Til umhugsunar

Ef raunin er sú að þessi árás á heimili innríkisráðherrans hafi verið gerð af hálfu "aðstandenda" hælisleitenda - nú eða af þeim sjálfum, þá klingja varúðarbjöllur.

Vel má vera að íslenska kerfið sé svifaseint í þessum málum, en yfirleitt virðist töf á afgreiðslu mála einstakra manna helst stafa af því að tilskilin gögn vantar sem sanna að viðkomandi falli undir skilgreininguna "hælisleitandi".

En hvernig sem því er háttað, þá er eitthvað mikið að ef menn  beita ofbeldi til þess að verða sér úti um landvistarleyfi.  Hvort sem það er með árásum á ráðamenn persónulega eða innanhúss hryðjuverkum hjá þeirri stofnun sem þó helst styður að velferð hælisleitenda.

 

 

 


mbl.is Ráðist á heimili Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála......

Eyþór Örn Óskarsson, 8.5.2011 kl. 16:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að ráðast á heimili ráðamanns í skjóli myrkurs er lítilmannlegt. Ef einhver hefur athugasemdir, þá á sá sami að beina þeim á málefnalegan og kurteysan hátt til viðkomandi ráðuneytis.

Ofbeldi á aldrei að líða hver sem í hlut á!

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband