Hefur viðskiptaráðherrann pólitíska stöðu?

Var hann ekki einmitt ráðinn "ópólitískt"  til þess að verða hentugur  blóraböggull pólitíkusanna? 

Forveri hans í embætti hlaut svipuð örlög, og setti blett á flokkinn sinn jafnvel þótt hann bæri aðeins hálfa sök.  Það mátti ekki gerast aftur - frá flokkspólitísku sjónarmiði - en hver hefur kjark til þess að taka við þessu ráðuneyti  þegar Gylfi hefur gengið frá í fússi og skellt hurðinni á eftir sér?


mbl.is Segir Gylfa hafa afvegaleitt þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Pólitíska ábyrgðin er ekki hjá Gylfa. Hún er hjá þeirri ríkisstjórn, sem skipaði hann í embættið.

 Verkstjóri þeirrar stjórnar hefur lýst yfir stuðningi við Gylfa. (Reyndar fyrir 2 dögum) Sá sem nýtur trausts í starfi, nýtur samþykkis með verk sín.

Stuðningsyrfirlýsing Jóhönnu, var því einnig, játning um að hún væri samsek. Forsætisráðherra talar fyrir munn ríkisstjórnar.  Ríkisstjórnin er því samábyrg Gylfa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.8.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristinn, ég skil ekki hvernig Gylfi nennir að taka þátt í þessum flokkpólitíska leik. Jafnvel þótt akademíski leikvöllurinn sé enginn barnaleikur heldur, er hann þó ekki jafnopinber. Gulrótin hlýtur að vera einstaklega væn og vöxtuleg!

Kolbrún Hilmars, 12.8.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband