Eru íslendingar rasistar?

Margir telja að svo sé og halda því fram að þeir sem ekki vilja gangast við meintum rasistahætti séu það samt sem áður undir niðri.

Þar finnst mér ómaklega vegið að íslenskum almenningi, því í verki fer þessi þjóð ekki í manngreinarálit ef einhverjir eru hjálparþurfi.   Í rauninni eru ótrúlega margar íslenskar hjálparstofnanir starfandi erlendis með bæði opinberum og einstaklings fjárframlögum  þessarar fámennu þjóðar.  Ekki ætla ég að hafa fleiri orð um það en bendi á  eftirfarandi vefsíður máli mínu til stuðnings:

redcross.is
help.is
abc.is
unicef.is
un.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: predikari

Hvernig gæti nokkur maður sem telur sig vera gegn rasisma (fordómum) lagt orð út úr sér eins og "Íslendingar eru rasistar"

Held sá maður/menn ættu að líta í eigin barm

predikari, 14.9.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Samkvæmt nýrri rannsókn frá Háskólanum á Akureyri eru börn af erlendum uppruna mun líklegri til að verða fyrir einelti en börn af íslenskum uppruna.

Toshiki Toma, prestur innflytjenda hér á landi, segist þekkja þó nokkur dæmi um að erlendir einstaklingar hafi flúið land vegna kynþáttafordóma hérlendis.

Ísland Panorama eru grasrótarsamtök sem standa vörð um fjölbreytni og vinna gegn mismunun. Þau hafa það að markmiði að beita sér í baráttunni gegn fordómum, útlendingafælni/hatri og hverskonar mismunun á grundvelli trúar, útlits eða uppruna.

Viltu meina Kolbrún að ekki sé þörf fyrir samtök sem þessi?

Þátttaka Íslands í alþjóðasamstarfi segir fátt um viðhorfin heimafyrir. Í besta lagi segja þau okkur að til sé Íslandi einhver hópur fólks sem ekki lætur fordóma aftra sér í að gefa peninga til alþjóðasamstarfs eða er fordómalaust. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 02:49

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, það er margt jákvætt í fari þessarar þjóðar og til þess að gæta jafnvægis finnst mér að góðu hliðarnar megi ekki gleymast í umræðunni.

Þar með er ég EKKI að halda því fram að við eigum að sópa því neikvæða undir teppið heldur reyna að bæta úr því svo framarlega sem okkur er unnt.  Ég trúi því að stærsti hluti íslendinga séu góðhjartað og hjálpfúst fólk sem eigi ekki skilið að gjalda fyrir skemmdu eplin.

Gamla máltækið segir "illt er að heita hundur og vera ekki".  Ef þú segir einhverjum of oft að hann sé ljótur og leiðinlegur fer viðkomandi að trúa því - og ef til vill að haga sér samkvæmt því.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

P.S.  Ég saknaði þess að fréttin um HA rannsóknina segir ekkert um hverjir beita eineltinu.  Mér þætti það ekki síður fróðlegt.  Það kann að vera að einungis íslensk börn leggi önnur börn í einelti, en þá vildi ég gjarnan sjá hvort þau geri það öll eða hvort einhver sérstakur hópur sé "áhættuhópur".

Kolbrún Hilmars, 15.9.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband