3.12.2010 | 18:01
Félagarnir Skattmann og Jón Jónsson í slæmum málum?
Nú er ljóst að Jón Jónsson má ekki hafa það sem hobbý að smíða sér kerru í bílskúrnum sínum án þess að reikna sér af því vinnutekjur og greiða af viðvikinu viðeigandi skatta. Svo segir Skattmann.
En hvað með "ókeypis" vinnukraftinn sem Jón Jónsson heldur inni í íbúðarhúsinu sínu áratugum saman og kallast eiginkona? Sú fær engin vinnulaun sem eru uppgefin til Skattmanns en er þó alltaf sístarfandi í þágu Jóns og skerðir sölumöguleika skattskyldra þjónustuaðila á vegum Skattmanns.
Sú bakar, eldar, þrífur, saumar, sér um innkaup og er oft í hlutverki fjármálastjóra. Ef aðstæður krefjast annast Sú líka barnauppeldi, fræðslumiðlun, sjúkrahjálp á fyrstu stigum - og skipar jafnvel Jóni fyrir. Svo ekki sé nú minnst á þá þjónustu sem hvorki má nefna né kaupa.
Verði komið í veg fyrir slík skattaundanskot; hvor mun þá fyrr lenda í vandræðum; Skattmann eða Jón Jónsson?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athygli vert. Hvernig kemur þetta út fyri okkur sem erum í senn Jón og eiginkonan?
Ragnhildur Kolka, 3.12.2010 kl. 19:07
Hvar fást svona eintök?
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 19:32
Ragnhildur, ég er einmitt í þeirri stöðu nú og krosslegg fingur í von um að Skattmann uppgötvi það ekki frekar en hér áður fyrr þegar ég sparaði heilu fjölskylduapparati stórfé með vinnuframlagi mínu - eftir opinberan skattlagningar vinnutíma
Björn, áttu við eintak af Skattmann
Kolbrún Hilmars, 3.12.2010 kl. 19:42
Kolbrún mín, kannski til að hafa upp á vegg! Var nú með annað í huga, fyrir vin minn, skilurðu!
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 20:08
Var eitthvað nýtt að gerast hjá skattmann sem ekki hefur verið áður?
Spurning hvort skattmann metur ekki "húsdýr" það er þú nefnir að Jón Jóns eigi verði ekki flokkað hér eftir sem hlunnindi og tekin skattur samkvæmt því
(IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 23:15
Björn, það er fallegt að vilja vinum sínum vel, en menn verða auðvitað sjálfir að bera sig eftir björginni...
Silla, Skattmann mismunar "hobbýjum" Jóns eftir því hvar þau fara fram á heimilinu. Kerrusmíði (og þá væntanlega öll önnur smíði) í bílskúrnum er skattskyld á meðan stórfelld atvinnustarfsemi innan íbúðar sleppur
Kolbrún Hilmars, 4.12.2010 kl. 12:35
Ó verð ég þá að hætta steikja kleinurnar út í bílskúr? verða þær þá taldar til hlunninda á heimilinu?
(IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 20:15
Best að hætta öllu bílskúrsbjástri, Silla. Skattmann hefur ekki bara góða heyrn, heldur er hann þefnæmur líka og rennur á (kleinu) lyktina, líkt og margir bílskúrsbruggarar hafa uppgötvað
Öruggast er að sinna öllum slíkum heimilisiðnaði í eldhúsi eða þvottahúsi og kaupa kerrur, bókahillur, bílaviðgerðir og dótasmíði allrahanda af viðurkenndum fyrirtækjum með VSK númer...
Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.