Alltaf rifist um afleiðingar

áður en spurt er um orsök. Þýðingarmesta spurningin er auðvitað: Af hverju eru íslandsmið nú allt í einu að fyllast af makríl?

Gæti verið að ESB hafsvæðið sé svo illa farið að makríllinn sé hingað kominn í ætisleit?

Það er einfalt fyrir ESB að koma í veg fyrir íslenskar veiðar á makríl; fóðra hann bara heima fyrir.


mbl.is Geta nagað sig í handarbökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo getum við auðvitað glatt hvalaunnendur þar ytra með því að  hvalirnir "okkar"  séu hæstánægðir með þessa rausnarlegu matargjöf að sunnan. 

Kolbrún Hilmars, 9.8.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við gætum líka sent kvörtun vegna yfirgangs makrílsins þeirra á okkar fjörusteinum.

Ragnhildur Kolka, 10.8.2010 kl. 11:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, það er ábyggilega full ástæða til þess :) A.m.k. má skilja á landsbyggðarfréttum að makríllinn sé hoppandi upp við fjörur í stórum stíl og næstum hægt að veiða hann með höndunum.

Ætli hann fari ekki að ganga í árnar líka? Þetta kalla ég makríl á flótta...

Kolbrún Hilmars, 10.8.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband