Skjaldborgin var fjarlægð!

Eitt af kosningaloforðum núverandi ríkisstjórnar var að reisa skjaldborg um heimili og fyrirtæki. 

Nú hefur komið í ljós að skjaldborgin var þá þegar til staðar og gert hafði verið ráð fyrir henni með neyðarlögum ríkisstjórnar Geirs Haarde. 

Ríkisstjórnarflokkarnir þurftu því ekki að gefa slíkt kosninga- eða stjórnvaldsloforð - hvað þá svíkja það.

Allt varðandi þetta ferli mun koma fram í skýrslu fjármálaráðherra sem hann lagði fram á Alþingi fyrir páska.

Vonandi lesa þingmenn þessa skýrslu vel og vandlega og ræða hana síðan efnislega í beinni útsendingu í þinginu.

En mér er orðin spurn; getur núverandi ríkisstjórn virkilega ekki gert NEITT af viti?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband