10.10.2011 | 18:15
Óvíst að þetta sé rétt mat hjá Lilju
Þeir sem hafa tekið þátt í skoðanakönnunum af þessu tagi vita hver spurningin er: "Muntu kjósa einhvern eftirtalinna stjórnmálaflokka, eða EITTHVAÐ annað".
Flestir (sem á annað borð taka afstöðu) hugsa með sér hver fjórflokksins sé skárstur og svara í samræmi við það.
Það fæst engin gagnleg niðurstaða í þessum skoðanakönnunum fyrr en alvöru valkostir verða í boði.
Eða hver var niðurstaðan í skoðanakönnun um borgarstjórnarkosningarnar - þeirri síðustu, ÁÐUR en Besti varð valkostur?
Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolbrún er ekki líka spurt, ef ekkert annað er valið, myndirðu kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Minnir það einhvernveginn. Þess vegna mælast þeir alltaf frekar háir í skoðanakönnunum. Sammála að þetta breytist ekkert fyrr en alvöru framboð fara að láta kræla á sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 19:31
Ásthildur, í þeim skoðanakönnunum Gallup sem ég hef tekið þátt í er engin svona flóttaspurning með XD. Hef alltaf sloppið með mitt klassíska "skila auðu".
A.m.k. hefur aldrei hvarflað að mér að kjósa bara "eitthvað". :)
Kolbrún Hilmars, 10.10.2011 kl. 19:56
Kolbrún,það hefði ég getað sagt mér,þú kýst ekki bara eitthvað!!
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2011 kl. 21:39
Ég held að Bestiflokkurinn hafi gengið frá því að nýjir flokkar verði virtir að vetthugi hvað varðar traust, aftur á móti gæti flokkur sem lofar allt fyrir ESB fengið ESB sinna til sín og þannig komið sem nýtt afl á móti ESB andstæðingum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.10.2011 kl. 22:47
Stjórnmálaflokkar eru ekki byggðir upp á grunni lýðræðis, heldur sérhagsmuna-klíkuhagsmunum (fyrir utan Besta flokkinn). Svo standa auðmannaklíkurnar í bakherbergjunum og rétta fram peninga og embætti til þeirra gráðugustu og hungruðustu, og toga í stjórnarspottana til að skattauðurinn af launum almennings renni í ránsbankana þeirra, eins og gamli Rokkefeller-svika-auðmaðurinn í USA gerði, til að blekkja fram traust hjá almenningi (kosningatraust).
Ef einhver trúir því ennþá að Ísland þurfi á slíkum niðurrifsöflum að halda, þá er ekki von að vel gangi hjá lýðnum í landinu.
Gallup er Galla-uppistand, og það ætti flestum að vera ljóst að þessar kannanir eru keyptar, falskar skoðanaþvinganir, og til þess gerðar að mynda skoðun hjá villuráfandi, sviknum og rændum lýðnum.
Gangi Lilju M. og okkur öllum sem allra best að berjast gegn sérhagsmuna-klíkunum svikulu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2011 kl. 23:59
Anna Sigríður mín, ég þekki vel til Frjálslyndaflokksins, var þar í miðstjórn og átti þátt í að vinna að málefnasamningi hans. Þar er samvinna en ekki valdaklíkur, enda okkar fólk virkt í mótmælunum bæði búsáhaldabyltingunni og tunnunum og líka borgarafundunum. Það eru ekki allir flokkar klíkusamfélagl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 00:07
Ég er nú ekki alveg sammála þér núna, Anna Sigríður. Skoðanakannanir Gallup eru marktækar í sjálfu sér, hver sem "kaupir" þær. Auðvitað má leggja spurningarnar upp á ýmsan máta og þannig "for-hanna" svörin ef svo ber undir, en yfirleitt birtir Gallup niðurstöður með því að segja fyrir hvern könnunin var gerð. Síðan getur hver dregið sína ályktun í framhaldinu.
Sjálf hef ég í nokkur ár verið þátttakandi í svokölluðum viðhorfahópi Gallup, þar sem spurningarnar snúast um allt milli himins og jarðar, þám pólitík, en hef aldrei fundið fyrir neinni "skoðanahönnun" þar. Yfirleitt nokkurs konar já og nei spurningar þar
Ingibjörg, þetta var líka sagt um Borgarahreyfinguna - en eru þetta ekki bara vaxtarverkir nýrra tíma í pólitíkinni?
Ásthildur, ég á stefnuskrá FF og sé bara hreint ekkert athugavert við hana.
Kolbrún Hilmars, 11.10.2011 kl. 12:55
Gaman að heyra það Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 12:58
Helga, ekki ætlaði ég viljandi að gleyma að svara þér - takk fyrir góð orð
Kolbrún Hilmars, 11.10.2011 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.