16.2.2011 | 14:53
Hver er upphafsmaðurinn?
Miðað við fréttina er vitað hver hann er. Þá sýnist líka "vinahópur" hans þekktur.
Verða nöfn upphafsmanns og samsærisfélaga birt? Eða þurfum við að bíða eftir réttarhöldunum?
Árásir á vefsíðu tilkynntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/2/16/omarktaek-undirskriftasofnun/
(IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 15:07
Það var nebbnilega það, Silla! Takk fyrir linkinn.
Það virðast engin takmörk fyrir því hversu lágt menn geta lagst til þess að koma í veg fyrir lýðræðislega framkvæmd á þessu landi. Úr hörðustu átt reyndar þegar "erlendir" eiga í hlut sem eru stikkfrí þegar kemur að Icesavegreiðslunum - sem þetta mál snýst um.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 15:27
Hér er hugsanlega annar. http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/1141944/ reyndar er mögulegt að viðkomandi hafi upplýsingar sínar frá starsfólki hýsingaraðilanns. Það kemur væntanlega í ljós þó síðar verði.
Umrenningur, 16.2.2011 kl. 15:40
Umrenningur, því trúi ég ekki upp á Pál. Að vísu starfar hann í tölvubransanum og hefur sjálfsagt einhver ráð með að afla sér upplýsinga í gegn um kunningsskap. En að hann vísvitandi reyni að eyðileggja fyrir kjosum.is - ég þarf amk sannanir áður en ég trúi því.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 16:00
Enda tók ég fram að það kæmi í ljós síðar hvort svo væri. Að mínu viti er tvennt sem kemur til greina, að Páll hafi fengið upplýsingar sem eiga ekki að liggja á lausu eða að Axel veit meira en hann gefur upp hér, og þar sem ég þekki Axel persónulega þá kæmi mér það ekki á óvart.
Umrenningur, 16.2.2011 kl. 16:08
Við biðjum fólk að sýna þolinmæði. Málið er í eðlilegum farvegi og það verður ekki liðið að reynt sé að skemma fyrir réttindum almennings til að tjá skoðun sína með lýðræðislegum hætti.
Hinsvegar er ástæðulaust að hafa áhyggjur, öll gögn eru trygg og undiskriftasöfnunin mun halda áfram þrátt fyrir þessa uppákomu.
Síðan er virk í augnablikinu en einhverjir hnökrar eru á eðlilegu umferðarflæði, við erum engu að síður með um það bil 32.000 undirskriftir nú þegar, og sú tala mun eflaust eiga eftir að hækka talsvert.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2011 kl. 16:14
Axel er orðvar maður :)
En ég treysti honum og Guðmundi fullkomlega til þess að halda skikk á undirskriftasíðunni.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 16:19
Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Ég endurtek svo aðeins síðustu athugasemd mína @ kl.16:19 :)
En núna vantar ekki mörg atkvæði uppá 15% af kjörskrá miðað við kosningar 2009 - en líklega hefur þó fækkað á kjörskránni síðan þá.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 16:25
Umrenningur, vertu nú maður til að koma undir eigin nafni. Þú undirstrikar eigin heigulshátt með ásökunum af þessu tagi.
Ég hef gagnrýnt alla undirskriftalista af þessu tagi í þeim eina tilgangi að
stuðla að betri og vandaðri vinnubrögðum okkur öllum til góðs.
Undirskriftalistar sem þessir verða mega ekki bjóða upp á misbeitingu aðstandenda
eða annarra ákafra andstæðinga eða stuðningsmanna.
Undirskriftalisti kjosum.is er mun betri en sá sá sem notaður var fyrir Icesave 2,
en er samt mjög gallaður.
Kolbrún, þú veist að þú ert ábyrg fyrir þeim athugasemdum sem þú leyfir á þinni síðu?
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 17:05
Ég skoðaði linkinn á síðu Teits Atlasonar sbr. athugasemd nr. 1.
Sýnist mér hann vera að benda á svipaða annmarka og ég hef gert.
Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir hikar hins vegar ekkert við að dikta upp skemmdarverkamenn.
Hundurinn Lúkas myndi örugglega snúa sér við í gröfinni væri hann dauður.
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 17:26
Páll, "hugsanlega" og "mögulega" flokkast ekki undir fullyrðingar og ég tel mig hafa vísað þeim vangaveltum á bug.
Ég hef aldrei efast um heilindi þín, en ef þér finnst eitthvað skorta á yfirlýsingu þess efnis af minni hálfu, þá er nærtækast að benda á það að ég greiddi þér atkvæði mitt til stjórnlagaþings!
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 17:31
Páll, innleggin okkar eru farin að skarast. :)
Sigurlaug hefur ekki annað á samviskunni en að hafa vísað á síðu TA, þar sem hann viðurkennir, frjálslega, að hafa misnotað aðstöðu sína. Það er eitt að uppgötva göt í kerfinu og annað að notfæra sér þau. Svoleiðis háttalagi er ítrekað lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 17:38
Jú Kolbrún, "hugsanlega" og "mögulega" eru alvarlegar aðdróttanir.
Ég skil reyndar ekkert í þér að leyfa nafnlausum að stunda róg á þinni síðu.
Þú spyrð í færslu þinni: "Verða nöfn upphafsmanns og samsærisfélaga birt? Eða þurfum við að bíða eftir réttarhöldunum?"
Sigurlaug svarar spurningu þinni með því að benda á link og
gerir Teit Atlason þar með grunsamlegan.
En ég þekki Teit ekkert og það litla sem ég skoðaði á síðu hans var að
hann benti á að auðvelt væri að skrá nöfn manna sem ekki eru til.
Algerlega réttmæt gagnrýni.
Ertu virkilega að halda því fram að ef þú prófar að skrifa Bart Simpson á listann
í þeim tilgangi að sjá hvort það sé hægt, þá sértu að misnota eitthvað???
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 17:58
Páll, rógur er ekki stundaður á minni síðu og ég hef aldrei þurft að eyða athugasemdum eða loka á nafnlausa.
Teitur er ekki grunsamlegur, hann hefur sjálfur tekið af allan vafa og spurning mín sem þú bláletrar er einfaldlega vegna þess að ég vafra ekki nógu víða og hafði því ekki fundið svarið af sjálfsdáðum.
Þegar ég skrifa undir einhvern undirskriftalistann, þá geri ég það af einlægni og reyni ekki að troða þar inn allri minni músaætt, bara til þess að tékka á því hvort ég komist upp með það! En svo eru sumum okkar mislagðar hendur þegar málstaðurinn er annars vegar...
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 18:23
Ef við værum nú að tala um lista sem hefði annan málstað.
T.d að samþykkja Icesave skilyrðislaust.
Fyndist þér þá í lagi að einhver gæti sett nafn þitt inn á þann lista, að þér forspurðri?
Fyndist þér þá í lagi að hægt væri að setja Mikka mús og alla hans ætt inn á þann lista?
Fyndist þér þá í lagi að ég gæti sett inn allt mitt frændfólk til sjávar og sveita?
Nei, Kolbrún.... þá værir þú ekki sátt.
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 18:31
Páll, kjosum.is gefur fólki kost á því að spyrjast fyrir um hvort þeirra nöfn og kennitölur hafi verið skráð á listann í óleyfi og þar með að strika út ef svo hefur verið gert.
Svona almennt, hvað varðar undirskriftasafnanir, þá snúast þær flestar um einhver sértæk hagsmunamál. Sjálf væri ég vís til þess að styðja góðan málstað, þótt sértækur væri, og myndi ekki missa svefn þótt einhver fengi nafn mitt lánað í því skyni.
Þegar stórmál eins og þjóðaratkvæðagreiðsla eru undir, styð ég lýðræðið og þótt einhver músin sé skráð tvöföld á áskorunarlista þess efnis þá skiptir hún afar litlu máli í stóra samhenginu.
En ef einhver mætir á kjörstað í mínu nafni - þá væri ég ekki sátt!
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 19:04
Já kjosum.is gefur mér leyfi til að senda þeim póst og spyrjast fyrir um hvort tiltekið nafn sé á listanum. Ég má sem sagt spyrjast fyrir um hvort Kolbrún hafi skrifað undir? Þessi leið virkar engan veginn. Í Icesave 2 voru margir á þeim lista sem
fullyrtu að þeir hafi aldrei skrifað sig þar.
En hefur þú hugleitt eina mikilvæga staðreynd?
Að það er beinlínis pólitískur hagur aðstandenda unirskriftalista að sleppa öllu í gegn.
Sú staðreynd gerir í alla undirskriftalista í raun ótrúverðuga
NEMA tryggt sé að ekki sé hægt að svindla.
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 19:27
Páll, ef þú þekkir aðferðina til þess að gera svona undirskriftalista pottþétta, þá ættir þú ekki að liggja á því. Gætir jafnvel stofnað utan um það virt fyrirtæki sem byði upp á slíka þjónustu í framtíðinni?
En pólitískur hagur, eins og þú orðar það, er ofurlítið orðum aukið þegar almúginn er einmitt að reyna að hrinda pólitískum hagsmunum.
Að mínu mati betra svona en blóðug bylting niðri á Austurvelli!
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 20:11
Kolbrún, ég hef reyndar íhugað þennan möguleika oft og alvarlega,
því ég hef áhuga á því að birta rétta mynd af skoðunum fólks, algerlega óháða mínum.
Það sem hefur komið í veg fyrir að ég framkvæmdi þetta
er það að það er ekki hagur aðstandenda undirskriftarlista að takmarka fjöldann.
Því óhjákvæmilega myndi skothelt kerfi takmarka fjöldann verulega
og er því ólíklegt að þeir sem vilja birta sem hæsta tölu myndu nota slíkt kerfi.
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 20:30
Páll, eins og staðan er hjá okkur varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur þá þarf að safna sem flestum nöfnum til þess að yfirvaldið láti svo lítið að hlusta. Þetta er auðvitað ótækt fyrirkomulag, við verðum að koma á einhverju mannlegra kerfi.
Ég nefndi um daginn, á þinni síðu, að við ættum að skoða hvernig Svissarar haga sínum þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég las einhvers staðar að aðeins 1% kjörbærra manna þar í landi geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig fara þeir að; með blekpennaundirskrift eða nýta þeir tölvukerfið?
En hvað sem öllu líður, þá eru breyttir tímar og almenningur vill fá að segja sitt á milli kosninga - 4ra ára reglan er orðin úrelt.
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 21:11
Í Sviss þarf að safna 50.000 undirskriftum á innan við 100 dögum til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. 100.000 undirskriftum þarf að ná á 18 mánuðum ef knýja á fram kosningu um stjórnarskrárbreytingar (sem fólkið sjálft leggur fram).
Þar sem Svisslendingar nota ekki einu sinni kosningavélar, og handtelja flest atkvæði, grunar mig einhvern veginn að þeir geri þetta líka upp á gamla mátann.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.2.2011 kl. 21:30
ég er mjög hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum, en það verður að vera einhver
glóra í því sem við erum að gera.
Í fyrsta lagi hvaða mál eru tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu og hver ekki.
Í öðru lagi verðum við að ákveða hve marga kjósendur þarf til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur.
Í þriðja lagi verðum við að tryggja að þeir undirskriftalistar gefi örugglega rétta mynd, eða amk því sem næst réttir.
Í fjórða lagi verðum við að koma kostnaðinum niður með því að nota rafrænar kosningar og/eða spyrða saman nokkur mál til að kljósa um eins og ég hef nefnt áður.
Páll Blöndal, 16.2.2011 kl. 21:40
Takk Tinna, en veistu hversu margir eru á kjörskrá í Sviss og hvernig hlutföllin eru? Ég viðurkenni að ég hef aldrei botnað í þessu "kantónu" kerfi þar og hvernig það spilar saman við þjóðarheildina.
Páll, ég endurtek að við ættum að skoða vel og vandlega hvernig þeir gera þetta í Sviss. Þjóðin sú þrífst alveg ljómandi vel þótt almenningur sé hafður með í ráðum, svo ég sé enga ástæðu til þess að við ættum ekki að gera slíkt hið sama.
En miðað við það sem Tinna sagði, þá gætum við kannski gert betur hvað varðar tæknina :)
Kolbrún Hilmars, 16.2.2011 kl. 21:59
Gallinn við svissnesku þjóðaratkvæðagreiðslurnar er kosningaþátttakan, en hún er yfirleitt ekki hærri en 50% (nema atkvæðagreiðslan sé á sama tíma og almennar kosningar), og þeir sem helst kjósa eru eldri borgarar - einmitt þeir sem oftast hafa íhaldssömustu viðhorfin. Það er enginn hægðarleikur að koma framfaramálum í gegn.
Það er líka erfitt að reka lýðræði ef helmingur kjósenda sér ekki tilganginn með því að kjósa.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.2.2011 kl. 22:30
Kolbrún, í Sviss fengu konur kosningarétt um 1970.
Ég er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum, en við verðum að gera hlutina rétt.
Og ég árétta það enn einu sinni að ég skirfaði bæði undir Icesave 2, Icesave 3 og
áskorunina um orkuauðlindir í þjóðareign (Björk og Co.).
En ég gagnrýndi allar fyrir sama fúskið.
Páll Blöndal, 17.2.2011 kl. 12:28
Páll, við gerum fyrst og fremst kröfu til þess að rétt sé staðið að framkvæmd kosninganna sjálfra. Undirskriftalisti þar sem farið er fram á þjóðaratkvæðagreiðslu þarf ekki að vera eins 100% nákvæmur.
Auk þess kemur þjóðaratkvæðagreiðsla um hin ýmsu mál öllum til góða; bæði þeim sem eru meðmæltir málefninu og hinum sem eru það ekki. Mér finnst sú staðreynd svolítið hafa fallið í skuggann af þessari "réttmætis" umræðu.
Kolbrún Hilmars, 17.2.2011 kl. 13:29
Mikil er þolinmæði þín Kolla mín
(IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:42
Maður kemur sko ekki að tómum kofanum á þessu bloggi.........
Eyþór Örn Óskarsson, 17.2.2011 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.