Hver er staða samkynhneigðra í samfélögum heimsins?

Umræðan hefur verið ofarlega á baugi undanfarið.  Jafnvel gengið svo langt að jaðrar við milliríkjadeilur frændþjóða.  Sem er kveikjan að eftirfarandi pælingum.

Margir vilja meina að andstaða og/eða afneitun samkynhneigðar sé eingöngu af trúarlegum ástæðum.  En er það svo?   Er ekki ástæðan í rauninni félagsleg sem varðar grundvallarverðmætaviðmið samfélaganna?

Það er líklegt að mörg samfélög meti mest þá  einstaklinga sem eru frjósamir og líklegir til þess að viðhalda samfélaginu.    Þá hlýtur að fylgja að þau þeirra sem skammt eru á veg komin með tæknivæðingu og læknisfræði  eru líklegust til þess að úthýsa þeim "gagnslausu".

Þá er líka jafnlíklegt að þau samfélög sem þurfa að takmarka frjósemina kunni vel að meta þá sem ekki leggja til í þá hít.  

Einnig þau samfélög sem hafa öðlast þekkingu og tækni til þess að stýra frjóseminni; ýmist með fóstureyðingum eða fósturfrjóvgunum og treysta ekki eingöngu á mannlega þáttinn.

Sennilega er það því engin tilviljun að sumar þjóðir sýnast "frjálslegri" en aðrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Eru ta samkynhneigd dyggd tar sem floksfjølgun er vandamal.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Þorvaldur, góð spurning.   Að mínu mati ætti hún að vera það.

Það þarf auðvitað mannfræðing til þess að skilgreina þessa mannfjölgunarhvöt og hvernig hún birtist í siðum samfélaganna.   Mér sem leikmanni virðist sem hún sé frumhvöt og hafi slæðst inn í trúarbrögðin sem samfélagsleg staðreynd en ekki sem sérstakt trúarfyrirbæri.  

Kolbrún Hilmars, 9.9.2010 kl. 13:40

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú hittir naglann á höfuðið Kolbrún. Andúðin á samkynhneigð er ekki endilega af trúarlegum toga. Miklu nær væri að draga þá ályktun að kærleiksboðskapur kristninnar sé hennar besta vörn. En það er einmitt í þeim kristnu samfélögum, sem stýra frjóseminn og eru af þeim ástæðum hægt og bítandi að líða undir lok, að samkynhneigðin er leidd til öndvegis og á síðari árum nánast tilbeðin.

Einhvern tíman var spurt hvort samkynhneigðin væri arfgeng og svarið var: Nei ekki ef hún er stunduð eingöngu. Að sönnu er maðurinn ófullkominn, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 11.9.2010 kl. 15:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gústaf, þakka þér fyrir innleggið.   Að tilbiðja samkynhneigð er aðeins að fara úr einum öfgunum í aðrar - en að viðurkenna tilveru hennar og sætta sig við, er af hinu góða. 

Við verðum að þola það að náttúran sé dyntótt, enda fer hún sínu fram hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband