Óboðnir gestir, tvífættir og fjórfættir

Greinilega  fer báðum tegundum fjölgandi.  

Skemmtileg tilviljun að skoðanakönnun Bylgjunnar varðandi ísbirni komi upp á sama degi og þetta þjófnaðarmál.  Það má nefnilega vel yfirfæra ísbjarnarspurningarnar á þessa lánlausu tvífætlinga:

a) skjóta þá strax
b) svæfa og senda til síns heima
c) læra að lifa með þeim

Svör a) og b) eru hönnuð til þess að leysa snarlega allan vanda. 

En c) kallar á vopnaburð.  

Allflestir kjósa frekar taka með sér börnin í berjamó en riffilinn.  En ef hugmyndin er að  læra að lifa með ísbjörnum, líkt og menn gera á Svalbarða, þá er það varla þorandi.

Spurningin er bara hvernig ætlast sé til að fólk verjist hinum tvífættu vörgum?

 

 

 


mbl.is Staðnir að þjófnaði daginn eftir komuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum nottla ekkert við svona fólk að gera.

Mér finnst að ef erlendir "farandverkamenn" brjóta af sér innan 2 ára, eigi að vera til lög sem vísa þeim umsvifalaust úr landi.

Sama hvort þar liggi við 6 mán dómur eður ei.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nýustu fréttir segja að tveir sem komu til Landsins í gær hafi byrjað á því að ganga í verslun og ræna. þeir komu hingað til Landsins peningalausir og svo ætlast þeir að við veitum þeim húsaskjól,mat og peniniga....Hvenær setja þeir sprengjubelti um sig og heimta það sem þeir vilja? þeir sem segjast hafa verið pintaðir í heimalandi er helber lýgi..ég hafði unnið innan um múslima fyrir mörgum árum niður  í Aferíku og var farinn að átta mig eftir nokkur ár á hugunarhætti þeirra.Svo koma Austur Evrópu menn og þeir halda að þeir komist upp með alt.Enda eru þeir víst búnir að stofna glæpagengi hér á Landi........

Vilhjálmur Stefánsson, 10.5.2011 kl. 19:36

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Birgir, miðað við fréttina eru þessir tveir óboðnu gestir engir farandverkamenn heldur ótíndir þjófar. Einhver hefur samt útvegað þeim húsaskjól og eflaust mat líka því varla éta þeir sokkapör og snyrtivörur.

Auðvitað höfum við ekkert við þá að gera - frekar en ísbirnina.

Kolbrún Hilmars, 10.5.2011 kl. 19:45

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Glæpagengi eru vissulega farin að hasla sér völl á landinu okkar og haga sér eins og þeim sýnist - náist þeir við iðju sína og eru ekki Íslenskir ríkisborgarar, er að mínu mati rökrétt að senda þá til síns heima...........

En þegar ráðamenn eru spurðir hvers vegna þessi lýður er að fylla hér fangelsin, er viðkvæðið jafnan "að ekki séu samningar í gildi um að senda þá"...........

Hvílikt bull - lagaumhverfi hér getur ekki verið svo vitlaust að okkur sé nauðugur kostur að halda uppi erlendu glæpahyski í fimm stjörnu hóteli að Littla-Hrauni....

Og ef við eigum að læra að lifa með þessu er ég hræddur um að almenningur fari að taka BNA sér til fyrirmyndar og vopnast............

Eyþór Örn Óskarsson, 10.5.2011 kl. 23:58

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvenær setja þeir sprengjubelti um sig og heimta það sem þeir vilja? þeir sem segjast hafa verið pintaðir í heimalandi er helber lýgi..ég hafði unnið innan um múslima fyrir mörgum árum niður  í Aferíku og var farinn að átta mig eftir nokkur ár á hugunarhætti þeirra.

Það er nú gott að Vilhjálmur Stefánsson hefur svona mikla og góða þekkingu á aðstæðum manna í öllum löndum heims! Hann ætti kannske að hafa samband við Amnesty International og benda þeim á að þessar pyntingar sem þeir eru alltaf að reyna að stoppa séu bara ímyndun í þeim.

Vilhjálmur útskýrir síðan kannske fyrir okkur hinum nákvæmlega hvernig einn og hálfur milljarður manna hugsar? Í leiðinni þætti mér gaman að fá að vita hvernig kristnir hugsa - eða geta þeir haft mismunandi skoðanir?

Vilhjálmur virðist þar að auki ekki hafa nokkurn áhuga á að fá sögusagnir staðfestar áður en hann dritar þeim í kring um sig, svo lengi sem þær henta hans fyrirframákveðnu skoðun, sem af öllu að dæma er fremur ógeðfelld og rasísk.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.5.2011 kl. 07:42

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir athugasemdir, öll.

Tinna, Vilhjálmur vitnar þarna í eigin reynslu og er ekki einn um það. Sum múslimasamfélög eru ekki hátt skrifuð hjá þeim vesturlandabúum sem hafa kynnst þeim af eigin raun.

Spurning dagsins er samt; hvaða afleiðingar hefur það ef indverjar taka upp dauðarefsingar við heiðursmorðum?

Eyþór, íslensk gestrisni hlýtur að hafa fengið góða auglýsingu í erlendum undirheimum :)

Kolbrún Hilmars, 11.5.2011 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband