Beitin á næstu bújörð

Ætlast írar og skotar til þess að íslendingar smali makrílnum í íslensku lögsögunni og sendi hann aftur til síns "heima"?

Eða er venjan þarna syðra að bændur beiti búfénu sínu á jarðnæði nágrannans að vild, án endurgjalds og án tillits til þess hvort viðkomandi jörð þoli áganginn?


mbl.is Írar vilja aðgerðir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Rétt,,,,   væri nú ágætt að kommenta í Irsku blöðin.þau voru dugleg við það í þjóðarheiðri þegar umræðan þar snerist um Icesave. Svo er annað hvort maður getur ætlast til þess af þeim,ekki gerir ríkisstjórnin það,það er allt heilagt í esb.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2011 kl. 01:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, núverandi ríkisstjórn lyftir ekki hendi í þessu makrílmáli þótt um sjálfsvörn sé að ræða.

Annað sem ég hef verið að skima eftir en ekki fundið; skilar makríllinn sér "heim" eftir ábeitina í íslensku lögsögunni eða er hann kominn til þess að vera? Það hlýtur að vera lykilatriði í öllum viðræðum um makrílveiðarnar.

Kolbrún Hilmars, 28.5.2011 kl. 13:35

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki átt von á nokkru frá þessari geldu stjórn okkar í þá átt að verja hagsmuni Íslands því að þar á bæ sért ekkert nema ESB og AGS ryksugan!

Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband