Endursýning: Ísland forfeðra okkar.

Eldur er uppi eins og oft áður.  Nú í Grímsvötnum og eldstöðin spýr ösku og eimyrju yfir byggðirnar.

Íbúum eru bannaðar allar flóttaleiðir.  Hvort heldur sem er gangandi, á hesti eða bíl.  Sjóleiðin er ekki valkostur á stærstum hluta svæðisins.

Öskuskýið lokar öllu á suðurlandinu, hávaðarokið á suð-austurlandinu,  stórhríðin og snjóþyngslin þar fyrir norðan.

Þrátt fyrir alla nútímans tækni er ástandið ekkert skárra en  á öldum áður - samt segir tímatalið okkur að hérlendis eigi að vera komið sumar.  

Nú vitum við hvernig langa-langa-langa-afi/amma höfðu það hér í den.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Mikið rétt og maður veltir fyrir sér hvernig okkur sem erum góðu vön myndi ganga í slíku án allrar tækni - ansi hræddur um að margir gæfust upp, en vissulega ekki allir - það er nefnilega til alvöru fólk á Íslandi............

Eyþór Örn Óskarsson, 23.5.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt, við erfðum þrautsegjuna af þessum löngu liðnu forfeðrum okkar. Við megum miklast af því.

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2011 kl. 01:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er sammála ykkur, Eyþór og Helga.  Miðaldra og yngri íslendingar vanist góðu og trúa varla gömlum sögnum um hvað áar okkar þurftu að þola af hálfu náttúrunnar.  Nú er talið að það þurfi að vernda náttúruna fyrir okkur...

Og hugsið ykkur bara að núna, í þessari "endursýningu", hefur fólk þó bæði rafmagn og rennandi vatn inni í hýbýlum sínum.   Ekki beint fýsilegt að þurfa að rata á bæjarlækinn í ösku- eða stórhríð - hvað þá ef neysluvatnið er eintóm  öskuleðja.   Ljósið fékkst heldur ekki nema með illa þefjandi lýsi í lömpum og  þurfti að fara spart með.   Matseldin á hlóðum þar sem oftar en ekki var eingöngu (mengandi) mór til uppkveikju.  Merkilegt að nokkur sála hafi lifað þessa tíma af...

Kolbrún Hilmars, 24.5.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Á bloggi Jóns Lorange rifjar hann upp sögur af fátæku fólki,sem var flutt hreppaflutningum,með börn,sem síðan var boðið í eins og hverja aðra þræla til vinnu. Þetta er úr ævisögu ömmu Jóhönnu Sig.,sem bjó á Síðu í Skaftasýslu.  Þarna fyrirfinnst harðneskja og kvikindisháttur,sem ég vona að erfist ekki. Það er vont að fara að sofa og hugsa um þetta. Fari ég að gömlu ráði og telji kindur,birtast myndir af þeim úr fréttatíma,aðframkomnar í öskubil,þá tel ég bara mörkin sem Íslendingar ætla að skora móti Dönum í knattspyrnu 4.júní. Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2011 kl. 00:58

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, því miður erfist mannvonskan - það sannar mannkynssagan. 

Tvennt er þó íhugunarvert:   Það er alveg ósannað að mannvonskan erfist á hefðbundinn hátt, eða sé ættlæg.  Hitt líka að mannvonskan virðist blómstra í velgengni jafnt og mótlæti. 

Hvað taldirðu mörg íslensk mörk fyrir svefninn - 14  

Kolbrún Hilmars, 25.5.2011 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband