Samviska eða samviskuleysi

Áróðurinn "JÁ við Icesave"  hefur að miklu leyti beinst að samvisku þjóðarinnar.  Vegna þess að  íslenskur almenningur hafi notið góðærisins á árunum fyrir hrun beri honum að borga brúsann.

En hvernig má meta það til samsektar að hinn vinnandi maður hafi fagnað því að hafa næg atvinnutækifæri - jafnvel þokkaleg laun, og bærileg lífskjör?  Mátti hinum sama manni vera ljóst að tækifærin hans byggðust á erlendri lántöku?  Hafði hann hugmynd um tilvist Icesave? 

Það má til sanns vegar færa að þjóðin hafi notið góðæris á meðan það stóð.  Því má þó ekki gleyma að erlendar lántökur stóðu undir því.   Almenningur hefur einmitt verið að súpa seyðið af þessum lántökum síðustu þrjú árin og mun gera áfram um enn fleiri ár.  Hvað Icesave varðar þá hefur ekki verið upplýst hvort - og þá að hve miklu leyti, sú innlánssöfnun var flutt til Íslands.

Að bæta Icesave skuldahala fjárglæframanna ofan á núverandi skuldabagga örfárra íslenskra skattgreiðenda; ÞAÐ kallast samviskuleysi! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband