8.2.2011 | 16:28
Síðbúin lexía
Það er nokkuð seint að ná 12 ára aldrinum og hafa aldrei lært að sýna öðrum kurteisi og tillitssemi. Vel má vera að skokkarar liggi vel við höggi, en þeir eiga að fá frið með sitt jafnt og haltir og skakkir.
Miðað við að skokkarinn hefur ekki gefið kost á sér og því ekki tjáð sig um sína hlið og hvað fram fór í þessu einelti, þykir mér fullsnemmt að skera úr um hver veittist að hverjum.
En 12 ára eiga krakkar að hafa lært sitt lítið af hverju um mannleg samskipti.
Skokkari réðist á 12 ára dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Legg til að skokk verði bannað.
corvus corax, 8.2.2011 kl. 16:58
Mér finnst vanta alveg hinn hlutann af sögunni. Voru þetta ertni eða skrílslæti?
Fyrir nokkrum tugum ára átti ég leið um Klambratún ( nú Miklatún), þegar 6 til 8 drengir á aldrinum 11 til 13 gerðu aðsúg að mér. Þeir hentu drullu í mig og reyndu að pota í mig með prikum. Ég reyndi að hrista þá af mér, en tókst ekki, enda höguðu þeir sér eins og hýenur. Þá tókst mér að grípa í hendina á forsprakkanum og sveifla honum í kringum mig og að lokum henda honum ofan í skurð fullan af drullu. Við þetta hætti aðsúgurinn og mér tókst að forða mér.
Aldrei hvarlaði að mér að ég hefði gert eitthvað rangt, en hefði mér líðst þetta í dag?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 17:56
Hrafn, eða banna 12 ára sem hafa ekki lært reglurnar?
Reglurnar eru:
Aldrei að þiggja sælgæti af ókunnugum, aldrei að fara upp í bíl ókunnugra, aldrei að abbast upp á ókunnuga.
Leyfum svo skokkurum að tölta sinn veg í friði...
Kolbrún Hilmars, 8.2.2011 kl. 18:01
Svavar, samkvæmt viðhorfi nútímans hefðir þú ekki mátt verja þig, þar sem aðsúgshópurinn var undir lögaldri.
Þau eru skrýtin lögin sem vernda unglinga- og barnaofbeldishópa þegar þeir ráðast að fullorðnum einstaklingum, þ.e. hópur á móti einum. Ekki síst þegar þeim fullorðna er dæmd ábyrgðin, þótt hann sé aðeins í sjálfsvörn.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2011 kl. 18:29
Undarlegust er fréttafrásögnin sem gerir því skóna að skokkarinn hafi átt upptökin þegar skýrt er tekið fram að strákarnir eltu manninn og gerðu að honum grín.
Pólitísk rétthugsun hefur náð tökum á blaðamanninum.
Ragnhildur Kolka, 8.2.2011 kl. 19:31
Ragnhildur, það var nú eiginlega þetta sem stakk mig og varð til þess að ég greip til lyklaborðsins.
Augljóslega hefur skokkaranum verið verulega misboðið - og þá verðum við líka að gera ráð fyrir því að stráklingarnir hafi ekki reynt að gera sinn hlut verri en þeir komust upp með. Enn sem komið er eru þeir einir til frásagnar...
Kolbrún Hilmars, 8.2.2011 kl. 19:40
Ef þeir voru ekki búnir að læra mannasiði og greina á milli hvar þeirra svæði takmarkaðis og annara tekur við.
Þá er ansi líklegt að þeir hefðu fengið að læra það á unglingsárunum og kannsi grófara en þetta.
Þá hefði fyrirsögnin líklega hljómað : Unglingur lamin í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa áreitt unga konu.
Eða ungur maður dæmdur til dvalar á unglingarheimili eftir árás á unga konu. Sagði að hann hefði bara verið að grínast. Kannast eitthver við svona fyrirsagnir og þessa tegund af gríni?
Matthildur Jóhannsdóttir, 8.2.2011 kl. 20:15
Sýslumaðurinn á Selfossi ætlar að hampa ungu glæpamönnunum sem eru upprennandi vandamál
fyrir lögreglu á næstu árum, nú er lýst eftir skokkaranum eins og hann hefði átt upptökin af glæpnum, eins og er eru ungu piltarnir einir til frásagna.
Bernharð Hjaltalín, 8.2.2011 kl. 21:51
corvus corax, ég legg til að þú tjáir þig betur um þetta mál nema þú sért einhvað tengdru þessum krakka ormum sem kunna ekki að virða sér eldri nema þú sért sá sem lagðir til að þessir ormar leggji fólk í einelti fyrir þá íþrótt sem hver og einn velur sér að stunda...
corvus corax,
ég á 10 ára son og ef hann hefði gert svona lagað þá hefði ég einfaldlega sagt við hann "GOTT Á ÞIG OG LÁTTU ÞÉR ÞETTA AÐ KENNINGU VERÐA."
Gísli (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 21:52
Bara einhver 12 ára illa upp alinn óþekktarormur að henda snjóbolta í skokkara og fékk það sem hann átti skilið.
Guðmundur Pétursson, 8.2.2011 kl. 22:39
Legg til að þið lesið bloggið hennar Bergljót Gunnarsdóttir um fréttina. Þar segir skokkarinn (11) sína hlið á málinu. Hún virðist nær sanleikanum en fréttin sjálf.
Matthildur Jóhannsdóttir, 10.2.2011 kl. 11:39
Takk Matthildur, ég las þessa athugasemd sem þú bentir á - sem var reyndar svo gott sem nafnlaus. Betra hefði mér samt þótt að yfirlýsing hefði komið frá lögreglunni um vitnisburð skokkarans, svona til þess að jafnræðis væri gætt.
Kolbrún Hilmars, 10.2.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.