Hollendingar eru vingjarnlegasta, hjálpsamasta og frjálslyndasta þjóð sem til er. Því miður eru þeir sjálfir oft ófríðir (of  arískir) og tungumál þeirra er ekki fallegt, g-ið hjá þeim hljómar eins og hrákur og margir undarlegir tvíhljóðar eru mikið álag á kjálkaliðina.

Hins vegar hefur flæmska, sem er töluð í norðurhluta Belgíu "eðlilegt" g-hljóð og einstaka önnur frávik frá hollenzku, svo að það hljómar dálítið betur.

En það er þannig með öll tungumál (burtséð frá ensku), að maður nennir bara að læra það ef maður ætlar að dveljast í viðkomandi landi að einhverju ráði. Annars getur maður ekki haldið því við.

Hins vegar er nauðsynlegt að styrkja allan mun milli aðildarríkja ESB og þjóðanna og helzt auka þennan mun (tungumál, siði, menningu) og berjast af alefl gegn öllum tilraunum til að skapa hit litlausa evrumenni eins og ESB-sinnarnir vilja. Ef samrunasinnarnir fá að ráða, þá verður Evrópa mun fátækari menningarlega séð.

Mesti brandarinn er að höfuðstöðvar ESB eru í Belgíu, landi sem er að gliðna í sundur. Og mjög táknrænt.  

Aztec, 15.10.2011 kl. 21:22

28 identicon

Spekúlera er ekki ævafornt orð sem má rekja alla leið til Germönsku, hvað þá forn Norsku. Þetta er komið úr lattneska orðinu speculātus. Þú finnur þetta orð bæði í Ensku og Dönsku, enda eru þau ein menguðustu Germönsku málin sem finna má í dag.

Dönskuslettur eru dæmi um þegar við glötuðum næstum málið okkar, árum áður. Á nítjándu öld voru dönskuslettur á sama stalli og enskuslettur eru í dag.

Þá varð ástandið svo slæmt að skólameistarinn í Skálholti stakk uppá að við tækjum bara alfarið upp Dönsku.

Því segi ég að það er hið mesta kaldhæðni að Dani hafi átt stóran þátt í þeirri málhreinsun sem átti sér stað hér á 19 öld. Rasmus Rask hét hann og átti þátt í að stofna Íslenska Bókmenntafélagið.

Á legsteini hans má finna þessi góð orð:

"Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu."

Einar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 22:18

29 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl Kolbrún, það væri gaman að vera með þessu fólki í ,,Fimbulfambi,, einu uppáhalds-spili fjölskyldu minnar. Leikurinn gengur út á að þátttakendur skrifa á miða hvað orð þýðir,sem stjórnandinn (Fambinn),gefur upp. Orðin eru á spjaldi,lausnin er á röngu spjaldsins. Kúnstin er að skrifa sennilega skýringu,viti maður ekki hvað orðið þýðir. Það  gefur þá stig,ef ehv. getur upp á henni,en  auðvitað mest fyrir rétt svar. Ég var góð í gömlum orðum,sem krakkarnir höfðu aldrei heyrt,t.d. Skekkta,sem þýðir ja hvað???

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2011 kl. 03:08

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skekkta er auðvitað smábátur með vél. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 10:19

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl öll og takk fyrir skemmtilega umræðu.

Það er eitt atriði sem ég er sjálf líka sek um, en það er orðlagið að mörg orð komi "úr" latínu, þegar reyndin er sú að þau eru enn að mestu leyti sameiginleg í málum af germönskum uppruna. Sem latína tilheyrir líka.

Sem dæmi nefni ég orðið "faðir". Í dönsku "fader"(far), þýsku "Vater", ensku "Father", frönsku "pere", spænsku "padre", latínu "pater".

Frá þessum sameiginlega uppruna hafa svo málin þróast á ólíkan hátt, oftast vegna landfræðilegra eða pólitískra áhrifa.

Það er bæði sérstakt og skemmtilegt að íslendingar geta þó enn lesið texta forfeðranna frá landnámsöld. En þeirra talaða mál myndum við samt alls ekki skilja. :)

Kolbrún Hilmars, 16.10.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband