Prófmál?


Það virðist athyglisverður valkostur að fara þessa leið með Icesave. Ekki er að sjá annað en að forseti EFTA dómstólsins sé spenntur fyrir því að takast á við þetta mál.
mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er nokkur sammála í þessu - drífum okkur í að kjósa og ræðum þetta svo ;=)

Jón Snæbjörnsson, 22.2.2011 kl. 13:09

2 identicon

Spennandi prófmál ... Hvað er fólk að hugsa! Þetta er eina deilan af þessu tagi sem komið hefur upp og ólíklegt að aðrar birtist á næstunn og því hefur þetta mál ekki mikið fordæmisgildi. Ekkert annað land hefur steypst jafnillilega á hausinn og Ísland -- enda hafði ekkert land jafn ráðalausa stjórnmálamenn, seðlabankastjóra og fjármálaeftirlit. Mál fyrir EFTA-dómstólnum mun fyrst og fremst snúast um það hvort Ísland sé tækt í samfélagi Evrópuþjóða eða ekki, þ.e. ef við neitum að greiða það sem okkur ber þá verður okkur einfaldlega hent út úr EES og látin éta það sem úti frýs.

Pétur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:31

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Prófmál segir þú Kolbrún, en ef við töpum þessu prófmáli, hvað þá?

Hjörtur Herbertsson, 22.2.2011 kl. 13:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Dómsmál af þessu tagi er ekkert annað en rússnesk rúlletta fyrir Ísland. Vill fólk taka þann slaginn?

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 13:54

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ótrúlegt að fólk skuli tilbúið að setja traust sitt á alþjóðlega dómstóla þegar afleiðingarnar af því að tapa málinu blasa við.

Mér liggur við að líkja þannig afstöðu við óraunsæa og innistæðulausa þjóðrembu..

hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 14:00

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er pottþétt unnið mál hvað réttlætið varðar, það þarf aumingja fædda og alda til að komast að annarri niðurstöðu.

Þeir sem brennandi áhuga hafa á að bæta ríkissjóðum Hollands og Bretlands icesave tjónið ættu að setja sig í samband við utanríkisráðuneytið og kanna með hvaða hætti þeir geta látið frjáls framlög úr eigin vasa af hendi rakna.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2011 kl. 14:20

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ Magnús minn, þetta er að verða slitin og þreytt klisja.

Er að þínu mati nóg að vinna málið réttlætislega ( tilfinningalega svona innra með okkur ) en sitja uppi með lagalegt tap og það efnahagslega fárviðri hér sem því myndi fylgja.

hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 14:27

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég held við munum vinna þetta mál hilmar ef það fer fyrir dómstóla - hvort það sé verra eða ekki veit ég nú ekki frekar en þú .... eða hvað ?

Jón Snæbjörnsson, 22.2.2011 kl. 15:02

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin og skoðanaskiptin.

Svona í flýti skrifað (má vera að ég bæti við síðar) og til þess að útskýra eigin afstöðu, þá óttast ég ekki dómstóla, aðeins lélega lögmenn.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2011 kl. 15:49

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessir peningar komu aldrei til Íslands. hafið þið fengið þá ?

 Þeir fóru beint inní Breska sukkið sem var á sömu nótum og í bönkunum her !

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.2.2011 kl. 21:44

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Erla, áreiðanlega hefur talsverður hluti Icesave auranna aldrei yfirgefið Bretland en ekki óhugsandi að eitthvað hafi millilent á Íslandi á leiðinni í skattaskjólin.  Í eins konar "transit" eins og gerist oft hjá flugfarþegum 

Hvað sem því líður, þá er ólíklegt að  hagnaður af örfáum þúsunda íslenskra  lágvöruverðsmatarkúnna hafi fjármagnað tuskubúðir í Englandi, penthouse í New York, lystisnekkju á Florida, skíðaskála í Sviss, glæsiíbúð í London, gullmáltíðir á Ítalíu, bankainnstæður í Kanada og víðar.   Svona svo eitthvað sé nefnt sem þó er aðeins tengt einu nafni af mörgum bankanna vildarvinum.

Sagt er að Deloitte í Bretlandi hafi rakið slóðina, en eins og vant er með leyndarhyggjustefnuna "allt-uppi-á-borðum",  þá þolum við pöpullinn ekki að heyra sannleikann...

Kolbrún Hilmars, 24.2.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband