Athyglisvert

Hafa Skotar ekkert við það að athuga að utan-ESB-ríkið Noregur deili með þeim makrílkvótanum?

Auðvitað vantar alveg allar kvótatölur í þessa frétt, þ.e. hver fær hverju úthlutað úr hvaða heildarkvóta. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að makríllinn er svo aðgangsharður á Íslandsmiðum að hann svo gott sem hoppar upp í fjörusteina.

Svo hirðir hvalurinn sitt - það mætti kannski bjóða Skotum hvalveiðikvóta í sárabætur?


mbl.is Skosk stjórnvöld krefjast aðgerða gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er hugmynd - bjóða þeim að veiða fj...... hvalinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.12.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Ólafur.  Þessir spekingar sem vilja banna hvalveiðar  hafa örugglega ekki hugmynd um hvaða magn þessar stóru skepnur þurfa að taka úr lífríki sjávarins  aðeins til þess að lifa af.  Í samkeppni við ESB fiskveiðikvóta - og okkar reyndar líka.

Leyfum Skotunum að skjóta nokkra hvali og skoða magainnihald þeirra.

Kolbrún Hilmars, 19.12.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband