Mismælin eru stórslys

því skilaboðin sem sænski kóngurinn vildi koma á framfæri munu hverfa í gagnrýninni á útreikninginn - ekki staðreyndina.


mbl.is Svíakóngur reiknaði vitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það sem verra er að uppýsingarnar um að SÞ segi um fjöldan eru rangar því þar eiga að vera 7 milljarðar sem margir segja síðan að sé vanáætlað um allt að 5 milljarða og ef við horfum á þær spár sem eru svartsýnastar þá er verið að tala um 18 - 24 milljarða árið 2050 sem er einmitt það sem hann sagði, en hér er verið að tala um þá sem eru svartsýnastir.

Mér skilst að manntal sem verið er að vinna á Indlandi sé þegar búið að koma okkur vel yfir 7 milljarða

Einar Þór Strand, 27.12.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, þær eru margar þjóðirnar sem hafa ekki hugmynd um hversu margir einstaklingar eru innan þeirra landamæra.

OPT (Optimum Population Trust) teljarinn segir okkur það sem þegar er vitað:

http://www:optimumpopulation.org

En auðvitað skiptir það pressuna mestu máli hversu klár kóngurinn er í margföldun!

Kolbrún Hilmars, 27.12.2010 kl. 19:18

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það sem ég óttast er að hann hafi í raun reiknað rétt sem verður skelfilegt.

Einar Þór Strand, 27.12.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ættum við ekki að reikna með að matvælatækni fari eitthvað fram á næstu 40 árum, hún hefur gert það fram að þessu?

Held það sé ekkert land í vestur-Evrópu sem á eða átti ekki við offramleiðslu á matvælum að stríða.

Það hefur aldrei komið hungursneið sem ekki mátti rekja til stríða, óstjórnar, fáfræði eða einfaldlega náttúruhamfara.

Teitur Haraldsson, 27.12.2010 kl. 20:26

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, það skyldi þó ekki vera?

Teitur,  það hafa heldur aldrei jafnmargir af mannkyni byggt þessa jörð og nú þegar sveltur stór hluti og/eða hefur ekki einu sinni aðgang að ómenguðu drykkjarvatni.  Ekki mun það skána þegar 7 milljarðarnir telja 10 milljarða - eða meira.

Matarafgangar V-Evrópu eru nú þegar aðeins upp í nös á ketti, þótt þeim væri  miðlað jafnt.   Svo ekki sé nú talað um, eins og kóngurinn benti réttilega á, að  vesturlönd verði skikkuð til þess að draga úr matvælaframleiðslunni vegna náttúruverndarsjónarmiða. 

Við þurfum ekki aðeins framfarir í matvælatækni heldur kraftaverk.

Kolbrún Hilmars, 27.12.2010 kl. 20:51

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Nú er ég meira fólk fyrst, náttúran svo.
En myndu náttúru verndar sinnar ekki slaka á sínum kröfum svona rétt til að bjarga fólki frá að hreinlega drepast úr sulti?

Ástæðan fyrir þessum litla matarafgang í Evrópu er sú að framleiðslukerfið hefur vísvitandi verið hannað til að vera óskilvirkt, svo er auðvita allt undir kvótum.

Bóndabæir sem ég þekki til á eru sumir í það minnsta 200% undir getu beitilands og fæstir nýta orðið afrétt í dag vegna þess að það þarf ekki lengur með, eins og sést á haustréttum

Mér þætti ekki ótrúlegt ef fullur kraftur væri settur í framleiðslu á mat hérlendis með uppgræðslu og tilheyrandi gæti ísland hæglega borið 900.000 manna byggð.

Teitur Haraldsson, 27.12.2010 kl. 23:42

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef haldið því fram, órökstutt, að Ísland geti séð fyrir 1 - 2 milljónum manna en þá tek ég hafið með og umframafli seldur.

Það hafa margir reynt að áætla hversu mikið af fólki jörðin geti brauðfætt og bjartsýnasta talan sem ég hef séð eru 24 milljarðar.  Þar var gert ráð fyrir því að allt yrkjanlegt land væri lagt undir grænmetis, ávaxta og kornyrkju, og lítið sem ekkert um kjötframleiðslu.  Svo eru til áætlanir alveg niður undir 8 milljarða...

Ég te ekki ólíklegt að við lok þessarar aldar eða á þeirri næstu verði megnið af heimsbyggðinni búin að taka upp kínversku regluna; Ein kona = eitt barn.  Annað hvort það eða stórar styrjaldir búnar að sjá um að grisja stofninn...

Axel Þór Kolbeinsson, 28.12.2010 kl. 09:57

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakið síðbúið svar, Axel og Teitur.   Þar sem þið nefnið tölur um hversu marga þið teljið að Ísland geti framfleytt, skeyti ég hér inn allstyttum útdrætti af síðu OPT:

"The Overpopulation Index, published by the Optimum Population Trust to mark World Population Day, July 11, is thought to be the first international “league table” to rank countries according to the sustainability of their populations – the extent to which they are living within their environmental means.

 

It examines data for over 130 individual countries and concludes that 77 of them are overpopulated – they are consuming more resources than they are producing and are dependent on other countries, and ultimately the Earth a whole, to make good the difference.

 

Middle Eastern and European countries dominate the index, with nine and eight respectively among the 20 most overpopulated. China and India, despite being bywords for overpopulation, rank lower, at 29th and 33rd respectively. The world as a whole, meanwhile, is overpopulated by two billion – the difference between its actual population and the number it can support sustainably, given current lifestyles and technologies.

 

The calculations have been made possible by advances in the methodology of ecological footprinting, which measures the area of biologically productive land and water required to produce the resources and absorb the waste of a given population or activity and expresses this in global hectares - hectares with world-average biological productivity.

 

The index measures the proportion of a country’s average per capita footprint not supplied from its own biocapacity to determine how dependent it is on external sources.

 If it had to rely on its own biocapacity, the UK could therefore sustain only a quarter of its population – around 15 million – and, at current consumption levels, is “overpopulated” by more than 45 million."

 

(Ath:  leturbreytingar eru mínar og greinina í heild má finna á OPT)

 

Ég gaf mér ekki tíma til þess að finna hvort Ísland væri yfirhöfuð að finna á listanum - en áreiðanlega erum við afar neðarlega sem stendur

Kolbrún Hilmars, 29.12.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband